Ekki séð eiginkonuna síðan tveimur vikum eftir giftingu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. september 2024 14:14 Konurnar giftu sig hjá sýslumanni þann 8. desember 2022. Viku síðar var sótt um dvalarleyfi fyrir nýju eiginkonuna. Tveimur vikum síðar var hún farin úr landi. Vísir/Vilhelm Kona á fertugsaldri hefur höfðað mál á hendur annarri konu níu árum yngri þess efnis að henni verði veittur lögskilnaður. Hún segir konuna hafa gift sér til málamynda til að geta dvalið í Evrópu án vandræða. Konurnar eru báðar af kólumbísku bergi brotnar. Í stefnu konunnar sem er búsett hér á landi og telur á sér brotið kemur fram að hún hafi öðlast íslenskan ríkisborgararétt árið 2016. Þá eigi hún barn úr fyrra sambandi sem sé einnig íslenskur ríkisborgari. Farin úr landi tveimur vikum eftir giftingu Hún segist hafa kynnst konunni þegar hún var í heimsókn í heimalandinu og haldið sambandi í framhaldinu. Hún hafi orðið ástfangin og þær ákveðið árið 2022 að gifta sig. Þann 8. desember sama ár gengu þær á fund sýslumanns á höfuðborgarsvæðinu og létu pússa sig saman. Viku síðar sóttu þær um dvalarleyfi fyrir nýju eiginkonuna og var henni veitt heimild til að dvelja á Íslandi á meðan umsóknin væri í vinnslu. Skömmu síðar komst konan að því að nýja eiginkonan hefði verið henni ótrú. Hún væri að hitta annan aðila og halda framhjá henni. Í lok desember hafi nýja eiginkonan haldið af landi brott án þess að láta vita. Konan segir móður sína hafa fengið þau skilaboð frá nýju eiginkonunni að hún ætlaði til Spánar og svo aftur til Kólumbíu. Hún telur að hjónabandið hafi aðeins verið til málamynda til að geta dvalið í Evrópu. Ekkert gengið að birta konunni stefnu Nú séu liðin tæp tvö ár þar sem hún hafi ekkert heyrt frá eiginkonu sinni þrátt fyrir tilraunir til að ganga frá skilnaði. Hún hafi enga hugmynd hvar hún sé stödd eða eigi heimili. Hún neyðist því til að höfða mál til að fá skilnað í gegn. Hún bætir við að hafa gert tilraun til að fá stefnuna birta á heimilisfangi þar sem eiginkonan bjó áður í Kólumbíu þegar þær kynntust. Þá hjálpi ekki til að kólumbíska ríkið haldi ekki þjóðskrá og því ekki unnt að fá liðsinni þaðan. Hún hafi því að endingu neyðst til að birta stefnuna í Lögbirtingablaðinu. Málið verður þingfest þann 5. nóvember. Fjölskyldumál Kólumbía Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira
Konurnar eru báðar af kólumbísku bergi brotnar. Í stefnu konunnar sem er búsett hér á landi og telur á sér brotið kemur fram að hún hafi öðlast íslenskan ríkisborgararétt árið 2016. Þá eigi hún barn úr fyrra sambandi sem sé einnig íslenskur ríkisborgari. Farin úr landi tveimur vikum eftir giftingu Hún segist hafa kynnst konunni þegar hún var í heimsókn í heimalandinu og haldið sambandi í framhaldinu. Hún hafi orðið ástfangin og þær ákveðið árið 2022 að gifta sig. Þann 8. desember sama ár gengu þær á fund sýslumanns á höfuðborgarsvæðinu og létu pússa sig saman. Viku síðar sóttu þær um dvalarleyfi fyrir nýju eiginkonuna og var henni veitt heimild til að dvelja á Íslandi á meðan umsóknin væri í vinnslu. Skömmu síðar komst konan að því að nýja eiginkonan hefði verið henni ótrú. Hún væri að hitta annan aðila og halda framhjá henni. Í lok desember hafi nýja eiginkonan haldið af landi brott án þess að láta vita. Konan segir móður sína hafa fengið þau skilaboð frá nýju eiginkonunni að hún ætlaði til Spánar og svo aftur til Kólumbíu. Hún telur að hjónabandið hafi aðeins verið til málamynda til að geta dvalið í Evrópu. Ekkert gengið að birta konunni stefnu Nú séu liðin tæp tvö ár þar sem hún hafi ekkert heyrt frá eiginkonu sinni þrátt fyrir tilraunir til að ganga frá skilnaði. Hún hafi enga hugmynd hvar hún sé stödd eða eigi heimili. Hún neyðist því til að höfða mál til að fá skilnað í gegn. Hún bætir við að hafa gert tilraun til að fá stefnuna birta á heimilisfangi þar sem eiginkonan bjó áður í Kólumbíu þegar þær kynntust. Þá hjálpi ekki til að kólumbíska ríkið haldi ekki þjóðskrá og því ekki unnt að fá liðsinni þaðan. Hún hafi því að endingu neyðst til að birta stefnuna í Lögbirtingablaðinu. Málið verður þingfest þann 5. nóvember.
Fjölskyldumál Kólumbía Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira