Tekur undir með Ferguson varðandi Bosnich Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. september 2024 22:16 Mark Bosnich er ekki beint í miklum metum hjá Paul Scholes. Ross Kinnaird/ROLAND SCHLAGER Paul Scholes tekur undir með þjálfara sínum fyrrverandi, Sir Alex Ferguson, er varðar getu Mark Bosnich en sá lék um árabil í marki félagsins. Markvörðurinn fékk bæði að heyra að hann væri latur sem og að hann gæti ekki sparkað almennilega í fótbolta. Hinn 49 ára gamli Scholes, sem er talinn einn af betri miðjumönnum sinnar kynslóðar á Englandi, var gestur í hlaðvarpinu The Overlap þar sem fyrrverandi samherjar hans Gary Neville og Roy Keane eru meðal þáttastjórnanda. Scholes lék allan sinn feril með Man United og varð Englandsmeistari ellefu sinnum, þrívegis enskur bikarmeistari og tvívegis Evrópumeistari. Þrátt fyrir gríðarlega sigursælan feril þá voru nokkrir samherjar sem hreinlega stóðust ekki þær kröfur sem gerðar voru til þeirra. "He was so unprofessional!" 👀Paul Scholes doesn't hold back on former teammate Mark Bosnich... pic.twitter.com/FEr9cgHe4k— The Overlap (@WeAreTheOverlap) September 5, 2024 Scholes nefndi Argentínumanninn Juan Sebastian Verón en þrátt fyrir að vera virkilega góður í fótbolta þá gengu hlutirnir ekki upp í honum í Manchester. Svo sneri hann sér að Bosnich sem fékk það verðuga verkefni að leysa Peter Schmeichel af hólmi. „Mér fannst Bosnich góður þegar hann spilaði með Aston Villa en hann gat ekkert hjá okkur. Venjulega fá markmenn á sig 10-20 skot í skotæfingum en hann var sprunginn eftir þrjú. Svo var annað, hann gat ekki sparkað í boltann. Útspörkin hans drifu varla upp á miðju.“ Í ofanálag sagði Scholes að skórnir sem Bosnich hefði notað hefðu verið alltof stórir og ekki skrítið að hann gæti ekki sparkað í boltann. Segja má að Scholes endurspegli þarna orð Sir Alex um þennan fyrrum markvörð félagsins. Í ævisögu sinni sem kom út árið 2013 sagði Skotinn að markvörðurinn væri einn latasti leikmaður sem hann hefði þjálfað. Þá sagði hann Bosnich vera hræðilegan atvinnumann. Það kemur ef til vill lítið á óvart að Bosnich spilaði aðeins 36 leiki fyrir Man United og var látinn fara eftir eitt tímabil. Hann hélt marki sínu hreinu í 11 af 23 deildarleikjum og stóð uppi sem Englandsmeistari í lok tímabils. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Enn tapar Vardy fyrir Rooney í dómssalnum Fótbolti Síðasta tímabil Haaland með Manchester City? Enski boltinn Salah farinn heim til Liverpool: Ofbeldisfullir andstæðingar og hættulegur völlur Enski boltinn KSÍ vildi fá Albert sem bað um hvíld Fótbolti Sænskir fjölmiðlar greina frá gagnrýni Eggerts Arons Sport Hlerunarbúnaður í klefa United á Villa Park tók upp ræður Ten Hag Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands fyrir leikinn gegn Tyrkjum Fótbolti Íslenskt verðlaunalið selur klósettpappír upp í ferð á stórmót Sport Heimir minntist Baldock Fótbolti Býður upp á ítalska Haggis-pítsu til heiðurs McTominay og Gilmour Fótbolti Fleiri fréttir Dagný kom við sögu í jafntefli West Ham Saka hefði getað spilað gegn Finnum Salah farinn heim til Liverpool: Ofbeldisfullir andstæðingar og hættulegur völlur Síðasta tímabil Haaland með Manchester City? Hlerunarbúnaður í klefa United á Villa Park tók upp ræður Ten Hag Jason lagði upp í sigri gegn liði 92-árgangsins Pabbi Son dæmdur fyrir brot gegn börnum Saka sendur heim vegna meiðsla Leikmaður Brighton var nálægt því að deyja um borð í flugvél Saka fór meiddur út af Mazraoui fór í aðgerð vegna hjartavandamála Stjörnulögfræðingur á að bjarga Paqueta frá lífstíðarbanni Milan vill að Zlatan sæki landa sinn frá Manchester Fyrrum leikmaður ÍBV og Sheffield United fannst látinn Leikmaður Chelsea flutti aftur heim til mömmu og pabba Gott fyrir Heimi en áfall fyrir Liverpool Grealish: Ég hefði átt að fara með á EM Félögunum refsað en Jackson sleppur Á skotskónum í framrúðubikarnum Lineker gefur lítið fyrir slúðursögur um framtíð sína Man City og enska úrvalsdeildin segjast bæði hafa borið sigur úr býtum Hætti á samfélagsmiðlum og hættir ekki að skora Onana haldið oftast hreinu Ofurvaramaðurinn Duran fær nýjan sex ára samning Næstu vikur gríðarlega mikilvægar fyrir Ten Hag „Bara lygarar og svindlarar sem segja að hann sé vandamálið“ Man United ekki byrjað verr síðan 1989 Hemp í sögubækurnar og Man City á toppinn Ten Hag: Erum allir á sömu blaðsíðu Ótrúleg endurkoma Brighton Sjá meira
Hinn 49 ára gamli Scholes, sem er talinn einn af betri miðjumönnum sinnar kynslóðar á Englandi, var gestur í hlaðvarpinu The Overlap þar sem fyrrverandi samherjar hans Gary Neville og Roy Keane eru meðal þáttastjórnanda. Scholes lék allan sinn feril með Man United og varð Englandsmeistari ellefu sinnum, þrívegis enskur bikarmeistari og tvívegis Evrópumeistari. Þrátt fyrir gríðarlega sigursælan feril þá voru nokkrir samherjar sem hreinlega stóðust ekki þær kröfur sem gerðar voru til þeirra. "He was so unprofessional!" 👀Paul Scholes doesn't hold back on former teammate Mark Bosnich... pic.twitter.com/FEr9cgHe4k— The Overlap (@WeAreTheOverlap) September 5, 2024 Scholes nefndi Argentínumanninn Juan Sebastian Verón en þrátt fyrir að vera virkilega góður í fótbolta þá gengu hlutirnir ekki upp í honum í Manchester. Svo sneri hann sér að Bosnich sem fékk það verðuga verkefni að leysa Peter Schmeichel af hólmi. „Mér fannst Bosnich góður þegar hann spilaði með Aston Villa en hann gat ekkert hjá okkur. Venjulega fá markmenn á sig 10-20 skot í skotæfingum en hann var sprunginn eftir þrjú. Svo var annað, hann gat ekki sparkað í boltann. Útspörkin hans drifu varla upp á miðju.“ Í ofanálag sagði Scholes að skórnir sem Bosnich hefði notað hefðu verið alltof stórir og ekki skrítið að hann gæti ekki sparkað í boltann. Segja má að Scholes endurspegli þarna orð Sir Alex um þennan fyrrum markvörð félagsins. Í ævisögu sinni sem kom út árið 2013 sagði Skotinn að markvörðurinn væri einn latasti leikmaður sem hann hefði þjálfað. Þá sagði hann Bosnich vera hræðilegan atvinnumann. Það kemur ef til vill lítið á óvart að Bosnich spilaði aðeins 36 leiki fyrir Man United og var látinn fara eftir eitt tímabil. Hann hélt marki sínu hreinu í 11 af 23 deildarleikjum og stóð uppi sem Englandsmeistari í lok tímabils.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Enn tapar Vardy fyrir Rooney í dómssalnum Fótbolti Síðasta tímabil Haaland með Manchester City? Enski boltinn Salah farinn heim til Liverpool: Ofbeldisfullir andstæðingar og hættulegur völlur Enski boltinn KSÍ vildi fá Albert sem bað um hvíld Fótbolti Sænskir fjölmiðlar greina frá gagnrýni Eggerts Arons Sport Hlerunarbúnaður í klefa United á Villa Park tók upp ræður Ten Hag Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands fyrir leikinn gegn Tyrkjum Fótbolti Íslenskt verðlaunalið selur klósettpappír upp í ferð á stórmót Sport Heimir minntist Baldock Fótbolti Býður upp á ítalska Haggis-pítsu til heiðurs McTominay og Gilmour Fótbolti Fleiri fréttir Dagný kom við sögu í jafntefli West Ham Saka hefði getað spilað gegn Finnum Salah farinn heim til Liverpool: Ofbeldisfullir andstæðingar og hættulegur völlur Síðasta tímabil Haaland með Manchester City? Hlerunarbúnaður í klefa United á Villa Park tók upp ræður Ten Hag Jason lagði upp í sigri gegn liði 92-árgangsins Pabbi Son dæmdur fyrir brot gegn börnum Saka sendur heim vegna meiðsla Leikmaður Brighton var nálægt því að deyja um borð í flugvél Saka fór meiddur út af Mazraoui fór í aðgerð vegna hjartavandamála Stjörnulögfræðingur á að bjarga Paqueta frá lífstíðarbanni Milan vill að Zlatan sæki landa sinn frá Manchester Fyrrum leikmaður ÍBV og Sheffield United fannst látinn Leikmaður Chelsea flutti aftur heim til mömmu og pabba Gott fyrir Heimi en áfall fyrir Liverpool Grealish: Ég hefði átt að fara með á EM Félögunum refsað en Jackson sleppur Á skotskónum í framrúðubikarnum Lineker gefur lítið fyrir slúðursögur um framtíð sína Man City og enska úrvalsdeildin segjast bæði hafa borið sigur úr býtum Hætti á samfélagsmiðlum og hættir ekki að skora Onana haldið oftast hreinu Ofurvaramaðurinn Duran fær nýjan sex ára samning Næstu vikur gríðarlega mikilvægar fyrir Ten Hag „Bara lygarar og svindlarar sem segja að hann sé vandamálið“ Man United ekki byrjað verr síðan 1989 Hemp í sögubækurnar og Man City á toppinn Ten Hag: Erum allir á sömu blaðsíðu Ótrúleg endurkoma Brighton Sjá meira