Tekur undir með Ferguson varðandi Bosnich Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. september 2024 22:16 Mark Bosnich er ekki beint í miklum metum hjá Paul Scholes. Ross Kinnaird/ROLAND SCHLAGER Paul Scholes tekur undir með þjálfara sínum fyrrverandi, Sir Alex Ferguson, er varðar getu Mark Bosnich en sá lék um árabil í marki félagsins. Markvörðurinn fékk bæði að heyra að hann væri latur sem og að hann gæti ekki sparkað almennilega í fótbolta. Hinn 49 ára gamli Scholes, sem er talinn einn af betri miðjumönnum sinnar kynslóðar á Englandi, var gestur í hlaðvarpinu The Overlap þar sem fyrrverandi samherjar hans Gary Neville og Roy Keane eru meðal þáttastjórnanda. Scholes lék allan sinn feril með Man United og varð Englandsmeistari ellefu sinnum, þrívegis enskur bikarmeistari og tvívegis Evrópumeistari. Þrátt fyrir gríðarlega sigursælan feril þá voru nokkrir samherjar sem hreinlega stóðust ekki þær kröfur sem gerðar voru til þeirra. "He was so unprofessional!" 👀Paul Scholes doesn't hold back on former teammate Mark Bosnich... pic.twitter.com/FEr9cgHe4k— The Overlap (@WeAreTheOverlap) September 5, 2024 Scholes nefndi Argentínumanninn Juan Sebastian Verón en þrátt fyrir að vera virkilega góður í fótbolta þá gengu hlutirnir ekki upp í honum í Manchester. Svo sneri hann sér að Bosnich sem fékk það verðuga verkefni að leysa Peter Schmeichel af hólmi. „Mér fannst Bosnich góður þegar hann spilaði með Aston Villa en hann gat ekkert hjá okkur. Venjulega fá markmenn á sig 10-20 skot í skotæfingum en hann var sprunginn eftir þrjú. Svo var annað, hann gat ekki sparkað í boltann. Útspörkin hans drifu varla upp á miðju.“ Í ofanálag sagði Scholes að skórnir sem Bosnich hefði notað hefðu verið alltof stórir og ekki skrítið að hann gæti ekki sparkað í boltann. Segja má að Scholes endurspegli þarna orð Sir Alex um þennan fyrrum markvörð félagsins. Í ævisögu sinni sem kom út árið 2013 sagði Skotinn að markvörðurinn væri einn latasti leikmaður sem hann hefði þjálfað. Þá sagði hann Bosnich vera hræðilegan atvinnumann. Það kemur ef til vill lítið á óvart að Bosnich spilaði aðeins 36 leiki fyrir Man United og var látinn fara eftir eitt tímabil. Hann hélt marki sínu hreinu í 11 af 23 deildarleikjum og stóð uppi sem Englandsmeistari í lok tímabils. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Körfubolti Diljá Ýr búin að semja við Brann Fótbolti Fleiri fréttir Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Sjá meira
Hinn 49 ára gamli Scholes, sem er talinn einn af betri miðjumönnum sinnar kynslóðar á Englandi, var gestur í hlaðvarpinu The Overlap þar sem fyrrverandi samherjar hans Gary Neville og Roy Keane eru meðal þáttastjórnanda. Scholes lék allan sinn feril með Man United og varð Englandsmeistari ellefu sinnum, þrívegis enskur bikarmeistari og tvívegis Evrópumeistari. Þrátt fyrir gríðarlega sigursælan feril þá voru nokkrir samherjar sem hreinlega stóðust ekki þær kröfur sem gerðar voru til þeirra. "He was so unprofessional!" 👀Paul Scholes doesn't hold back on former teammate Mark Bosnich... pic.twitter.com/FEr9cgHe4k— The Overlap (@WeAreTheOverlap) September 5, 2024 Scholes nefndi Argentínumanninn Juan Sebastian Verón en þrátt fyrir að vera virkilega góður í fótbolta þá gengu hlutirnir ekki upp í honum í Manchester. Svo sneri hann sér að Bosnich sem fékk það verðuga verkefni að leysa Peter Schmeichel af hólmi. „Mér fannst Bosnich góður þegar hann spilaði með Aston Villa en hann gat ekkert hjá okkur. Venjulega fá markmenn á sig 10-20 skot í skotæfingum en hann var sprunginn eftir þrjú. Svo var annað, hann gat ekki sparkað í boltann. Útspörkin hans drifu varla upp á miðju.“ Í ofanálag sagði Scholes að skórnir sem Bosnich hefði notað hefðu verið alltof stórir og ekki skrítið að hann gæti ekki sparkað í boltann. Segja má að Scholes endurspegli þarna orð Sir Alex um þennan fyrrum markvörð félagsins. Í ævisögu sinni sem kom út árið 2013 sagði Skotinn að markvörðurinn væri einn latasti leikmaður sem hann hefði þjálfað. Þá sagði hann Bosnich vera hræðilegan atvinnumann. Það kemur ef til vill lítið á óvart að Bosnich spilaði aðeins 36 leiki fyrir Man United og var látinn fara eftir eitt tímabil. Hann hélt marki sínu hreinu í 11 af 23 deildarleikjum og stóð uppi sem Englandsmeistari í lok tímabils.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Körfubolti Diljá Ýr búin að semja við Brann Fótbolti Fleiri fréttir Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Sjá meira