„Þetta stendur okkur nærri sem samfélag“ Valur Páll Eiríksson skrifar 13. september 2024 13:31 Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR. Vísir/Vilhelm „Auðvitað er þetta mikilvægur leikur fyrir bæði lið og svo gefur það leiknum auka krydd að hann er til styrktar Alzheimer-samtökunum. Það er mikið undir,“ segir Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, um leik dagsins við Víking í Bestu deild karla. Líkt og Óskar nefnir er stórleikur KR og Víkings, sem er klukkan 17:00 í dag, til styrktar Alzheimer-samtökunum. KR-ingar hafa auglýst leikinn undir yfirskriftinni Ógleymanlegur leikur. Sérstakur fræðslufundur um heilabilun var haldinn í KR-heimilinu í gærkvöld og hefur félagið vakið athygli á málefninu á samfélagsmiðlum sínum. Þau Eva og Höskuldur Kári Schram, börn Ellerts B. Schram, ræddu baráttu föður þeirra við sjúkdóminn sem og þeir Hörður Felix og Skafti Harðarsynir, synir Harðar Felixsonar, en bæði Hörður og Ellert eru goðsagnir hjá Vesturbæjarliðinu. Ellert glímir við sjúkdóminn og Hörður eldri glímdi við hann síðustu æviár sín áður en hann lést árið 2018. Pálmi Rafn Pálmason, framkvæmdastjóri KR, deildi einnig sögu móður sinnar, Bjargar Jónsdóttur, sem lést eftir baráttu við Alzheimer í desember í fyrra. Óskar Hrafn segir málefnið eitthvað sem samfélagið allt á að láta sig varða og hvetur til stuðnings við samtökin. „Ég vil auðvitað hvetja alla KR-inga, Víkinga, knattspyrnuáhugamenn og þeim sem er annt um samfélagið okkar að mæta völlinn og styrkja þetta góða málefni sem er barátta gegn heilabilun. Það er mikilæg að sú barátta sé sýnileg,“ segir Óskar Hrafn í samtali við íþróttadeild. „Við höfum horft upp á það á undanförnum árum að margir af þeim mönnum sem ruddu brautina hér í KR og annarsstaðar, hvort sem það er hérlendis eða erlendis, fótboltamenn sem hafa verið að glíma við heilabilun,“ „Þetta stendur okkur nærri sem samfélag og svo líka í fótboltanum. Ég hvet bara alla til að koma á völlinn og styrkja þetta góða málefni,“ bætir Óskar Hrafn við. Barátta, karakter og hjarta Hvað leikinn sjálfan varðar, innan vallar, segir Óskar ljóst að um hörkuleik sé að ræða. KR-ingar þurfi að sýna ástríðu og vilja er þeir takast á við Íslandsmeistarana í Vesturbænum seinni partinn. „Það þýðir svo sem ekkert að hugsa um hvað Víkingar eru góðir eða þannig. Við þurfum bara að nálgast leikinn á okkar forsendum. Það eru tvær leiðir til að mæta Víkingum, annað hvort ferðu maður á mann á þá, eða þú þarft að leggjast niður og treysta á að sækja hratt þegar þú vinnur boltann,“ segir Óskar. „Ef menn ætla að koma í einhverri miðblokk og mæta þeim á miðjum vellinum þá hafa þeir gæðin og taktinn til að fara auðveldlega í gegnum það. Við þurfum bara að mæta þeim almennilega,“ „Þessir leikir sem ég hef spilað við Víkinga hafa oft á tíðum snúist um baráttu, karakter og hjarta. Við þurfum svo sannarlega að vera klárir í það að berjast á móti þeim og taka á þeim. En auðvitað eru Víkingar gott lið og þetta er mikilvægur leikur fyrir þá. En við þurfum fyrst og fremst að hugsa um okkur sjálfa,“ segir Óskar Hrafn. Leikur KR og Víkings hefst klukkan 17:00 í dag og verður sérstakur styrktarleikur fyrir Alzheimer-samtökin. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. KR Besta deild karla Víkingur Reykjavík Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Fótbolti Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Enski boltinn Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Íslenski boltinn „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar Handbolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Fleiri fréttir LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sjá meira
Líkt og Óskar nefnir er stórleikur KR og Víkings, sem er klukkan 17:00 í dag, til styrktar Alzheimer-samtökunum. KR-ingar hafa auglýst leikinn undir yfirskriftinni Ógleymanlegur leikur. Sérstakur fræðslufundur um heilabilun var haldinn í KR-heimilinu í gærkvöld og hefur félagið vakið athygli á málefninu á samfélagsmiðlum sínum. Þau Eva og Höskuldur Kári Schram, börn Ellerts B. Schram, ræddu baráttu föður þeirra við sjúkdóminn sem og þeir Hörður Felix og Skafti Harðarsynir, synir Harðar Felixsonar, en bæði Hörður og Ellert eru goðsagnir hjá Vesturbæjarliðinu. Ellert glímir við sjúkdóminn og Hörður eldri glímdi við hann síðustu æviár sín áður en hann lést árið 2018. Pálmi Rafn Pálmason, framkvæmdastjóri KR, deildi einnig sögu móður sinnar, Bjargar Jónsdóttur, sem lést eftir baráttu við Alzheimer í desember í fyrra. Óskar Hrafn segir málefnið eitthvað sem samfélagið allt á að láta sig varða og hvetur til stuðnings við samtökin. „Ég vil auðvitað hvetja alla KR-inga, Víkinga, knattspyrnuáhugamenn og þeim sem er annt um samfélagið okkar að mæta völlinn og styrkja þetta góða málefni sem er barátta gegn heilabilun. Það er mikilæg að sú barátta sé sýnileg,“ segir Óskar Hrafn í samtali við íþróttadeild. „Við höfum horft upp á það á undanförnum árum að margir af þeim mönnum sem ruddu brautina hér í KR og annarsstaðar, hvort sem það er hérlendis eða erlendis, fótboltamenn sem hafa verið að glíma við heilabilun,“ „Þetta stendur okkur nærri sem samfélag og svo líka í fótboltanum. Ég hvet bara alla til að koma á völlinn og styrkja þetta góða málefni,“ bætir Óskar Hrafn við. Barátta, karakter og hjarta Hvað leikinn sjálfan varðar, innan vallar, segir Óskar ljóst að um hörkuleik sé að ræða. KR-ingar þurfi að sýna ástríðu og vilja er þeir takast á við Íslandsmeistarana í Vesturbænum seinni partinn. „Það þýðir svo sem ekkert að hugsa um hvað Víkingar eru góðir eða þannig. Við þurfum bara að nálgast leikinn á okkar forsendum. Það eru tvær leiðir til að mæta Víkingum, annað hvort ferðu maður á mann á þá, eða þú þarft að leggjast niður og treysta á að sækja hratt þegar þú vinnur boltann,“ segir Óskar. „Ef menn ætla að koma í einhverri miðblokk og mæta þeim á miðjum vellinum þá hafa þeir gæðin og taktinn til að fara auðveldlega í gegnum það. Við þurfum bara að mæta þeim almennilega,“ „Þessir leikir sem ég hef spilað við Víkinga hafa oft á tíðum snúist um baráttu, karakter og hjarta. Við þurfum svo sannarlega að vera klárir í það að berjast á móti þeim og taka á þeim. En auðvitað eru Víkingar gott lið og þetta er mikilvægur leikur fyrir þá. En við þurfum fyrst og fremst að hugsa um okkur sjálfa,“ segir Óskar Hrafn. Leikur KR og Víkings hefst klukkan 17:00 í dag og verður sérstakur styrktarleikur fyrir Alzheimer-samtökin. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.
KR Besta deild karla Víkingur Reykjavík Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Fótbolti Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Enski boltinn Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Íslenski boltinn „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar Handbolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Fleiri fréttir LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sjá meira