Forseti Íslands leggur áherslu á friðsæl samfélög á Norðurlöndum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 14. september 2024 15:06 Ráðstefnan tókst einstaklega vel enda mikil ánægja með hana hjá þátttakendum og skipuleggjendum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Forseti Íslands leggur áherslu á að Norðurlöndin séu friðsæl samfélög, sem láta sig varða frið á heimsvísu því stærri þjóðir eiga í vaxandi mæli erfitt með að láta til sín taka þegar friður er annars vegar. Norrænu nefndirnar á vegum UNESCO funduðu nýlega í nokkra daga á Hótel Örk í Hveragerði þar sem boðið var upp á fjölbreytta fyrirlestra og vettvangsferðir. Nefndirnar hittast árlega til að stilla saman strengi sína og til að sjá hvað er að gerst í löndunum. Landsnefnd Íslands kynnti meðal annars sín verkefni en hvaða verkefni eru það helst? Sæunn Stefánsdóttir er formaður landsnefndar Unesco á Íslandi. „Það eru til dæmis jarðvangarnir okkar, við erum bæði með Kötlu Geopark og Reykjanes Geopark, sem að kynntu starfsemi sína. Við vorum hérna áðan að heyra af starfsemi Gró og jafnréttisskólans, sem vinna frábært starf, sem við Íslendingar erum mjög stolt af,“ segir Sæunn. Sæunn Stefánsdóttir, sem er formaður landsnefndar Unesco á Íslandi hér í ræðustóli á ráðstefnunni í Hveragerði.Magnús Hlynur Hreiðarsson Halla Tómasdóttir, forseti Íslands ávarpaði ráðstefnuna og lagði áherslu á frið í heiminum. „Þetta er auðvitað mikilvægasta vinnan í heiminum í dag að reyna að ná samstöðu um þau markmið, sem við þurfum að vera að vinna að, heimsmarkmiðin. Og ég vil að Norðurlöndin séu friðsæl samfélög, sem láta sig varða frið á heimsvísu,“ segir Halla. En það eru miklar sviptingar í heiminum, mikið að gerast eins og stríð. Hvað segir Halla við því? „Já, þetta eru sennilega mest krefjandi tímar, sem við höfum verið upp á en er það nú ekki spennandi verkefni að fá að vera til á krefjandi tímum og reyna að gera eitthvað í því. Það held ég sé tilgangur að vinna og lifa fyrir.“ Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir á UNESCO ráðstefnunni í Hveragerði, sem hún ávarpaði.Magnús Hlynur Hreiðarsson Halla segir að Ísland geti svo sannarlega lagt sitt af mörkum. „Já við leiðum bæði hvað varðar jarðvarmann og jafnréttið og við eigum sögu um að hafa verið friðsæl þjóð. Við eigum góðar menntastofnanir og höfum margt að kenna öðrum, þannig að ég held að við höfum hlutverki að gegna en við erum án efa sterkari ef að Norðurlöndin vinna saman og jafn vel ef við teygjum okkur út fyrir Norðurlöndin og vinnum með öðrum smáþjóðum því að stærri þjóðir eiga í vaxandi mæli erfitt með að láta til sín taka og lausnirnar verða kannski meira til hjá smærri þjóðum í dag,“ segir forseti Íslands. Landsnefnd Íslands kynnti meðal annars sín verkefni, sem eru fjölmörg á ráðstefnunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hveragerði Halla Tómasdóttir Forseti Íslands Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sjá meira
Norrænu nefndirnar á vegum UNESCO funduðu nýlega í nokkra daga á Hótel Örk í Hveragerði þar sem boðið var upp á fjölbreytta fyrirlestra og vettvangsferðir. Nefndirnar hittast árlega til að stilla saman strengi sína og til að sjá hvað er að gerst í löndunum. Landsnefnd Íslands kynnti meðal annars sín verkefni en hvaða verkefni eru það helst? Sæunn Stefánsdóttir er formaður landsnefndar Unesco á Íslandi. „Það eru til dæmis jarðvangarnir okkar, við erum bæði með Kötlu Geopark og Reykjanes Geopark, sem að kynntu starfsemi sína. Við vorum hérna áðan að heyra af starfsemi Gró og jafnréttisskólans, sem vinna frábært starf, sem við Íslendingar erum mjög stolt af,“ segir Sæunn. Sæunn Stefánsdóttir, sem er formaður landsnefndar Unesco á Íslandi hér í ræðustóli á ráðstefnunni í Hveragerði.Magnús Hlynur Hreiðarsson Halla Tómasdóttir, forseti Íslands ávarpaði ráðstefnuna og lagði áherslu á frið í heiminum. „Þetta er auðvitað mikilvægasta vinnan í heiminum í dag að reyna að ná samstöðu um þau markmið, sem við þurfum að vera að vinna að, heimsmarkmiðin. Og ég vil að Norðurlöndin séu friðsæl samfélög, sem láta sig varða frið á heimsvísu,“ segir Halla. En það eru miklar sviptingar í heiminum, mikið að gerast eins og stríð. Hvað segir Halla við því? „Já, þetta eru sennilega mest krefjandi tímar, sem við höfum verið upp á en er það nú ekki spennandi verkefni að fá að vera til á krefjandi tímum og reyna að gera eitthvað í því. Það held ég sé tilgangur að vinna og lifa fyrir.“ Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir á UNESCO ráðstefnunni í Hveragerði, sem hún ávarpaði.Magnús Hlynur Hreiðarsson Halla segir að Ísland geti svo sannarlega lagt sitt af mörkum. „Já við leiðum bæði hvað varðar jarðvarmann og jafnréttið og við eigum sögu um að hafa verið friðsæl þjóð. Við eigum góðar menntastofnanir og höfum margt að kenna öðrum, þannig að ég held að við höfum hlutverki að gegna en við erum án efa sterkari ef að Norðurlöndin vinna saman og jafn vel ef við teygjum okkur út fyrir Norðurlöndin og vinnum með öðrum smáþjóðum því að stærri þjóðir eiga í vaxandi mæli erfitt með að láta til sín taka og lausnirnar verða kannski meira til hjá smærri þjóðum í dag,“ segir forseti Íslands. Landsnefnd Íslands kynnti meðal annars sín verkefni, sem eru fjölmörg á ráðstefnunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Hveragerði Halla Tómasdóttir Forseti Íslands Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sjá meira