Ósáttur með misvísandi svör um 400 þúsund króna reikning Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. september 2024 17:08 Gunnar segir lítinn hvata fyrir bændur að gera hreint á jörðum sínum þegar gjaldtakan er með þessum hætti. Bóndi á Vatnsskarðshólum segir farir sínar hreint ekki sléttar eftir að hann ákvað að taka til á landareign sinni. Eftir að hafa fyllt gám að ýmsu tilfallandi og látið fjarlægja hann fékk hann reikning upp á tæplega 400 hundruð þúsund krónur. Hann hefur fengið misvísandi svör um verðið frá sveitarstjórn, og fyrirtækinu sem sér um úrvinnslu úrgangsins. Gunnar Þormar Þorsteinsson bóndi vakti fyrst máls á þessu í Facebook-hópi íbúa Mýrdalshrepps. „Ég ákvað bara að taka til. Ég var fyrst búinn að henda járni. Ég bað um járnagám og henti níu og hálfu tonni af járni. Það er endurgjaldslaust. Svo ætlaði ég bara að halda áfram, enda kominn í tiltektarstuð. Þá fékk ég þennan almenna gám, sem ég vissi alveg að ég fengi ekki endurgjaldslaust. En mig grunaði ekki að það yrði svona upphæð,“ segir Gunnar í samtali við fréttastofu, og vísar til reiknings upp á 399.280 krónur frá Hringrás - endurvinnslu. Reikningurinn sem um ræðir.Gunnar Þormar Þorsteinsson Í sundurliðuðum reikningi eru rukkaðar 25 þúsund krónur fyrir leigu á gámnum, 27 þúsund fyrir losun úr gáminum, og 270 þúsund krónur fyrir úrvinnslu á 5.400 kílóum á úrgangi, eða 50 krónur á kílóið. Með virðisaukaskatti upp á 24 prósent gerir það áðurnefndar 399.280 krónur. „Það er losun inni í Vík, 13 kílómetra frá mér, og ég hefði ekki þurft að borga neitt fyrir það. Það væru einhverjar fimm ferðir með sturtuvagn,“ segir Gunnar. Hann segir raunar að styttra sé í urðunarstaðinn frá bæ hans heldur en frá Vík. Það sæti því furðu hversu hátt gjald hann greiði fyrir úrvinnsluna. Kristján Már Unnarsson ræddi við Gunnar og Þorbjörgu Kristjánsdóttur konu hans í þáttunum Um land allt árið 2019: Misvísandi svör Gunnar segist hafa haft samband við Hringrás vegna reikningsins, sem hann hafi verið ósáttur við. „Ég spurði hvort ég gæti ekki fengið einhvern afslátt af þessu, en það var þvertekið fyrir það. Þetta gjald væri bara það sem sveitarfélagið, eða Hula bs., tæki fyrir, 50 krónur. Það var það sem var sagt við mig,“ segir Gunnar. Í svari við færslu Gunnars segir Einar Freyr Elínarson sveitarstjóri að Hula bs. tæki 10 krónur fyrir hvert kíló, en Hringrás tæki 30 krónur, samkvæmt samningi. Því hafi Gunnar skrifað póst á forsvarsmenn Hringrásar. „Þá svaraði hann mér því að þetta væri rangt. Hula fengi 40 krónur, en Hringrás 10 krónur.“ Hann hafi því fengið mjög misvísandi svör, auk þess sem misræmi sé í því sem sveitarstjórinn hafi sagt og svörum Hringrásar. Það vanti tíu krónur á milli fyrri skýringar og þeirrar seinni. Hvati til ruslasöfnunar Óháð því hvað sé rétt í gjaldskrármálum segir Gunnar lítinn hvata í því fyrir bændur og búalið að gera hreint á jörðum sínum þegar gjaldið fyrir losun úrgangs sé jafn hátt og raun ber vitni. „Maður man eftir því sem barn að þá var ruslið brennt, þá bara safnaðist ruslið á ákveðnum stað, bara ruslahaugur. Þessi þróun snýst bara aftur við og menn fara bara að safna aftur drasli í sveitina. Það er hvatinn við þetta gjald.“ Uppistaða þyngdarinnar í gáminum hafi þar að auki verið blautt timbur, sem hægt sé að endurvinna, ólíkt mörgu öðru rusli. Gunnar er gagnrýninn á að aðeins sé rukkað fyrir þyngd þess sem verið er að henda. „Ef maður myndi henda fullum gámi af plastefnum, sem ekki er hægt að endurvinna, þá borgarðu minna fyrir það en blautt timbur. En það fór svosem margt annað en timbur í þennan gám sem ekki er endurvinnanlegt. En mesta þyngdin var í þessu timbri,“ segir Gunnar. Kostnaður sem skilar sér seint til baka Hann segir muna um minni upphæðir en þessa. „Þetta er kannski ekki mikið fyrir þá sem eru í ferðaþjónustu og með bullandi veltu, en fyrir venjulegan búrekstur þá skilar það sér seint inn í reksturinn að taka eitthvað til í kringum sig. Annað en að manni líður betur, þangað til maður fær reikninginn,“ segir Gunnar. „Ég panta að minnsta kosti aldrei gám aftur svona.“ Fulltrúi Hringrásar vildi ekki tjá sig um málið þegar fréttastofa leitaði eftir því. Ekki hefur náðst í sveitarstjóra Mýrdalshrepps við vinnslu fréttarinnar. Mýrdalshreppur Umhverfismál Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira
Gunnar Þormar Þorsteinsson bóndi vakti fyrst máls á þessu í Facebook-hópi íbúa Mýrdalshrepps. „Ég ákvað bara að taka til. Ég var fyrst búinn að henda járni. Ég bað um járnagám og henti níu og hálfu tonni af járni. Það er endurgjaldslaust. Svo ætlaði ég bara að halda áfram, enda kominn í tiltektarstuð. Þá fékk ég þennan almenna gám, sem ég vissi alveg að ég fengi ekki endurgjaldslaust. En mig grunaði ekki að það yrði svona upphæð,“ segir Gunnar í samtali við fréttastofu, og vísar til reiknings upp á 399.280 krónur frá Hringrás - endurvinnslu. Reikningurinn sem um ræðir.Gunnar Þormar Þorsteinsson Í sundurliðuðum reikningi eru rukkaðar 25 þúsund krónur fyrir leigu á gámnum, 27 þúsund fyrir losun úr gáminum, og 270 þúsund krónur fyrir úrvinnslu á 5.400 kílóum á úrgangi, eða 50 krónur á kílóið. Með virðisaukaskatti upp á 24 prósent gerir það áðurnefndar 399.280 krónur. „Það er losun inni í Vík, 13 kílómetra frá mér, og ég hefði ekki þurft að borga neitt fyrir það. Það væru einhverjar fimm ferðir með sturtuvagn,“ segir Gunnar. Hann segir raunar að styttra sé í urðunarstaðinn frá bæ hans heldur en frá Vík. Það sæti því furðu hversu hátt gjald hann greiði fyrir úrvinnsluna. Kristján Már Unnarsson ræddi við Gunnar og Þorbjörgu Kristjánsdóttur konu hans í þáttunum Um land allt árið 2019: Misvísandi svör Gunnar segist hafa haft samband við Hringrás vegna reikningsins, sem hann hafi verið ósáttur við. „Ég spurði hvort ég gæti ekki fengið einhvern afslátt af þessu, en það var þvertekið fyrir það. Þetta gjald væri bara það sem sveitarfélagið, eða Hula bs., tæki fyrir, 50 krónur. Það var það sem var sagt við mig,“ segir Gunnar. Í svari við færslu Gunnars segir Einar Freyr Elínarson sveitarstjóri að Hula bs. tæki 10 krónur fyrir hvert kíló, en Hringrás tæki 30 krónur, samkvæmt samningi. Því hafi Gunnar skrifað póst á forsvarsmenn Hringrásar. „Þá svaraði hann mér því að þetta væri rangt. Hula fengi 40 krónur, en Hringrás 10 krónur.“ Hann hafi því fengið mjög misvísandi svör, auk þess sem misræmi sé í því sem sveitarstjórinn hafi sagt og svörum Hringrásar. Það vanti tíu krónur á milli fyrri skýringar og þeirrar seinni. Hvati til ruslasöfnunar Óháð því hvað sé rétt í gjaldskrármálum segir Gunnar lítinn hvata í því fyrir bændur og búalið að gera hreint á jörðum sínum þegar gjaldið fyrir losun úrgangs sé jafn hátt og raun ber vitni. „Maður man eftir því sem barn að þá var ruslið brennt, þá bara safnaðist ruslið á ákveðnum stað, bara ruslahaugur. Þessi þróun snýst bara aftur við og menn fara bara að safna aftur drasli í sveitina. Það er hvatinn við þetta gjald.“ Uppistaða þyngdarinnar í gáminum hafi þar að auki verið blautt timbur, sem hægt sé að endurvinna, ólíkt mörgu öðru rusli. Gunnar er gagnrýninn á að aðeins sé rukkað fyrir þyngd þess sem verið er að henda. „Ef maður myndi henda fullum gámi af plastefnum, sem ekki er hægt að endurvinna, þá borgarðu minna fyrir það en blautt timbur. En það fór svosem margt annað en timbur í þennan gám sem ekki er endurvinnanlegt. En mesta þyngdin var í þessu timbri,“ segir Gunnar. Kostnaður sem skilar sér seint til baka Hann segir muna um minni upphæðir en þessa. „Þetta er kannski ekki mikið fyrir þá sem eru í ferðaþjónustu og með bullandi veltu, en fyrir venjulegan búrekstur þá skilar það sér seint inn í reksturinn að taka eitthvað til í kringum sig. Annað en að manni líður betur, þangað til maður fær reikninginn,“ segir Gunnar. „Ég panta að minnsta kosti aldrei gám aftur svona.“ Fulltrúi Hringrásar vildi ekki tjá sig um málið þegar fréttastofa leitaði eftir því. Ekki hefur náðst í sveitarstjóra Mýrdalshrepps við vinnslu fréttarinnar.
Mýrdalshreppur Umhverfismál Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira