Faðirinn í Krýsuvík hefur komið við sögu lögreglu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. september 2024 14:52 Viðbúið er að lögregla fari fram á gæsluvarðhald yfir föðurnum síðdegis í dag. Það þarf að gera innan sólarhrings frá handtöku ef halda á grunuðum lengur bak við lás og slá í þágu rannsóknar máls. Vísir/Vilhelm Karlmaður í haldi lögreglu vegna gruns um að hafa orðið ungri dóttur sinni að bana hefur bæði hlotið þungan dóm fyrir fíkniefnainnflutning og kannabisræktun. Karlmaðurinn er á fimmtugsaldri. Það var um kvöldmatarleytið í gærkvöldi sem lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning frá manni nærri Kleifarvatni við Krýsuvíkurveg. RÚV segir unga dóttur mannsins hafa fundist látna á vettvangi. Samkvæmt heimildum fréttastofu er faðirinn grunaður um að hafa banað dóttur sinni. Í tilkynningu lögreglu í morgun kom fram að andlát stúlku á grunnskólaaldri væri til rannsóknar. Tilkynnt hefði verið um málið um kvöldmatarleytið í gær og einn verið handtekinn. Grímur Grímsson yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu sagði rannsókn á frumstigi og ekki unnt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu. Lögregla má halda einstaklingi í sólarhring en til að fara umfram þann tíma þarf að fá kröfu um gæsluvarðhald samþykkta hjá dómara. Karlmaðurinn sem grunaður er um verknaðinn hefur komið við sögu lögreglu. Fyrir hálfum öðrum áratug var hann dæmdur í tæplega fjögurra ára fangelsi fyrir innflutning á umtalsverðu magni á fíkniefnum. Hann bar fyrir dómi að hafa neyðst til að fara í ferðina sem burðardýr vegna alvarlegra hótana í garð fjölskyldumeðlims. Faðirinn var þá tæplega þrítugur og hafði ekki áður komist í kast við lögin. Rúmum áratug síðar var karlmaðurinn dæmdur í skilorðsbundið fangelsi eftir að hafa verið gripinn með kannabisplöntur og maríjúana á heimili sínu í Reykjavík. Hann játaði brot sitt skýlaust. Veistu meira um málið? Fréttastofa tekur við ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Lögreglumál Grunaður um að hafa myrt dóttur sína Tengdar fréttir Íslenskur faðir grunaður um að hafa banað dóttur sinni Karlmaður sem var handtekinn í gærkvöldi grunaður um að hafa orðið ungri stúlku að bana er faðir stúlkunnar. Þetta herma heimildir fréttastofu. Faðirinn var handtekinn í Krýsuvík um kvöldmatarleytið í gærkvöldi. 16. september 2024 11:44 Grunaður um að hafa orðið stúlku á grunnskólaaldri að bana Karlmaður er í haldi lögreglu grunaður um að hafa orðið stúlku að bana. Stúlkan var á grunnskólaaldri samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Karlmaðurinn var handtekinn í Krýsuvík um kvöldmatarleytið í gær. 16. september 2024 09:46 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Það var um kvöldmatarleytið í gærkvöldi sem lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning frá manni nærri Kleifarvatni við Krýsuvíkurveg. RÚV segir unga dóttur mannsins hafa fundist látna á vettvangi. Samkvæmt heimildum fréttastofu er faðirinn grunaður um að hafa banað dóttur sinni. Í tilkynningu lögreglu í morgun kom fram að andlát stúlku á grunnskólaaldri væri til rannsóknar. Tilkynnt hefði verið um málið um kvöldmatarleytið í gær og einn verið handtekinn. Grímur Grímsson yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu sagði rannsókn á frumstigi og ekki unnt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu. Lögregla má halda einstaklingi í sólarhring en til að fara umfram þann tíma þarf að fá kröfu um gæsluvarðhald samþykkta hjá dómara. Karlmaðurinn sem grunaður er um verknaðinn hefur komið við sögu lögreglu. Fyrir hálfum öðrum áratug var hann dæmdur í tæplega fjögurra ára fangelsi fyrir innflutning á umtalsverðu magni á fíkniefnum. Hann bar fyrir dómi að hafa neyðst til að fara í ferðina sem burðardýr vegna alvarlegra hótana í garð fjölskyldumeðlims. Faðirinn var þá tæplega þrítugur og hafði ekki áður komist í kast við lögin. Rúmum áratug síðar var karlmaðurinn dæmdur í skilorðsbundið fangelsi eftir að hafa verið gripinn með kannabisplöntur og maríjúana á heimili sínu í Reykjavík. Hann játaði brot sitt skýlaust. Veistu meira um málið? Fréttastofa tekur við ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Veistu meira um málið? Fréttastofa tekur við ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Lögreglumál Grunaður um að hafa myrt dóttur sína Tengdar fréttir Íslenskur faðir grunaður um að hafa banað dóttur sinni Karlmaður sem var handtekinn í gærkvöldi grunaður um að hafa orðið ungri stúlku að bana er faðir stúlkunnar. Þetta herma heimildir fréttastofu. Faðirinn var handtekinn í Krýsuvík um kvöldmatarleytið í gærkvöldi. 16. september 2024 11:44 Grunaður um að hafa orðið stúlku á grunnskólaaldri að bana Karlmaður er í haldi lögreglu grunaður um að hafa orðið stúlku að bana. Stúlkan var á grunnskólaaldri samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Karlmaðurinn var handtekinn í Krýsuvík um kvöldmatarleytið í gær. 16. september 2024 09:46 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Íslenskur faðir grunaður um að hafa banað dóttur sinni Karlmaður sem var handtekinn í gærkvöldi grunaður um að hafa orðið ungri stúlku að bana er faðir stúlkunnar. Þetta herma heimildir fréttastofu. Faðirinn var handtekinn í Krýsuvík um kvöldmatarleytið í gærkvöldi. 16. september 2024 11:44
Grunaður um að hafa orðið stúlku á grunnskólaaldri að bana Karlmaður er í haldi lögreglu grunaður um að hafa orðið stúlku að bana. Stúlkan var á grunnskólaaldri samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Karlmaðurinn var handtekinn í Krýsuvík um kvöldmatarleytið í gær. 16. september 2024 09:46