Íslenski boltinn

Hvorki bestir á heima­velli né á úti­velli en unnu samt deildina

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eyjamenn fengu bikarinn afhentan í Efra-Breiðholti í leikslok í gær. Hér má sjá liðið sem kom íBV aftur í hóp þeirra bestu.
Eyjamenn fengu bikarinn afhentan í Efra-Breiðholti í leikslok í gær. Hér má sjá liðið sem kom íBV aftur í hóp þeirra bestu. Vísir/Alexander Hugi

Eyjamenn voru fljótir að vinna sér aftur sæti í Bestu deild karla í fótbolta en það gerðu þeir í gær með því að vinna Lengjudeildina.

ÍBV féll úr Bestu deildinni síðasta haust en lærisveinar Hermanns Hreiðarssonar spila í aftur í Bestu deildinni sumarið 2025.

ÍBV tryggði sér sigurinn í Lengjudeildinni með góðri hjálp frá Keflavík. ÍBV hefði farið upp með sigri en liðið náði bara jafntefli á móti Leikni. Fjölnismenn hefðu því farið upp með sigri í sínum leik en þeir steinlágu 4-0 í Keflavík.

Spennan var mikil í deildinni enda munar bara tveimur stigum á fyrstu þremur liðunum og fjórum stigum á liðunum í fyrsta til fimmta sæti.

Það sem er athyglisvert að Eyjamenn vinna deildina þótt að þeir séu ekki á toppnum á sundurliðuðu listunum.

Þeir voru þannig ekki bestir á heimavelli og ekki bestir á útivelli. Þeir voru hvorki bestir í fyrri umferð né í seinni umferð. Þeir fengu heldur ekki fæst mörk á sig af liðum deildarinnar.

Keflavík fékk flest stig á heimavelli (ÍBV í 2. sæti) og Afturelding fékk flest stig á útivelli (ÍBV í 2. sæti).

Fjölnir fékk flest stig í fyrri umferð (ÍBV í 3. sæti) og Keflavík fékk flest stig í seinni umferð (ÍBV í 3. sæti).

Eyjamenn skoruðu aftur á móti langflest mörk allra liða og fengu auðvitað síðan flest heildarstig. Þeir voru stöðugasta liðið og það skilar þeim sæti meðal þeirra bestu.

  • Flest stig á heimavelli í Lengjudeildinni 2024:
  • 1. Keflavík 26 stig
  • 2. ÍBV 24 stig
  • 3. Fjölnir 23 sitg
  • 4. ÍR 22 stig
  • 5. Þróttur 20 stig
  • -
  • Flest stig á útivelli í Lengjudeildinni 2024:
  • 1. Afturelding 21 stig
  • 2. ÍBV 15 stig
  • 3. Njarðvík 14 stig
  • 4. Fjölnir 14 stig
  • 5. ÍR 13 stig
  • -
  • Flest stig í fyrri umferð í Lengjudeildinni 2024:
  • 1. Fjölnir 24 stig
  • 2. Njarðvík 20 stig
  • 3. ÍBV 19 stig
  • 4. Grindavík 17 stig
  • 5. ÍR 16 stig
  • -
  • Flest stig í seinni umferð í Lengjudeildinni 2024:
  • 1. Keflavík 26 stig
  • 2. Afturelding 22 stig
  • 3. ÍBV 20 stig
  • 4. ÍR 19 stig
  • 5. Þróttur 18 stig
  • -
  • Fæst mörk fengin á sig í Lengjudeildinni 2024:
  • 1. Keflavík 24 mörk
  • 2. ÍBV 27 mörk
  • 3. Fjölnir 28 mörk
  • 3. ÍR 28 mörk
  • 5. Njarðvík 29 mörk
  • -
  • Flest mörk skoruð í Lengjudeildinni 2024:
  • 1. ÍBV 50 mörk
  • 2. Grindavík 40 mörk
  • 3. Afturelding 39 mörk
  • 4. Keflavík 37 mörk
  • 4. Þróttur 37 mörk




Fleiri fréttir

Sjá meira


×