Furða sig á harkalegum aðgerðum yfirvalda Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 16. september 2024 19:22 Kristbjörg Anna Elínardóttir Þorvaldsdóttir, Mohsen Tamimi og Albert Björn Lúðvíksson segja yfirvöld hafa beitt of hörkulegum aðgerðum við brottvísun langveiks drengs úr landi. Föður hans er brugðið. Vísir/Bjarni Faðir langveiks drengs frá Palestínu sem var vísað af landi brott í gærkvöldi segir fjölskylduna skelfingu lostna eftir harkalegar aðgerðir lögreglu. Sonur hans hafi ásamt móður verið handtekinn á sjúkrabeði. Þá hafi hann meiðst þegar menn með lambúshettur brutust inn til hans í nótt og handtóku. Lögregla handtók Yazan Tamimi ellefu ára langveikan dreng frá Palestínu í Rjóðrinu hvíldar-og endurhæfingardeild Landspítalans í gærkvöld ásamt móður hans. En kærunefnd útlendingamála vísaði máli þeirra frá fyrir nokkru og hefur brottvísun þeirra verið yfirvofandi undanfarnar vikur. Lambúshettur og innbrot Mohsen Tamimi, faðir Yazans var á svipuðum tíma staddur í íbúð sem fjölskyldan hefur haft til umráða. Hann segist hafa verið að sækja sér vatn fyrir svefninn þegar hann heyrði þrusk. Andartaki síðar hafi verið barið í útidyrahurðina og hópur manna með lambúshettur brotið sér leið inn í íbúðina. Þeir hafi skipað honum að leggjast í gólfið og einn þeirra hafi sett hnéð harkalega í bakið á honum með afleiðingum að hann sé nú með brjóstverk. Mohsen Tamimi leitaði á Landspítala vegna brjóstverkjar í dag. Hann furðar sig á hörkunni. „Ég skrapp inn í eldhús til að fá mér vatn og var í svefnrofunum þegar ég heyrði þrusk fyrir utan útidyrahurðina. Skömmu síðar var barið nokkrum sinnum á hurðina sem gaf sig að lokum og inn æddu svona tíu einstaklingar með lambúshettur. Mér brá svakalega því þeir voru ekki í einkennisbúningum þannig að ég áttaði mig ekki strax á því að þeir væru lögreglumenn. Ég velti núna fyrir mér af hverju lögreglan ræddi ekki bara við mig í rólegheitum um hvað stæði til. Af hverju þurftu þeir að handtaka son minn þar sem hann lá í hvíldarinnlögn í Rjóðrinu?“ spyr Mohsen Tamimi. Lögreglan braut sér inn í íbúð Mohsen Tamimi í gærkvöld.Vísir/Bjarni Forkastanleg vinnubrögð Fjölskyldan var svo flutt á Keflavíkurflugvöll þar sem þau biðu í átta tíma eftir flugi. Albert Björn Lúðviksson Lögmaður fjölskyldunnar gagnrýnir harðlega framgöngu yfirvalda, „Það er náttúrulega forkastanlegt að Yazan Tamimi hafi þurfi að bíða í lokuðu herbergi í átta klukkutíma áður en hann fer í svona för. Svo er hætt við þetta og þá átti að flytja hann aftur í Rjóðrið en það var hætt við það eftir að lögregla sá fréttafólk fyrir utan og farið var með hann á Barnaspítala Hringsins. Þessi málsmeðferð og þessi harðneskjulega meðferð í nótt kom okkur mjög á óvart,“ segir Albert. Grétu á flugvellinum Á meðan fjölskyldan beið út á Keflavíkurflugvelli í nótt, mótmæltu stuðningsmenn hennar á vellinum. Kristbjörgu Önnu Elínar og Þorvaldsdóttur talskonu þeirra er brugðið. Við erum í rosa miklu sjokki yfir þessu. Ég veit eiginlega ekki enn þá hvað er í gangi. Ég er ekki búin að sofa neitt. Við vorum öll hágrátandi á flugvellinum. Þetta er búið að vera rosalegt sjokk,“ segir hún. Fljúga átti með fjölskylduna til Barcelóna á Spáni í morgun en rétt áður en til þess kom ákvað dómsmálaráðherra að fresta ákvörðuninni. Það var eftir að Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags-og vinnumarkaðsráðherra óskaði eftir því að málið yrði rætt í ríkisstjórn. Dómsmálaráðherra hefur hins vegar lýst því yfir að brottvísuninni hafi aðeins verið frestað. Hælisleitendur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Sjá meira
Lögregla handtók Yazan Tamimi ellefu ára langveikan dreng frá Palestínu í Rjóðrinu hvíldar-og endurhæfingardeild Landspítalans í gærkvöld ásamt móður hans. En kærunefnd útlendingamála vísaði máli þeirra frá fyrir nokkru og hefur brottvísun þeirra verið yfirvofandi undanfarnar vikur. Lambúshettur og innbrot Mohsen Tamimi, faðir Yazans var á svipuðum tíma staddur í íbúð sem fjölskyldan hefur haft til umráða. Hann segist hafa verið að sækja sér vatn fyrir svefninn þegar hann heyrði þrusk. Andartaki síðar hafi verið barið í útidyrahurðina og hópur manna með lambúshettur brotið sér leið inn í íbúðina. Þeir hafi skipað honum að leggjast í gólfið og einn þeirra hafi sett hnéð harkalega í bakið á honum með afleiðingum að hann sé nú með brjóstverk. Mohsen Tamimi leitaði á Landspítala vegna brjóstverkjar í dag. Hann furðar sig á hörkunni. „Ég skrapp inn í eldhús til að fá mér vatn og var í svefnrofunum þegar ég heyrði þrusk fyrir utan útidyrahurðina. Skömmu síðar var barið nokkrum sinnum á hurðina sem gaf sig að lokum og inn æddu svona tíu einstaklingar með lambúshettur. Mér brá svakalega því þeir voru ekki í einkennisbúningum þannig að ég áttaði mig ekki strax á því að þeir væru lögreglumenn. Ég velti núna fyrir mér af hverju lögreglan ræddi ekki bara við mig í rólegheitum um hvað stæði til. Af hverju þurftu þeir að handtaka son minn þar sem hann lá í hvíldarinnlögn í Rjóðrinu?“ spyr Mohsen Tamimi. Lögreglan braut sér inn í íbúð Mohsen Tamimi í gærkvöld.Vísir/Bjarni Forkastanleg vinnubrögð Fjölskyldan var svo flutt á Keflavíkurflugvöll þar sem þau biðu í átta tíma eftir flugi. Albert Björn Lúðviksson Lögmaður fjölskyldunnar gagnrýnir harðlega framgöngu yfirvalda, „Það er náttúrulega forkastanlegt að Yazan Tamimi hafi þurfi að bíða í lokuðu herbergi í átta klukkutíma áður en hann fer í svona för. Svo er hætt við þetta og þá átti að flytja hann aftur í Rjóðrið en það var hætt við það eftir að lögregla sá fréttafólk fyrir utan og farið var með hann á Barnaspítala Hringsins. Þessi málsmeðferð og þessi harðneskjulega meðferð í nótt kom okkur mjög á óvart,“ segir Albert. Grétu á flugvellinum Á meðan fjölskyldan beið út á Keflavíkurflugvelli í nótt, mótmæltu stuðningsmenn hennar á vellinum. Kristbjörgu Önnu Elínar og Þorvaldsdóttur talskonu þeirra er brugðið. Við erum í rosa miklu sjokki yfir þessu. Ég veit eiginlega ekki enn þá hvað er í gangi. Ég er ekki búin að sofa neitt. Við vorum öll hágrátandi á flugvellinum. Þetta er búið að vera rosalegt sjokk,“ segir hún. Fljúga átti með fjölskylduna til Barcelóna á Spáni í morgun en rétt áður en til þess kom ákvað dómsmálaráðherra að fresta ákvörðuninni. Það var eftir að Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags-og vinnumarkaðsráðherra óskaði eftir því að málið yrði rætt í ríkisstjórn. Dómsmálaráðherra hefur hins vegar lýst því yfir að brottvísuninni hafi aðeins verið frestað.
Hælisleitendur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Sjá meira