Öflugar konur eru okkar von Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar 13. september 2024 18:01 Við Íslendingar fögnum nýjum forseta vorum. Halla Tómasdóttir hefur trú á ungum Íslendingum og vill hlusta á þau og við verðum að hlusta á þau. Þeim líður ekki vel og kannski líður okkur ekki heldur vel. Við viljum betri framtíð fyrir börnin okkar. Þar sem stríð, ofbeldi og náttúruhamfarir ógna ekki tilveru okkar og þeirra sem erfa þetta land. Hverjir eru það sem stýra þeim stríðsátökum sem nú skekja okkar tilveru ? Það eru karlar sem vilja vera stærri en þeir eru og svífast einskis í græðgi sinni. Beita vopnum, hnífum og vilja bara gjöra illt. Yfirtaka land sem þeir ekki eiga og telja að það sé í lagi að taka fólk í gíslingu, drepa saklaus börn og aldraða og hlífa engu sem fyrir verður. Ef við skoðum söguna voru það oftast karlmenn með skrýtið sjálfsálit sem stýrðu styrjöldum veraldar. En vissulega lesum við líka um illgjarnar konur t.d í Íslendingasögunum sem stjórnuðu bak við tjöldin og þá voru þau köld kvenna ráðin. Nú þegar aldarfjórðungur er liðinn af 21 . öldinni eru það enn og aftur stríðsátök víða um heim sem ógna tilveru okkar. Átök milli ólíkra þjóðarbrota og deilur skekja heiminn. Fólk á flótta undan erfiðum og jafnvel vonlausum aðstæðum fær líka mismunandi móttökur á nýjum stað. Vissulega getum við Íslendingar ekki umfaðmað allan heiminn hér á okkar litlu eyju en við getum betur. Minnumst þeirra Íslendinga sem flúðu landið okkar á 19 og 20 öldinni. Vesturfararnir sem byggðu upp nýtt samfélag lærðu nýtt tungumál og tókust á við framandi aðstæður à nýjum stað. Þau voru flóttamenn þess tíma sem gleymdu samt ekki uppruna sínum heldur eru stolt af sínum íslenska arfi og minnast fósturjarðar sinnar með virðingu. Við sem komin erum á miðjan aldur óskum einskis nema að börn okkar og barnabörn fái að búa í friðsælum heimi þar sem ólík þjóðarbrot geta glaðst saman og notið fjölbreytileikans sem mannlífið gefur. Hlegið, grátið og haft gaman, sama hvaðan við komum eða hvernig við lítum út og hverju við trúum. Allir binda vonandi miklar vonir við að bandaríska þjóðin sjái að þeirra eina von er að Kamala Harris komist til valda . Hún er afkomandi innflytjanda í því góða landi. Með sinn fallega litarhátt er hún frambærilegur kandídat gegn Trump sem er appelsínugulur á litinn og með aflitað hár. Hann telur sig geta allt í nafni auðs en hefur vissulega talað niður til kvenna og brotið á þeim í gegnum tíðina. Veit ekki hvenær hann segir satt eða lýgur. Hvað kallast það aftur ? Siðblindur er það ekki ? Hvað eru margir siðblindir einræðisherrar með enga réttlætiskennd sem stjórna nú víða um heim ? Standa í stríði bara til að sína vald sitt á meðan þegnar þeirra líða. Þetta eru karlar sem þarf að taka úr umferð sem fyrst. Ungir karlmenn beita hnífum víða um heim því þeim líður ekki vel. Nú er það öll íslenska þjóðin sem grætur vegna slíks voðaverks á okkar litla landi. Við finnum til með syrgjendum, ungum ofbeldismönnum sem líður illa og aðstandendum þeirra. Við viljum ekki ofbeldi, við þurfum að taka utan um unga fólkið okkar. Við verðum að hlúa að þeim börnum sem líður illa og finna sig ekki í skólakerfinu sem er kannski meira hannað fyrir stúlkur en drengi. Greina hvað er að og hvernig má hjálpa þeim. Getur það verið að öflugir kvenleiðtogar séu okkar eina von? Vissulega á kyn ekki að skipta máli þegar kemur að því að finna forystusauði nútíma samfèlags. En öflugar konur geta margt sem leiðtogar lands og þjóðar. Íslenskir læknar búa svo vel að formaður Læknafélags Íslands er öflug kona sem talar skýrt á mannamáli um það sem þarf að breyta og það strax í gær. Til að okkar annars góða heilbrigðiskerfi geti sinnt þeim sem þurfa, öllum àn efnahags, stéttar eða stöðu. Án litarhátts eða þjóðernis. Svo öllum geti liðið betur, strákum og stelpum sem erfa þetta land. Öflugar konur geta allt sem þær vilja og við þurfum að skipta þeim innà leikvöllinn sem fyrst. Það verður bandaríska þjóðin að átta sig á ef ekki á illa að fara. Höfundur er læknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ebba Margrét Magnúsdóttir Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Sjá meira
Við Íslendingar fögnum nýjum forseta vorum. Halla Tómasdóttir hefur trú á ungum Íslendingum og vill hlusta á þau og við verðum að hlusta á þau. Þeim líður ekki vel og kannski líður okkur ekki heldur vel. Við viljum betri framtíð fyrir börnin okkar. Þar sem stríð, ofbeldi og náttúruhamfarir ógna ekki tilveru okkar og þeirra sem erfa þetta land. Hverjir eru það sem stýra þeim stríðsátökum sem nú skekja okkar tilveru ? Það eru karlar sem vilja vera stærri en þeir eru og svífast einskis í græðgi sinni. Beita vopnum, hnífum og vilja bara gjöra illt. Yfirtaka land sem þeir ekki eiga og telja að það sé í lagi að taka fólk í gíslingu, drepa saklaus börn og aldraða og hlífa engu sem fyrir verður. Ef við skoðum söguna voru það oftast karlmenn með skrýtið sjálfsálit sem stýrðu styrjöldum veraldar. En vissulega lesum við líka um illgjarnar konur t.d í Íslendingasögunum sem stjórnuðu bak við tjöldin og þá voru þau köld kvenna ráðin. Nú þegar aldarfjórðungur er liðinn af 21 . öldinni eru það enn og aftur stríðsátök víða um heim sem ógna tilveru okkar. Átök milli ólíkra þjóðarbrota og deilur skekja heiminn. Fólk á flótta undan erfiðum og jafnvel vonlausum aðstæðum fær líka mismunandi móttökur á nýjum stað. Vissulega getum við Íslendingar ekki umfaðmað allan heiminn hér á okkar litlu eyju en við getum betur. Minnumst þeirra Íslendinga sem flúðu landið okkar á 19 og 20 öldinni. Vesturfararnir sem byggðu upp nýtt samfélag lærðu nýtt tungumál og tókust á við framandi aðstæður à nýjum stað. Þau voru flóttamenn þess tíma sem gleymdu samt ekki uppruna sínum heldur eru stolt af sínum íslenska arfi og minnast fósturjarðar sinnar með virðingu. Við sem komin erum á miðjan aldur óskum einskis nema að börn okkar og barnabörn fái að búa í friðsælum heimi þar sem ólík þjóðarbrot geta glaðst saman og notið fjölbreytileikans sem mannlífið gefur. Hlegið, grátið og haft gaman, sama hvaðan við komum eða hvernig við lítum út og hverju við trúum. Allir binda vonandi miklar vonir við að bandaríska þjóðin sjái að þeirra eina von er að Kamala Harris komist til valda . Hún er afkomandi innflytjanda í því góða landi. Með sinn fallega litarhátt er hún frambærilegur kandídat gegn Trump sem er appelsínugulur á litinn og með aflitað hár. Hann telur sig geta allt í nafni auðs en hefur vissulega talað niður til kvenna og brotið á þeim í gegnum tíðina. Veit ekki hvenær hann segir satt eða lýgur. Hvað kallast það aftur ? Siðblindur er það ekki ? Hvað eru margir siðblindir einræðisherrar með enga réttlætiskennd sem stjórna nú víða um heim ? Standa í stríði bara til að sína vald sitt á meðan þegnar þeirra líða. Þetta eru karlar sem þarf að taka úr umferð sem fyrst. Ungir karlmenn beita hnífum víða um heim því þeim líður ekki vel. Nú er það öll íslenska þjóðin sem grætur vegna slíks voðaverks á okkar litla landi. Við finnum til með syrgjendum, ungum ofbeldismönnum sem líður illa og aðstandendum þeirra. Við viljum ekki ofbeldi, við þurfum að taka utan um unga fólkið okkar. Við verðum að hlúa að þeim börnum sem líður illa og finna sig ekki í skólakerfinu sem er kannski meira hannað fyrir stúlkur en drengi. Greina hvað er að og hvernig má hjálpa þeim. Getur það verið að öflugir kvenleiðtogar séu okkar eina von? Vissulega á kyn ekki að skipta máli þegar kemur að því að finna forystusauði nútíma samfèlags. En öflugar konur geta margt sem leiðtogar lands og þjóðar. Íslenskir læknar búa svo vel að formaður Læknafélags Íslands er öflug kona sem talar skýrt á mannamáli um það sem þarf að breyta og það strax í gær. Til að okkar annars góða heilbrigðiskerfi geti sinnt þeim sem þurfa, öllum àn efnahags, stéttar eða stöðu. Án litarhátts eða þjóðernis. Svo öllum geti liðið betur, strákum og stelpum sem erfa þetta land. Öflugar konur geta allt sem þær vilja og við þurfum að skipta þeim innà leikvöllinn sem fyrst. Það verður bandaríska þjóðin að átta sig á ef ekki á illa að fara. Höfundur er læknir.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar