Tekur undir með Ferguson varðandi Bosnich Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. september 2024 22:16 Mark Bosnich er ekki beint í miklum metum hjá Paul Scholes. Ross Kinnaird/ROLAND SCHLAGER Paul Scholes tekur undir með þjálfara sínum fyrrverandi, Sir Alex Ferguson, er varðar getu Mark Bosnich en sá lék um árabil í marki félagsins. Markvörðurinn fékk bæði að heyra að hann væri latur sem og að hann gæti ekki sparkað almennilega í fótbolta. Hinn 49 ára gamli Scholes, sem er talinn einn af betri miðjumönnum sinnar kynslóðar á Englandi, var gestur í hlaðvarpinu The Overlap þar sem fyrrverandi samherjar hans Gary Neville og Roy Keane eru meðal þáttastjórnanda. Scholes lék allan sinn feril með Man United og varð Englandsmeistari ellefu sinnum, þrívegis enskur bikarmeistari og tvívegis Evrópumeistari. Þrátt fyrir gríðarlega sigursælan feril þá voru nokkrir samherjar sem hreinlega stóðust ekki þær kröfur sem gerðar voru til þeirra. "He was so unprofessional!" 👀Paul Scholes doesn't hold back on former teammate Mark Bosnich... pic.twitter.com/FEr9cgHe4k— The Overlap (@WeAreTheOverlap) September 5, 2024 Scholes nefndi Argentínumanninn Juan Sebastian Verón en þrátt fyrir að vera virkilega góður í fótbolta þá gengu hlutirnir ekki upp í honum í Manchester. Svo sneri hann sér að Bosnich sem fékk það verðuga verkefni að leysa Peter Schmeichel af hólmi. „Mér fannst Bosnich góður þegar hann spilaði með Aston Villa en hann gat ekkert hjá okkur. Venjulega fá markmenn á sig 10-20 skot í skotæfingum en hann var sprunginn eftir þrjú. Svo var annað, hann gat ekki sparkað í boltann. Útspörkin hans drifu varla upp á miðju.“ Í ofanálag sagði Scholes að skórnir sem Bosnich hefði notað hefðu verið alltof stórir og ekki skrítið að hann gæti ekki sparkað í boltann. Segja má að Scholes endurspegli þarna orð Sir Alex um þennan fyrrum markvörð félagsins. Í ævisögu sinni sem kom út árið 2013 sagði Skotinn að markvörðurinn væri einn latasti leikmaður sem hann hefði þjálfað. Þá sagði hann Bosnich vera hræðilegan atvinnumann. Það kemur ef til vill lítið á óvart að Bosnich spilaði aðeins 36 leiki fyrir Man United og var látinn fara eftir eitt tímabil. Hann hélt marki sínu hreinu í 11 af 23 deildarleikjum og stóð uppi sem Englandsmeistari í lok tímabils. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Sjá meira
Hinn 49 ára gamli Scholes, sem er talinn einn af betri miðjumönnum sinnar kynslóðar á Englandi, var gestur í hlaðvarpinu The Overlap þar sem fyrrverandi samherjar hans Gary Neville og Roy Keane eru meðal þáttastjórnanda. Scholes lék allan sinn feril með Man United og varð Englandsmeistari ellefu sinnum, þrívegis enskur bikarmeistari og tvívegis Evrópumeistari. Þrátt fyrir gríðarlega sigursælan feril þá voru nokkrir samherjar sem hreinlega stóðust ekki þær kröfur sem gerðar voru til þeirra. "He was so unprofessional!" 👀Paul Scholes doesn't hold back on former teammate Mark Bosnich... pic.twitter.com/FEr9cgHe4k— The Overlap (@WeAreTheOverlap) September 5, 2024 Scholes nefndi Argentínumanninn Juan Sebastian Verón en þrátt fyrir að vera virkilega góður í fótbolta þá gengu hlutirnir ekki upp í honum í Manchester. Svo sneri hann sér að Bosnich sem fékk það verðuga verkefni að leysa Peter Schmeichel af hólmi. „Mér fannst Bosnich góður þegar hann spilaði með Aston Villa en hann gat ekkert hjá okkur. Venjulega fá markmenn á sig 10-20 skot í skotæfingum en hann var sprunginn eftir þrjú. Svo var annað, hann gat ekki sparkað í boltann. Útspörkin hans drifu varla upp á miðju.“ Í ofanálag sagði Scholes að skórnir sem Bosnich hefði notað hefðu verið alltof stórir og ekki skrítið að hann gæti ekki sparkað í boltann. Segja má að Scholes endurspegli þarna orð Sir Alex um þennan fyrrum markvörð félagsins. Í ævisögu sinni sem kom út árið 2013 sagði Skotinn að markvörðurinn væri einn latasti leikmaður sem hann hefði þjálfað. Þá sagði hann Bosnich vera hræðilegan atvinnumann. Það kemur ef til vill lítið á óvart að Bosnich spilaði aðeins 36 leiki fyrir Man United og var látinn fara eftir eitt tímabil. Hann hélt marki sínu hreinu í 11 af 23 deildarleikjum og stóð uppi sem Englandsmeistari í lok tímabils.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Sjá meira