„Við viljum þetta ekki“ Lovísa Arnardóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 17. september 2024 10:11 Mótmælendur syngja hátt fyrir utan fund ríkisstjórnarinnar. Þau syngja Myndina hennar Lísu, Vikivaka, Smávini fagra og fleiri lög. Vísir/Vilhelm Mótmælendur á Hverfisgötu segja kröfu sína einfalda. Að Yazan og fjölskylda hans fái að vera á Íslandi. Það verði rof á þjónustu með brottflutningi til Spánar sem geti stytt ævi hans. Mótmælt hefur verið fyrir utan ríkisstjórnarinnar frá því klukkan átta í morgun. Vísa átti Yazan og fjölskyldu hans úr landi í gær en Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra fyrirskipaði að fresta ætti flutningi hans. Það gerði hún að beiðni Guðmundar Ingi Guðbrandssonar, félags- og vinnumarkaðsráðherra og formanni VG. Jafnvel hættulegt að flytja Yazan núna Stefán Már Gunnlaugsson formaður Duchenne á Íslandi segir hættulegt fyrir Yazan að ferðast til Spánar. „Yazan á heima hér,“ segir Stefán Már spurður um kröfu mótmælenda. Að hann fái að vera hér, eiga heima hér og fá þjónustu hér. „Það verður rof á þjónustu ef hann verður fluttur til Spánar,“ segir Stefán og að það rof gæti varað í allt að nokkra mánuði. Fyrir barn í hans stöðu, með alvarlegan vöðvarýrnunarsjúkdóm, sé það jafnvel hættulegt. Hvað varðar þjónustuna sem Yazan þarf á Spáni segir Stefán allt líta vel út á blaði. Staðan sé samt sú að Yazan og fjölskylda hans eru ekki með alþjóðlega vernd þar heldur eiga eftir að fara í gegnum umsóknarferlið þar. Um tvö hundruð manns mótmæla við Hverfisgötu þar sem ríkisstjórnin fundar núna. Mál Yazans er eitt þeirra sem er á dagskrá. Stefán segir mál hans snerta okkur öll. Fólk vilji meiri mannúð en samt reki kerfið 11 ára dreng í hjólastól úr landi. „Við viljum þetta ekki,“ segir Stefán. Sólveig Arnarsdóttir leikkona er ein þeirra sem mótmælir við Hverfisgötuna. Hún segir íslenskum stjórnvöldum ekki skylt að senda Yazan til Spánar. Dyflinnarreglugerðin sé viðmið en ekki lög. Hún segir Yazan andlega og líkamlega kominn að þolmörkum sínum en eins og fram hefur komið er Yazan með Duchenne-heilkennið. „Hann á heima hér og hér á hann að vera,“ segir Sólveig í samtali við fréttamann okkar á staðnum. Askur Hrafn Hannesson aðgerðarsinni er meðal mótmælenda fyrir utan ríkisstjórnarfund. Kröfurnar eru þær að Yazan og fjölskylda fái alþjóðlega vernd. „Ég held að alþjóð ætti að vita núna að það bíður þeirra ekkert á Spáni. Þau eru ekki með dvalarleyfi og vegabréfsáritunin þeirra þar rennur út efitt 20 daga. Þau munu ekki hafa aðgang að aviðeigandi læknisþjónustu,“ segir Askur og það hafi verið færð rök fyrir því, af læknum, að brottvísunin muni stytta líf hans. Meðalaldur þeirra sem ekki fái þjónustu sé 19 ár. Askur segir að ríkisstjórnin eigi að axla ábyrgð á þessu. Hann segir mótmælendur nota söng til að reyna að ná til ríkisstjórnarinnar en mótmælendur hafa sungið Vikivaka, Smávini fagra, Myndina hennar Lísu og Maístjörnuna. Þess á milli hrópa þau „Yazan á heima hér. Öll börn eru okkar börn,“ hrópa mótmælendur fyrir utan fund ríkisstjórnarinnar. Bein útsending frá mótmælum Bein útsending er frá fundi ríkisstjórnarinnar og hægt að fylgjast með hér að neðan. Berghildur Erla Bernharðsdóttir fréttamaður Stöðvar 2 er á staðnum og tekur mótmælendur tali. Mál Yazans Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Tengdar fréttir Hundruð mótmæla brottvísun Yazan Um tvö hundrað manns mótmæla fyrirhuguðum brottflutningi Yazan Tamini, ellefu ára langveiks drengs frá Palestínu, við Hverfisgötu. Ríkisstjórnin fundar þar núna í morgunsárið á sínum reglulega þriðjudagsfundi og er mál Yazans eitt þeirra sem er á dagskrá fundarins. Búið er að loka Hverfisgötunni við Lækjargötu vegna mótmælanna. 17. september 2024 08:24 Viðurkennir að hafa ekki haft heimild til að stíga inn Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra kveðst ekki hafa haft lagaheimild til þess að stíga inn í mál Yazans Tamimi, ellefu ára langveiks drengs frá Palestínu, sem til stóð að vísa úr landi í morgun. Frá því var horfið þegar Guðrún fyrirskipaði að brottvísun hans yrði frestað, að ósk Guðmundar Inga Guðbrandssonar félagsmálaráðherra. 16. september 2024 23:50 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Sjá meira
Vísa átti Yazan og fjölskyldu hans úr landi í gær en Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra fyrirskipaði að fresta ætti flutningi hans. Það gerði hún að beiðni Guðmundar Ingi Guðbrandssonar, félags- og vinnumarkaðsráðherra og formanni VG. Jafnvel hættulegt að flytja Yazan núna Stefán Már Gunnlaugsson formaður Duchenne á Íslandi segir hættulegt fyrir Yazan að ferðast til Spánar. „Yazan á heima hér,“ segir Stefán Már spurður um kröfu mótmælenda. Að hann fái að vera hér, eiga heima hér og fá þjónustu hér. „Það verður rof á þjónustu ef hann verður fluttur til Spánar,“ segir Stefán og að það rof gæti varað í allt að nokkra mánuði. Fyrir barn í hans stöðu, með alvarlegan vöðvarýrnunarsjúkdóm, sé það jafnvel hættulegt. Hvað varðar þjónustuna sem Yazan þarf á Spáni segir Stefán allt líta vel út á blaði. Staðan sé samt sú að Yazan og fjölskylda hans eru ekki með alþjóðlega vernd þar heldur eiga eftir að fara í gegnum umsóknarferlið þar. Um tvö hundruð manns mótmæla við Hverfisgötu þar sem ríkisstjórnin fundar núna. Mál Yazans er eitt þeirra sem er á dagskrá. Stefán segir mál hans snerta okkur öll. Fólk vilji meiri mannúð en samt reki kerfið 11 ára dreng í hjólastól úr landi. „Við viljum þetta ekki,“ segir Stefán. Sólveig Arnarsdóttir leikkona er ein þeirra sem mótmælir við Hverfisgötuna. Hún segir íslenskum stjórnvöldum ekki skylt að senda Yazan til Spánar. Dyflinnarreglugerðin sé viðmið en ekki lög. Hún segir Yazan andlega og líkamlega kominn að þolmörkum sínum en eins og fram hefur komið er Yazan með Duchenne-heilkennið. „Hann á heima hér og hér á hann að vera,“ segir Sólveig í samtali við fréttamann okkar á staðnum. Askur Hrafn Hannesson aðgerðarsinni er meðal mótmælenda fyrir utan ríkisstjórnarfund. Kröfurnar eru þær að Yazan og fjölskylda fái alþjóðlega vernd. „Ég held að alþjóð ætti að vita núna að það bíður þeirra ekkert á Spáni. Þau eru ekki með dvalarleyfi og vegabréfsáritunin þeirra þar rennur út efitt 20 daga. Þau munu ekki hafa aðgang að aviðeigandi læknisþjónustu,“ segir Askur og það hafi verið færð rök fyrir því, af læknum, að brottvísunin muni stytta líf hans. Meðalaldur þeirra sem ekki fái þjónustu sé 19 ár. Askur segir að ríkisstjórnin eigi að axla ábyrgð á þessu. Hann segir mótmælendur nota söng til að reyna að ná til ríkisstjórnarinnar en mótmælendur hafa sungið Vikivaka, Smávini fagra, Myndina hennar Lísu og Maístjörnuna. Þess á milli hrópa þau „Yazan á heima hér. Öll börn eru okkar börn,“ hrópa mótmælendur fyrir utan fund ríkisstjórnarinnar. Bein útsending frá mótmælum Bein útsending er frá fundi ríkisstjórnarinnar og hægt að fylgjast með hér að neðan. Berghildur Erla Bernharðsdóttir fréttamaður Stöðvar 2 er á staðnum og tekur mótmælendur tali.
Mál Yazans Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Tengdar fréttir Hundruð mótmæla brottvísun Yazan Um tvö hundrað manns mótmæla fyrirhuguðum brottflutningi Yazan Tamini, ellefu ára langveiks drengs frá Palestínu, við Hverfisgötu. Ríkisstjórnin fundar þar núna í morgunsárið á sínum reglulega þriðjudagsfundi og er mál Yazans eitt þeirra sem er á dagskrá fundarins. Búið er að loka Hverfisgötunni við Lækjargötu vegna mótmælanna. 17. september 2024 08:24 Viðurkennir að hafa ekki haft heimild til að stíga inn Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra kveðst ekki hafa haft lagaheimild til þess að stíga inn í mál Yazans Tamimi, ellefu ára langveiks drengs frá Palestínu, sem til stóð að vísa úr landi í morgun. Frá því var horfið þegar Guðrún fyrirskipaði að brottvísun hans yrði frestað, að ósk Guðmundar Inga Guðbrandssonar félagsmálaráðherra. 16. september 2024 23:50 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Sjá meira
Hundruð mótmæla brottvísun Yazan Um tvö hundrað manns mótmæla fyrirhuguðum brottflutningi Yazan Tamini, ellefu ára langveiks drengs frá Palestínu, við Hverfisgötu. Ríkisstjórnin fundar þar núna í morgunsárið á sínum reglulega þriðjudagsfundi og er mál Yazans eitt þeirra sem er á dagskrá fundarins. Búið er að loka Hverfisgötunni við Lækjargötu vegna mótmælanna. 17. september 2024 08:24
Viðurkennir að hafa ekki haft heimild til að stíga inn Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra kveðst ekki hafa haft lagaheimild til þess að stíga inn í mál Yazans Tamimi, ellefu ára langveiks drengs frá Palestínu, sem til stóð að vísa úr landi í morgun. Frá því var horfið þegar Guðrún fyrirskipaði að brottvísun hans yrði frestað, að ósk Guðmundar Inga Guðbrandssonar félagsmálaráðherra. 16. september 2024 23:50