„Þurfum að vera fljótir að læra“ Hinrik Wöhler skrifar 13. september 2024 22:00 Óskar Bjarni Óskarsson var fyrst og fremst svekktur út í sjálfan sig eftir leikinn í kvöld. Vísir/Anton Brink Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, telur að sitt lið þurfi að bæta ýmis atriði eftir tap á móti Aftureldingu í 2. umferð Olís-deildar karla í handbolta. Valsmenn töpuðu með þremur mörkum á heimavelli í kvöld. „Við höfum komið illa inn í leiki að undanförnu en það er líka á ábyrgð þjálfarans að hvetja og undirbúa. Ég er óánægður með það hjá okkur öllum. Svo voru lítil atriði sem við vorum að endurtaka og gerðum sömu mistökin, þurfum að vera fljótir að læra,“ sagði Óskar Bjarni eftir leikinn á Hlíðarenda í kvöld. Valsmenn komu til baka eftir að hafa lent fimm mörkum undir í upphafi leiks en of mikil orka fór í endurkomuna og því fór sem fór samkvæmt Óskari Bjarna. „Það er ákveðin vigt farin úr hópnum en við komum alltaf til baka í öllum leikjunum en það tekur bara rosalega orku. Það segir mér þó að ég er ánægður með mína menn en ég hefði viljað bara vinna.“ Valur byrjaði síðari hálfleikinn að krafti en þrátt fyrir að komast yfir á tímapunkti voru gestirnir úr Mosfellsbæ ekki lengi að taka við sér að nýju. „Mér fannst við ná frumkvæðinu í seinni hálfleik og svo eiginlega snúa þeir þessu við þegar þeir fara í fimm-einn og Blær [Hinriksson] tekur á skarið. Á sama tíma erum við að lenda að þurfa að skipta út, ég held að það hafi farið mikil orka að ná þessu upp. Þannig fóru skiptingar aðeins út um gluggann hjá okkur, enn og aftur. Það þarf að nota þessa ungu leikmenn líka, við sjáum hvað þeir gerðu fyrir Aftureldingu í kvöld,“ sagði Óskar. Svekktur með sjálfan sig „Það sem ég er fúlastur út í er ég sjálfur. Við hefðum bara átt að vinna, þrátt fyrir að við værum tveimur eða þremur mörkum undir. Við gerum mistök og klúðrum dauðafærum, eiginlega bara klaufar þegar svona tvö jöfn lið mætast,“ bætti Óskar við. Bjarni Selvindi var frábær í fyrri hálfleik fyrir Val en náði ekki að fylgja því eftir í þeim síðari og kennir Óskar þreytu um. Mosfellingur tóku hressilega á Bjarna Selvindi í leiknum.Vísir/Anton Brink „Hann er frábær og þegar hann verður þreyttur þá þarf hann að vera aðeins að vera klókari. Mér fannst hann geta spilað 60 mínútur vörn og sókn því hann er bara ungur. Hann getur náð ansi langt með því að bæta sig, þetta er frábær strákur og leikmaður,“ sagði Óskar um færeyska leikmanninn. Mikil breyting frá síðasta tímabili Liðið er enn í mótun samkvæmt Óskari enda hefur verið talsverð breyting á hópnum frá síðasta tímabili. „Það munar alveg en þetta er bara lið í mótun og búið að vera mikið af leikjum. Karakterinn í mótlætinu hefur bara verið góður því höfum alltaf komið til baka. Við þurfum að vera fljótari að finna allskonar hluti,“ sagði Óskar. Valsmenn léku í undankeppni Evrópudeildarinnar um síðustu helgi en liðið lék í Króatíu og viðurkennir Óskar að ferðalagið var langt og strangt. „Það var ansi þungt og erfiður leikur. Þungt ferðalag en það var langt síðan það var. Þurfum að æfa, hugsa vel um okkur og taka þetta á næsta stig. Þurfum að bæta það eins og vörnina og sóknina,“ sagði Óskar Bjarni að endingu. Valur Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn Landsliðskonan á von á barni Fótbolti „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Fleiri fréttir Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Sjá meira
„Við höfum komið illa inn í leiki að undanförnu en það er líka á ábyrgð þjálfarans að hvetja og undirbúa. Ég er óánægður með það hjá okkur öllum. Svo voru lítil atriði sem við vorum að endurtaka og gerðum sömu mistökin, þurfum að vera fljótir að læra,“ sagði Óskar Bjarni eftir leikinn á Hlíðarenda í kvöld. Valsmenn komu til baka eftir að hafa lent fimm mörkum undir í upphafi leiks en of mikil orka fór í endurkomuna og því fór sem fór samkvæmt Óskari Bjarna. „Það er ákveðin vigt farin úr hópnum en við komum alltaf til baka í öllum leikjunum en það tekur bara rosalega orku. Það segir mér þó að ég er ánægður með mína menn en ég hefði viljað bara vinna.“ Valur byrjaði síðari hálfleikinn að krafti en þrátt fyrir að komast yfir á tímapunkti voru gestirnir úr Mosfellsbæ ekki lengi að taka við sér að nýju. „Mér fannst við ná frumkvæðinu í seinni hálfleik og svo eiginlega snúa þeir þessu við þegar þeir fara í fimm-einn og Blær [Hinriksson] tekur á skarið. Á sama tíma erum við að lenda að þurfa að skipta út, ég held að það hafi farið mikil orka að ná þessu upp. Þannig fóru skiptingar aðeins út um gluggann hjá okkur, enn og aftur. Það þarf að nota þessa ungu leikmenn líka, við sjáum hvað þeir gerðu fyrir Aftureldingu í kvöld,“ sagði Óskar. Svekktur með sjálfan sig „Það sem ég er fúlastur út í er ég sjálfur. Við hefðum bara átt að vinna, þrátt fyrir að við værum tveimur eða þremur mörkum undir. Við gerum mistök og klúðrum dauðafærum, eiginlega bara klaufar þegar svona tvö jöfn lið mætast,“ bætti Óskar við. Bjarni Selvindi var frábær í fyrri hálfleik fyrir Val en náði ekki að fylgja því eftir í þeim síðari og kennir Óskar þreytu um. Mosfellingur tóku hressilega á Bjarna Selvindi í leiknum.Vísir/Anton Brink „Hann er frábær og þegar hann verður þreyttur þá þarf hann að vera aðeins að vera klókari. Mér fannst hann geta spilað 60 mínútur vörn og sókn því hann er bara ungur. Hann getur náð ansi langt með því að bæta sig, þetta er frábær strákur og leikmaður,“ sagði Óskar um færeyska leikmanninn. Mikil breyting frá síðasta tímabili Liðið er enn í mótun samkvæmt Óskari enda hefur verið talsverð breyting á hópnum frá síðasta tímabili. „Það munar alveg en þetta er bara lið í mótun og búið að vera mikið af leikjum. Karakterinn í mótlætinu hefur bara verið góður því höfum alltaf komið til baka. Við þurfum að vera fljótari að finna allskonar hluti,“ sagði Óskar. Valsmenn léku í undankeppni Evrópudeildarinnar um síðustu helgi en liðið lék í Króatíu og viðurkennir Óskar að ferðalagið var langt og strangt. „Það var ansi þungt og erfiður leikur. Þungt ferðalag en það var langt síðan það var. Þurfum að æfa, hugsa vel um okkur og taka þetta á næsta stig. Þurfum að bæta það eins og vörnina og sóknina,“ sagði Óskar Bjarni að endingu.
Valur Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn Landsliðskonan á von á barni Fótbolti „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Fleiri fréttir Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Sjá meira