Laus við veikindin og klár í slaginn Valur Páll Eiríksson skrifar 16. september 2024 13:12 Gylfi Þór mun spila gegn KR í kvöld. vísir/Diego Gylfi Þór Sigurðsson hefur æft af krafti með Valsmönnum eftir nýafstaðið landsleikjahlé og veikindi sem hann glímdi við aftra honum ekki frá því að spila við KR að Hlíðarenda í kvöld. Gylfi Þór var að glíma við magapest í kringum landsleiki Íslands við Svartfjallaland og Tyrkland en hann byrjaði þó báða leikina. Talið er að allt að 15 leikmenn hafi lent í svipuðum veikindum í kjölfar leikjanna tveggja. Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals, staðfestir í samtali við íþróttadeild Vísis að Gylfi sé stálsleginn og spili með Val í kvöld. „Já hann er klár í slaginn. Hann hefur æft alla daga frá því að hann kom frá landsliðinu. Það er ekkert vesen á honum. Hann er klár,“ segir Túfa, eins og hann er gjarnan kallaður. Hann segir menn spennta að snúa aftur eftir landsleikjahlé en töluvert lengra er síðan að Valur spilaði leik heldur en KR. KR-ingar spiluðu frestaðan leik við Víking á föstudagskvöldið og töpuðu þar 3-0. Túfa segir spennu fyrir leiknum. „Við hlökkum til að fá fyrsta leikinn í einhverjar tvær vikur. Það er spennandi að mæta KR á Hlíðarenda og þetta er mikilvægur leikur fyrir okkur Valsara og okkar stuðningsmenn. Tilfinningin er góð og við hlökkum til kvöldsins,“ segir Túfa. Srdjan Tufegdzic (Túfa) segir spennu fyrir kvöldinu.Vísir/Ívar Ávallt sé meiri spenna fyrir leik þessara fornu fjenda. „Ég held það skipti engu máli hvar liðin eru í töflunni þegar þessi lið mætast. Bæði lið eru ákveðin í að vinna þennan leik í kvöld. Það er mikilvægt fyrir okkur að fá þrjá punkta í Evrópubaráttunni en líka mikilvægt fyrir klúbbinn og stuðningsmenn að gera vel gegn KR,“ segir Túfa. Leikur Vals og KR hefst klukkan 19:15 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Stúkan gerir upp alla 22. umferðina í Bestu deild karla beint í kjölfarið. Fylkir og Víkingur mætast einnig klukkan 19:15 og sýnt beint frá þeim leik á Stöð 2 Sport 5. Besta deild karla Valur KR Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira
Gylfi Þór var að glíma við magapest í kringum landsleiki Íslands við Svartfjallaland og Tyrkland en hann byrjaði þó báða leikina. Talið er að allt að 15 leikmenn hafi lent í svipuðum veikindum í kjölfar leikjanna tveggja. Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals, staðfestir í samtali við íþróttadeild Vísis að Gylfi sé stálsleginn og spili með Val í kvöld. „Já hann er klár í slaginn. Hann hefur æft alla daga frá því að hann kom frá landsliðinu. Það er ekkert vesen á honum. Hann er klár,“ segir Túfa, eins og hann er gjarnan kallaður. Hann segir menn spennta að snúa aftur eftir landsleikjahlé en töluvert lengra er síðan að Valur spilaði leik heldur en KR. KR-ingar spiluðu frestaðan leik við Víking á föstudagskvöldið og töpuðu þar 3-0. Túfa segir spennu fyrir leiknum. „Við hlökkum til að fá fyrsta leikinn í einhverjar tvær vikur. Það er spennandi að mæta KR á Hlíðarenda og þetta er mikilvægur leikur fyrir okkur Valsara og okkar stuðningsmenn. Tilfinningin er góð og við hlökkum til kvöldsins,“ segir Túfa. Srdjan Tufegdzic (Túfa) segir spennu fyrir kvöldinu.Vísir/Ívar Ávallt sé meiri spenna fyrir leik þessara fornu fjenda. „Ég held það skipti engu máli hvar liðin eru í töflunni þegar þessi lið mætast. Bæði lið eru ákveðin í að vinna þennan leik í kvöld. Það er mikilvægt fyrir okkur að fá þrjá punkta í Evrópubaráttunni en líka mikilvægt fyrir klúbbinn og stuðningsmenn að gera vel gegn KR,“ segir Túfa. Leikur Vals og KR hefst klukkan 19:15 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Stúkan gerir upp alla 22. umferðina í Bestu deild karla beint í kjölfarið. Fylkir og Víkingur mætast einnig klukkan 19:15 og sýnt beint frá þeim leik á Stöð 2 Sport 5.
Besta deild karla Valur KR Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira