Ráðamenn hverfa frá refsistefnunni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 13. september 2024 07:33 Íslensk stjórnvöld hafa aldrei mótað heildstæða stefnu um tilgang dóma, þ.e. hvort að tilgangur þeirra sé refsing eða endurhæfing. Engu máli skiptir hvaða flokkar eru við völd, íslenskt stjórnmálafólk virðist einfaldlega ekki hafa áhuga á því hvað gerist eftir að dómstólar hafa kveðið upp sína dóma. Afstaða hefur í tvo áratugi barist fyrir því að dómar hafi tilgang, að fólk sem hlýtur dóm verði nýtir samfélagsþegnar eftir afplánun. Forseti Íslands og forsætisráðherra héldu ávörp á Alþingi í vikunni. Í báðum ræðum kvað við tón sem auðveldlega má túlka með þeim hætti að markmiðið með fangelsiskerfinu sé að skila betra fólki út í samfélagið. Að mati Afstöðu er því hér komið kærkomið tækifæri til að hverfa frá refsistefnu þeirri sem á Íslandi hefur ætíð verið við lýði. Vopnaburður ungmenna hefur verið ofarlega á baugi að undanförnu og sérstaklega eftir þann hörmulega atburð sem átti sér stað á Menningarnótt í miðborg Reykjavíkur. Í ræðu sinni við þingsetningu Alþingis vísaði Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, til þess að horfa þurfi á ofbeldi í víðara samhengi en gert hefur verið. „Við þurfum að kafa dýpra, að uppsprettu þeirrar vanlíðunar sem brýst fram í ofbeldi. Enginn sem líður vel, hvort sem er fullorðinn eða barn, vopnast til að meiða aðra. [...] Ofbeldi er ekki bara viðfangsefni löggæslu og dómskerfis – ofbeldi er heilbrigðismál, eins og breski forsætisráðherrann sagði nýlega svo umbúðalaust." Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, talaði á sambærilegum nótum í stefnuræðu sinni. „Harmleikir síðustu vikna snerta allt samfélagið þannig að flest annað verður í skyndingu mjög léttvægt. Þetta eru atburðir sem hverfast um það sem okkur skiptir mestu máli; að búa við öryggi og frið, að geta áhyggjulaus leyft börnunum okkar að fara um og njóta lífsins," sagði Bjarni og boðaði aðgerðir á borð við „betri meðferðarúrræði" til að bregðast við ofbeldi í samfélaginu. „En við verðum að muna að þessi mál verða ekki leyst með lögboðum einum eða stjórnvaldsákvörðunum. Þau kalla á stærra samtal um það hvernig við öll saman stöndum vörð um samfélagið sem við þekkjum og ætlum áfram að vera." Að mati Afstöðu er skýrt af ræðum æðstu valdhafa landsins að markmiðið er endurhæfing, eða betrun, enda eru forvarnir árangursríkari en refsing. Þau hafa rétt fyrir sér og Afstaða er tilbúin til að taka þátt í því starfi sem framundan er við að breyta stefnu stjórnvalda frá refsingu og til betrunar. Höfundur er formaður Afstöðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Þóroddsson Fangelsismál Mest lesið Halldór 17.05.2025 Halldór Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Íslensk stjórnvöld hafa aldrei mótað heildstæða stefnu um tilgang dóma, þ.e. hvort að tilgangur þeirra sé refsing eða endurhæfing. Engu máli skiptir hvaða flokkar eru við völd, íslenskt stjórnmálafólk virðist einfaldlega ekki hafa áhuga á því hvað gerist eftir að dómstólar hafa kveðið upp sína dóma. Afstaða hefur í tvo áratugi barist fyrir því að dómar hafi tilgang, að fólk sem hlýtur dóm verði nýtir samfélagsþegnar eftir afplánun. Forseti Íslands og forsætisráðherra héldu ávörp á Alþingi í vikunni. Í báðum ræðum kvað við tón sem auðveldlega má túlka með þeim hætti að markmiðið með fangelsiskerfinu sé að skila betra fólki út í samfélagið. Að mati Afstöðu er því hér komið kærkomið tækifæri til að hverfa frá refsistefnu þeirri sem á Íslandi hefur ætíð verið við lýði. Vopnaburður ungmenna hefur verið ofarlega á baugi að undanförnu og sérstaklega eftir þann hörmulega atburð sem átti sér stað á Menningarnótt í miðborg Reykjavíkur. Í ræðu sinni við þingsetningu Alþingis vísaði Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, til þess að horfa þurfi á ofbeldi í víðara samhengi en gert hefur verið. „Við þurfum að kafa dýpra, að uppsprettu þeirrar vanlíðunar sem brýst fram í ofbeldi. Enginn sem líður vel, hvort sem er fullorðinn eða barn, vopnast til að meiða aðra. [...] Ofbeldi er ekki bara viðfangsefni löggæslu og dómskerfis – ofbeldi er heilbrigðismál, eins og breski forsætisráðherrann sagði nýlega svo umbúðalaust." Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, talaði á sambærilegum nótum í stefnuræðu sinni. „Harmleikir síðustu vikna snerta allt samfélagið þannig að flest annað verður í skyndingu mjög léttvægt. Þetta eru atburðir sem hverfast um það sem okkur skiptir mestu máli; að búa við öryggi og frið, að geta áhyggjulaus leyft börnunum okkar að fara um og njóta lífsins," sagði Bjarni og boðaði aðgerðir á borð við „betri meðferðarúrræði" til að bregðast við ofbeldi í samfélaginu. „En við verðum að muna að þessi mál verða ekki leyst með lögboðum einum eða stjórnvaldsákvörðunum. Þau kalla á stærra samtal um það hvernig við öll saman stöndum vörð um samfélagið sem við þekkjum og ætlum áfram að vera." Að mati Afstöðu er skýrt af ræðum æðstu valdhafa landsins að markmiðið er endurhæfing, eða betrun, enda eru forvarnir árangursríkari en refsing. Þau hafa rétt fyrir sér og Afstaða er tilbúin til að taka þátt í því starfi sem framundan er við að breyta stefnu stjórnvalda frá refsingu og til betrunar. Höfundur er formaður Afstöðu.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun