Kaupmáttarrýrnun háskólamenntaðra Jóhann G. Þórarinsson skrifar 13. september 2024 10:33 Í lok síðasta árs fóru helstu hagsmunaaðilar almenna vinnumarkaðarins mikinn og töluðu um mikilvægi þess að skapa þjóðarsátt á sameiginlegu borði. Mörgum varð fljótlega ljóst að hér var einungis um að ræða þjóðarsátt sumra verkalýðsfélaga sem átti að heimfæra á allt launafólk í komandi kjarasamningsviðræðum. Flest aðildarfélög BHM sáu strax í hvað stefndi og höfnuðu þátttöku í sameiginlegri vegferð þar sem öllum var ljóst að aðrir stýrðu ferðinni. Á sama tíma lögðu háskólafélögin jafnframt ríka áherslu á að þau væru tilbúin til kjarasamningsviðræðna. Formaður BHM lýsti fáránleika málsins ágætlega með vísun sinni til 47% þjóðarsáttar í góðri grein sinni sem birt var þann 1. janúar sl. á www.visir.is og varpaði með því skýru ljósi á skort á samstöðu um hið svokallaða merki markaðarins sem stóð til að mynda á umræddu borði sumra. Í sem stystu máli þá fólst í umræddri 47% þjóðarsátt að enn og aftur myndu stéttarfélög háskólamenntaðra bera minna úr býtum en önnur félög og þannig yrði það til næstu fjögurra ára. Í fjölmörgum tilvikum rýrnun á launalið miðað við verðbólguspá. Það ætti því að koma fáum á óvart þegar 22 stéttarfélög háskólamenntaðra stóðu að sameiginlegri yfirlýsingu í mars á þessu ári þar sem þau lýstu miklum áhyggjum af stöðu háskólamenntunar, virði og sókn í háskólanám og áhrifum þess á þjóðarhag til skemmri og lengri tíma litið. Háskólamenntaðir hefðu setið eftir í kjarasamningum síðustu ára vegna ítrekaðra krónutöluhækkana með tilheyrandi samþjöppun á vinnumarkaði. Þar lýstu félögin áhyggjum af versnandi hag háskólafólks og kröfðust leiðréttingar á launum og þeim þannig tryggð kaupmáttaraukning ráðstöfunartekna í komandi kjaraviðræðum. Forsvarsmenn stéttarfélaga og bandalaga hafa undanfarið gagnrýnt afstöðu ríkisins og sveitarfélaganna um að vísa í sífellu í hið svokallaða merki markaðarins. Þann 15. ágúst síðastliðinn birtist til að mynda hispurslaus grein í Vísi um óheillaþróun á vinnumarkaði eftir framkvæmdastjóra og formann kjaradeildar Verkfræðingafélags Íslands. Þar gerðu höfundar það að umtalsefni sínu að samningsréttur háskólamenntaðra hefði hreinlega verið afnuminn. Formaður FÍN, annars stærsta stéttarfélags háskólamenntaðra innan BHM, sló á sama streng í frétt á ríkisútvarpinu á dögunum þar sem hún lýsti því jafnframt yfir að félagið væri tilbúið til að grípa til aðgerða ef til þess kæmi. Það má ekki gleyma því að við störfum í efnahagsumhverfi þar sem þú færð hvað minnst fyrir háskólamenntun innan OECD og má því færa líkur fyrir því að það sama gildi í öllum heiminum. Samkvæmt opinberum gögnum frá OECD þá var ávinningur af háskólanámi minnstur á Íslandi meðal allra þjóða innan OECD. Nýrra gagna er beðið frá OECD en ljóst þykir að ástandið hefur vart skánað þar sem allir samningar síðan þá hafa einkennst af krónutöluhækkunum og því líklegt að ávinningur af háskólamenntun fari enn minnkandi. Skýrslur annarra greiningaraðila renna frekari stoðum undir þetta. Sigurður Jóhannesson forstöðumaður Hagfræðistofnunnar Háskóla Íslands bendir til að mynda á það í grein sem birtist í Viðskiptablaðinu í desember síðastliðnum að á meðan kaupmáttur háskólafólks hefur ekkert breyst frá aldamótum hafi kaupmáttur launþega með grunnmenntun aukist um 44%. Þá bendir hann einnig á að laun háskólafólks séu að meðaltali 17% hærri en laun grunnmenntaðra hér á landi á meðan munurinn er að meðaltali 50% í samanburðarlöndum. Eru þetta skilaboðin sem ríkið og sveitarfélögin vilja gefa út í samfélagið. Að háskólamenntun skipti ekki máli? Að það að hafa farið af vinnumarkað og sótt þér háskólamenntun skili þér litlu sem engu umfram í launaumslagið? Hvernig fer þetta að lokum með samkeppnisstöðu íslands þegar kemur að háskólamenntuðum? Hættan er að minnsta kosti sú að ef fulltrúar laungreiðenda á almennum og opinberum vinnumarkaði fara ekki að koma að samningsborðinu með faglegum og ábyrgum hætti þá muni hagur háskólafólks samanborið við aðra halda áfram að versna. Ungt fólk fer síður í nám hérlendis en í samanburðarlöndum okkar og þeir sem mennta sig verða stöðugt líklegri til að sækja í störf erlendis þar sem laun eru hærri, skuldir og skattar lægri og lífsgæði meiri. Fjöldi þeirra sem ljúka menntun á aldrinum 25 til 34 ára hér á landi er langt frá því að vera eins og helst yrði á kosið og á pari við lönd eins og Kosta Ríka, Chile og Eistland. Í okkar huga er það í raun algjört lágmark að viðsemjandi komi til viðræðna við háskólafélög í ljósi þeirra hagsmuna en ekki með fyrir fram ákveðna hugmyndir sem teknar eru frá öðrum sem ekkert skynbragð bera á þá hættu sem frekari aðför að virði háskólamenntunnar kann að leiða af sér. Höfundur er formaður Stéttarfélags lögfræðinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stéttarfélög Fjármál heimilisins Kjaramál Skóla- og menntamál Háskólar Mest lesið Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Í lok síðasta árs fóru helstu hagsmunaaðilar almenna vinnumarkaðarins mikinn og töluðu um mikilvægi þess að skapa þjóðarsátt á sameiginlegu borði. Mörgum varð fljótlega ljóst að hér var einungis um að ræða þjóðarsátt sumra verkalýðsfélaga sem átti að heimfæra á allt launafólk í komandi kjarasamningsviðræðum. Flest aðildarfélög BHM sáu strax í hvað stefndi og höfnuðu þátttöku í sameiginlegri vegferð þar sem öllum var ljóst að aðrir stýrðu ferðinni. Á sama tíma lögðu háskólafélögin jafnframt ríka áherslu á að þau væru tilbúin til kjarasamningsviðræðna. Formaður BHM lýsti fáránleika málsins ágætlega með vísun sinni til 47% þjóðarsáttar í góðri grein sinni sem birt var þann 1. janúar sl. á www.visir.is og varpaði með því skýru ljósi á skort á samstöðu um hið svokallaða merki markaðarins sem stóð til að mynda á umræddu borði sumra. Í sem stystu máli þá fólst í umræddri 47% þjóðarsátt að enn og aftur myndu stéttarfélög háskólamenntaðra bera minna úr býtum en önnur félög og þannig yrði það til næstu fjögurra ára. Í fjölmörgum tilvikum rýrnun á launalið miðað við verðbólguspá. Það ætti því að koma fáum á óvart þegar 22 stéttarfélög háskólamenntaðra stóðu að sameiginlegri yfirlýsingu í mars á þessu ári þar sem þau lýstu miklum áhyggjum af stöðu háskólamenntunar, virði og sókn í háskólanám og áhrifum þess á þjóðarhag til skemmri og lengri tíma litið. Háskólamenntaðir hefðu setið eftir í kjarasamningum síðustu ára vegna ítrekaðra krónutöluhækkana með tilheyrandi samþjöppun á vinnumarkaði. Þar lýstu félögin áhyggjum af versnandi hag háskólafólks og kröfðust leiðréttingar á launum og þeim þannig tryggð kaupmáttaraukning ráðstöfunartekna í komandi kjaraviðræðum. Forsvarsmenn stéttarfélaga og bandalaga hafa undanfarið gagnrýnt afstöðu ríkisins og sveitarfélaganna um að vísa í sífellu í hið svokallaða merki markaðarins. Þann 15. ágúst síðastliðinn birtist til að mynda hispurslaus grein í Vísi um óheillaþróun á vinnumarkaði eftir framkvæmdastjóra og formann kjaradeildar Verkfræðingafélags Íslands. Þar gerðu höfundar það að umtalsefni sínu að samningsréttur háskólamenntaðra hefði hreinlega verið afnuminn. Formaður FÍN, annars stærsta stéttarfélags háskólamenntaðra innan BHM, sló á sama streng í frétt á ríkisútvarpinu á dögunum þar sem hún lýsti því jafnframt yfir að félagið væri tilbúið til að grípa til aðgerða ef til þess kæmi. Það má ekki gleyma því að við störfum í efnahagsumhverfi þar sem þú færð hvað minnst fyrir háskólamenntun innan OECD og má því færa líkur fyrir því að það sama gildi í öllum heiminum. Samkvæmt opinberum gögnum frá OECD þá var ávinningur af háskólanámi minnstur á Íslandi meðal allra þjóða innan OECD. Nýrra gagna er beðið frá OECD en ljóst þykir að ástandið hefur vart skánað þar sem allir samningar síðan þá hafa einkennst af krónutöluhækkunum og því líklegt að ávinningur af háskólamenntun fari enn minnkandi. Skýrslur annarra greiningaraðila renna frekari stoðum undir þetta. Sigurður Jóhannesson forstöðumaður Hagfræðistofnunnar Háskóla Íslands bendir til að mynda á það í grein sem birtist í Viðskiptablaðinu í desember síðastliðnum að á meðan kaupmáttur háskólafólks hefur ekkert breyst frá aldamótum hafi kaupmáttur launþega með grunnmenntun aukist um 44%. Þá bendir hann einnig á að laun háskólafólks séu að meðaltali 17% hærri en laun grunnmenntaðra hér á landi á meðan munurinn er að meðaltali 50% í samanburðarlöndum. Eru þetta skilaboðin sem ríkið og sveitarfélögin vilja gefa út í samfélagið. Að háskólamenntun skipti ekki máli? Að það að hafa farið af vinnumarkað og sótt þér háskólamenntun skili þér litlu sem engu umfram í launaumslagið? Hvernig fer þetta að lokum með samkeppnisstöðu íslands þegar kemur að háskólamenntuðum? Hættan er að minnsta kosti sú að ef fulltrúar laungreiðenda á almennum og opinberum vinnumarkaði fara ekki að koma að samningsborðinu með faglegum og ábyrgum hætti þá muni hagur háskólafólks samanborið við aðra halda áfram að versna. Ungt fólk fer síður í nám hérlendis en í samanburðarlöndum okkar og þeir sem mennta sig verða stöðugt líklegri til að sækja í störf erlendis þar sem laun eru hærri, skuldir og skattar lægri og lífsgæði meiri. Fjöldi þeirra sem ljúka menntun á aldrinum 25 til 34 ára hér á landi er langt frá því að vera eins og helst yrði á kosið og á pari við lönd eins og Kosta Ríka, Chile og Eistland. Í okkar huga er það í raun algjört lágmark að viðsemjandi komi til viðræðna við háskólafélög í ljósi þeirra hagsmuna en ekki með fyrir fram ákveðna hugmyndir sem teknar eru frá öðrum sem ekkert skynbragð bera á þá hættu sem frekari aðför að virði háskólamenntunnar kann að leiða af sér. Höfundur er formaður Stéttarfélags lögfræðinga.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun