„Þetta er ekki bara pjatt“: Segir eftirlits þörf með gráum markaði með snyrtivörur Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. september 2024 10:59 „Við notum öll snyrtivörur. Þetta er ekki bara pjatt og ekki bara fyrir konur,“ segir Karin. Svartur markaður með vörur einkennist af því að fólk veit að það er að versla falsaða vöru, hvort sem það gerir það í gegnum netið eða á mörkuðum til að mynda. „Grái markaðurinn hins vegar, hann er flóknari, vegna þess að þú veist ekkert hvaðan varan kemur,“ útskýrir Karin Kristjana Hindborg, eigandi snyrtivöruverslunarinnar Nola, sem var til viðtals í Bítinu í morgun. Umræddar vörur geti verið alvöru, geti verið „feik“, en það sé ómögulegt fyrir neytandann að vita. „Hún getur verið alvöru en úrelt, þú veist útrunnin, hún getur verið gömul, gölluð. Verið búin að standa úti á plani í sól eða frosti í einhverjar vikur eða hreinlega stolin varningur,“ segir Karin. „Já,“ svarar hún afdráttarlaust, spurð að því hvort svona tíðkist á Íslandi. „Þetta er rosalega algengt.“ Karin bendir á að fjöldi vara falli undir flokkinn „snyrtivörur“, til að mynda tannkrem, svitalyktareyðir og handsápa.Getty Karin segir vörur „á gráa markaðnum“ að finna í hefðbundnum verslunum og netverslunum. Verslunareigendur eigi að gera sér grein fyrir því hvaðan vörurnar eru að koma. Á snyrtivörumarkaðnum séu þrír risar; L´Oreal, Estée Lauder og Unilever, og þeir eigi langflest vinsælustu merkin. „Svo er að koma mikið af ungum, sjálfstæðum merkjum sem ég er til dæmis að selja og þetta er bara ákveðinn „prósess“ sem þú þarft að fara í gegnum. Og þú þarft að kaupa frá framleiðandanum, birgjanum, eða fara í gegnum einhvern viðurkenndan dreifingaraðila. Til dæmis eitt merkið sem ég er með; Anastasia Beverly Hills, sem er mjög stórt og frægt merki. Það er bara amerískt merki en ég þarf að kaupa það frá Svíþjóð, vegna þess að þar er vöruhús og umboðsaðili sem sér bara um dreifingu á öllum Norðurlöndunum.“ Verið að kaupa vörur úr gámum Karin segir það skekkja samkeppnisstöðuna þegar aðrir séu að kaupa vörur bara einhvers staðar frá. Hún sé til dæmis sú eina sem sé með leyfi til að selja Anastasia Beverly Hills á Íslandi en vörurnar sé engu að síður hægt að fá annars staðar hérlendis. „Og hvorki dreifingaraðilinn, sem sér um Norðurlöndin, eða framleiðandinn hafa hugmynd um hvaðan þessi verslun fær þessar vörur,“ útskýrir Karin. Hún kallar eftir meira eftirliti og lagaramma. „Við notum öll snyrtivörur. Þetta er ekki bara pjatt og ekki bara fyrir konur. Snyrtivörur eru til dæmis tannkrem, svitalyktareyðir, sjampó, handsápa. Og þetta er eitthvað sem við setjum á húðina, sem er stærsta líffærið okkar og fer út í blóðið. Þetta fer í augun, slímhúðina...“ Karin segir það geta verið erfitt fyrir neytendur að átta sig á því hvort vara er upprunaleg eða á gráu svæði. Hún segist myndu vilja sjá aðila sem hefði eftirlit með þeim sem flyttu inn snyrtivörur, matvörur og annað slíkt og kannaði hvaðan vörurnar væru að koma. „Ég sendi sjálf tölvupósta á vörumerki og spyr bara; er þessi verslun á ykkar vegum? Eru þetta vörur frá ykkur eða eruð þið með verslun á Íslandi eða dreifingaraðila? Og ég fæ bara blákalt „Nei, við erum ekki með neinn á Norðurlöndunum. Eða neinn á Íslandi.““ Karin segir rauða þráðinn þann að það sé alltaf einhver sem sé að græða á hinum gráa markaði. „Það er bara verið að reyna að græða peninga. Kaupa úr einhverjum gámum, sem er þá miklu ódýrara og jafnvel bara þýfi. Og sendingar til mín hafa týnst... og hvert fer sá varningur?“ Aðspurð játar Karin því að vera svolítið ein í baráttunni; hún sé búin að tala við marga í bransanum en fólk þori ekki að stíga fram og tjá sig. „Ég er til dæmis ekki að fara að nafngreina neinn því ég vil ekki lenda í vandræðum, ég vil ekki fá á mig lögsókn eða... Ég hef til dæmis, eins og ég sagði á mínu Instagrammi, fyrir tíu árum síðan þá byrjaði ég á þessu og ég fékk á mig handrukkara. Það er bara alls konar fólk í því að flytja inn snyrtivörur og það bara er ekkert eftirlit.“ Bítið Heilbrigðiseftirlit Verslun Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
„Grái markaðurinn hins vegar, hann er flóknari, vegna þess að þú veist ekkert hvaðan varan kemur,“ útskýrir Karin Kristjana Hindborg, eigandi snyrtivöruverslunarinnar Nola, sem var til viðtals í Bítinu í morgun. Umræddar vörur geti verið alvöru, geti verið „feik“, en það sé ómögulegt fyrir neytandann að vita. „Hún getur verið alvöru en úrelt, þú veist útrunnin, hún getur verið gömul, gölluð. Verið búin að standa úti á plani í sól eða frosti í einhverjar vikur eða hreinlega stolin varningur,“ segir Karin. „Já,“ svarar hún afdráttarlaust, spurð að því hvort svona tíðkist á Íslandi. „Þetta er rosalega algengt.“ Karin bendir á að fjöldi vara falli undir flokkinn „snyrtivörur“, til að mynda tannkrem, svitalyktareyðir og handsápa.Getty Karin segir vörur „á gráa markaðnum“ að finna í hefðbundnum verslunum og netverslunum. Verslunareigendur eigi að gera sér grein fyrir því hvaðan vörurnar eru að koma. Á snyrtivörumarkaðnum séu þrír risar; L´Oreal, Estée Lauder og Unilever, og þeir eigi langflest vinsælustu merkin. „Svo er að koma mikið af ungum, sjálfstæðum merkjum sem ég er til dæmis að selja og þetta er bara ákveðinn „prósess“ sem þú þarft að fara í gegnum. Og þú þarft að kaupa frá framleiðandanum, birgjanum, eða fara í gegnum einhvern viðurkenndan dreifingaraðila. Til dæmis eitt merkið sem ég er með; Anastasia Beverly Hills, sem er mjög stórt og frægt merki. Það er bara amerískt merki en ég þarf að kaupa það frá Svíþjóð, vegna þess að þar er vöruhús og umboðsaðili sem sér bara um dreifingu á öllum Norðurlöndunum.“ Verið að kaupa vörur úr gámum Karin segir það skekkja samkeppnisstöðuna þegar aðrir séu að kaupa vörur bara einhvers staðar frá. Hún sé til dæmis sú eina sem sé með leyfi til að selja Anastasia Beverly Hills á Íslandi en vörurnar sé engu að síður hægt að fá annars staðar hérlendis. „Og hvorki dreifingaraðilinn, sem sér um Norðurlöndin, eða framleiðandinn hafa hugmynd um hvaðan þessi verslun fær þessar vörur,“ útskýrir Karin. Hún kallar eftir meira eftirliti og lagaramma. „Við notum öll snyrtivörur. Þetta er ekki bara pjatt og ekki bara fyrir konur. Snyrtivörur eru til dæmis tannkrem, svitalyktareyðir, sjampó, handsápa. Og þetta er eitthvað sem við setjum á húðina, sem er stærsta líffærið okkar og fer út í blóðið. Þetta fer í augun, slímhúðina...“ Karin segir það geta verið erfitt fyrir neytendur að átta sig á því hvort vara er upprunaleg eða á gráu svæði. Hún segist myndu vilja sjá aðila sem hefði eftirlit með þeim sem flyttu inn snyrtivörur, matvörur og annað slíkt og kannaði hvaðan vörurnar væru að koma. „Ég sendi sjálf tölvupósta á vörumerki og spyr bara; er þessi verslun á ykkar vegum? Eru þetta vörur frá ykkur eða eruð þið með verslun á Íslandi eða dreifingaraðila? Og ég fæ bara blákalt „Nei, við erum ekki með neinn á Norðurlöndunum. Eða neinn á Íslandi.““ Karin segir rauða þráðinn þann að það sé alltaf einhver sem sé að græða á hinum gráa markaði. „Það er bara verið að reyna að græða peninga. Kaupa úr einhverjum gámum, sem er þá miklu ódýrara og jafnvel bara þýfi. Og sendingar til mín hafa týnst... og hvert fer sá varningur?“ Aðspurð játar Karin því að vera svolítið ein í baráttunni; hún sé búin að tala við marga í bransanum en fólk þori ekki að stíga fram og tjá sig. „Ég er til dæmis ekki að fara að nafngreina neinn því ég vil ekki lenda í vandræðum, ég vil ekki fá á mig lögsókn eða... Ég hef til dæmis, eins og ég sagði á mínu Instagrammi, fyrir tíu árum síðan þá byrjaði ég á þessu og ég fékk á mig handrukkara. Það er bara alls konar fólk í því að flytja inn snyrtivörur og það bara er ekkert eftirlit.“
Bítið Heilbrigðiseftirlit Verslun Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira