Jóhann Óli hlýtur Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Atli Ísleifsson skrifar 16. september 2024 12:19 Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, veitir Jóhanni Óla Hilmarssyni Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti. Stjr Jóhann Óli Hilmarsson, fuglavísindamaður og fuglaljósmyndari, hlaut í dag Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, afhenti Jóhanni Óla viðurkenninguna á Degi íslenskrar náttúru, en þetta er í fimmtánda sinn sem náttúruverndarviðurkenningin er afhent. Í tilkynningu frá ráðuneytinu kemur fram að Jóhann Óli sé meðal helstu fuglavísindamanna og fuglaljósmyndara landsins. „Hann var um árabil formaður Fuglaverndar og ljósmyndir hans hafa birst víða um heim. Hann er höfundur bókanna Lundinn og Íslenskur fuglavísir, sem hafa komið út í yfir 40.000 eintökum víða um heim. Auk þess hefur birst eftir hann fjöldi greina í blöðum og tímaritum. Þá hefur Jóhann Óli hefur barist ötullega fyrir friðun og endurheimt votlendis og átti stóran þátt í því að Friðland í Flóa varð að veruleika. Sá vettvangur hefur m.a. auðveldað almenningi að kynnast fuglum í sínum náttúrulegum heimkynnum. Jóhann Óli hefur frá unga aldri haft mikinn áhuga á fuglalífi og er sjálfmenntaður en öflugur fuglafræðingur. Þá hefur hann verið laginn við að mynda fugla og hafa myndir hans farið víða um heim. Hann sat í stjórn Fuglaverndar um áratuga skeið, var formaður félagsins í vel yfir 20 ár og hefur átt stóran þátt í að gera Fuglavernd að því öfluga náttúruverndarfélagi sem það er í dag. Síðastliðinn 10-15 ár hefur Jóhann Óli starfað við fuglaleiðsögn fyrir íslenska og erlenda fuglaáhugamenn. Er hann gagnkunnur landinu og hefur auk þess farið með hópa í fuglaskoðunarferðir til Evrópu og Austurlanda, sem og ferðast vítt og breitt um heiminn á eigin vegum til að skoða fugla,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Guðlaugi Þór Þórðarsyni, umhverfis-, orku og loftslagsráðherra, að það sé sér ánægjuefni að afhenda Jóhanni Óla Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti. „Jóhann Óli er vel þekktur meðal almennings sem einn okkar helsti fræðari og sérfræðingur um allt sem viðkemur fuglum og fuglalífi. Í ljósi þess að á Íslandi eru fjölmörg alþjóðlega mikilvæg fuglasvæði, þar sem fuglar m.a. koma til vetrardvalar og til að verpa, er mikilvægt fyrir okkur Íslendinga að eiga fólk sem af hugsjón og ástríðu fylgist með fuglunum og fræðir okkur hin um þá,“ segir Guðlaugur Þór. Umhverfismál Fuglar Ljósmyndun Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, afhenti Jóhanni Óla viðurkenninguna á Degi íslenskrar náttúru, en þetta er í fimmtánda sinn sem náttúruverndarviðurkenningin er afhent. Í tilkynningu frá ráðuneytinu kemur fram að Jóhann Óli sé meðal helstu fuglavísindamanna og fuglaljósmyndara landsins. „Hann var um árabil formaður Fuglaverndar og ljósmyndir hans hafa birst víða um heim. Hann er höfundur bókanna Lundinn og Íslenskur fuglavísir, sem hafa komið út í yfir 40.000 eintökum víða um heim. Auk þess hefur birst eftir hann fjöldi greina í blöðum og tímaritum. Þá hefur Jóhann Óli hefur barist ötullega fyrir friðun og endurheimt votlendis og átti stóran þátt í því að Friðland í Flóa varð að veruleika. Sá vettvangur hefur m.a. auðveldað almenningi að kynnast fuglum í sínum náttúrulegum heimkynnum. Jóhann Óli hefur frá unga aldri haft mikinn áhuga á fuglalífi og er sjálfmenntaður en öflugur fuglafræðingur. Þá hefur hann verið laginn við að mynda fugla og hafa myndir hans farið víða um heim. Hann sat í stjórn Fuglaverndar um áratuga skeið, var formaður félagsins í vel yfir 20 ár og hefur átt stóran þátt í að gera Fuglavernd að því öfluga náttúruverndarfélagi sem það er í dag. Síðastliðinn 10-15 ár hefur Jóhann Óli starfað við fuglaleiðsögn fyrir íslenska og erlenda fuglaáhugamenn. Er hann gagnkunnur landinu og hefur auk þess farið með hópa í fuglaskoðunarferðir til Evrópu og Austurlanda, sem og ferðast vítt og breitt um heiminn á eigin vegum til að skoða fugla,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Guðlaugi Þór Þórðarsyni, umhverfis-, orku og loftslagsráðherra, að það sé sér ánægjuefni að afhenda Jóhanni Óla Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti. „Jóhann Óli er vel þekktur meðal almennings sem einn okkar helsti fræðari og sérfræðingur um allt sem viðkemur fuglum og fuglalífi. Í ljósi þess að á Íslandi eru fjölmörg alþjóðlega mikilvæg fuglasvæði, þar sem fuglar m.a. koma til vetrardvalar og til að verpa, er mikilvægt fyrir okkur Íslendinga að eiga fólk sem af hugsjón og ástríðu fylgist með fuglunum og fræðir okkur hin um þá,“ segir Guðlaugur Þór.
Umhverfismál Fuglar Ljósmyndun Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Sjá meira