Ævar Þór Benediktsson hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Magnús Jochum Pálsson skrifar 12. september 2024 18:17 Að athöfn lokinni frá vinstri Katrín Lilja Jónsdóttir dómnefndarfulltrúi, Yrsa Sigurðardóttir formaður dómnefndar, Ævar Þór Benediktsson og Einar Þorsteinsson borgarstjóri Ævar Þór Benediktsson, leikari og rithöfundur, hlaut Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í dag fyrir handritið Skólastjórann. Verðlaunin voru veitt í fimmta sinn en alls bárust 41 handrit undir dulnefni í ár. Einar Þorsteinsson, borgarstjóri, afhenti Ævari verðlaunin við hátíðlega athöfn í Höfða. Í dómnefnd sátu Yrsa Sigurðardóttir, Þorgeir Ólafsson og Katrín Lilja Jónsdóttir. Verðlaunin eru veitt árlega fyrir óprentað handrit að barna- eða ungmennabók og er ætlað að hvetja til metnaðarfullra skrifa fyrir börn og ungmenni og halda á lofti merkjum Guðrúnar Helgadóttur. Verðlaunahandritið Skólastjórinn kemur út hjá Forlaginu á næsta ári. Í athöfninni minntist borgarstjóri Guðrúnar Helgadóttur, sem lést árið 2022, og hennar mikilvæga framlags til barnabókmennta. Sagan byggi á eigin reynslu Ævar sagði viðurkenninguna mikinn heiður í ræðu sinni. „Bækur Guðrúnar Helgadóttur voru að sjálfsögðu lesnar fram og til baka á mínu heimili. Mennskan og kærleikurinn sem hún laumaði í línurnar sínar er eitthvað sem hefur setið í mér alla tíð og voru mér ofarlega í huga við skrif Skólastjórans.“ Skólastjórinn fjallar um 12 ára strák Salvar, sem óvart fær stöðu skólastjóra og þarf að breyta skólanum eftir eigin smekk. Bókin er þroskasaga um samskipti og ábyrgð og byggir sagan á reynslu Ævars í menntaskóla. Ævar Þór hefur ritað hátt í fjörutíu bækur fyrir börn og unglinga, meðal annars bókaflokkana Bernskubrek Ævars vísindamanns og Þín eigin-bækurnar en í þeim síðarnefndu velja lesendur sér leið í gegnum textann. Hann er einnig höfundur bókarinnar Strandaglópar! sem hlaut á dögunum heiðursverðlaun Margaret Wise Brown sem barnabók ársins 2024. Næsta bók Ævars, Skólaslit 3: Öskurdagur kemur út í byrjun október. Börn og uppeldi Bókmenntir Reykjavík Mest lesið Framhald: „Málið er að mig langar ekki til að deyja“ Áskorun „Ég nenni ekkert að hafa eitthvað að sanna“ Lífið Ótrúleg tilviljun er Stefán brenndi fánann Lífið „Leiðangurinn verður kvennaleiðangur að öllu leyti“ Lífið Hvað eru plötusnúðarnir að hlusta á? Lífið „Heillandi þegar einhver er handlaginn og hugsar vel um heilsuna“ Makamál Fékk ekki atvinnuviðtöl vegna kínverska nafnsins Lífið Krakkatían: Óveður, flugvélar og kirkjur Lífið Mary drottning hafi undrast umræðu um brúna skó Björns Lífið Laufey á lista yfir áhrifamestu áhrifavaldana Lífið Fleiri fréttir Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Skálda opnar: „Kannski ekki margir nógu vitlausir til að framkvæma þessa hugmynd“ Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs 2024 Margmenni í sköpunargleði og stuði á safninu Ólafur Elíasson tekur yfir Piccadilly Circus og Times Square Opna fyrstu umboðsstofuna í eigu leikara Baráttan innra með manni eins og ljós og skuggar Bein útsending: Salman Rushdie hlýtur verðlaun Halldórs Laxness Bong Joon Ho verður stafrænn heiðursgestur á RIFF Ævar Þór Benediktsson hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Ráðinn markaðs- og kynningarstjóri Tónlistarmiðstöðvar Verk Arnhildar og félaga valið framlag Íslands á Feneyjatvíæringnum í arkitektúr Lyfjameðferð við meðvirkni: „Æ, ég væri bara til í að taka eina töflu“ „Mann- og listfjandsamleg þvæla“ Sjá meira
Einar Þorsteinsson, borgarstjóri, afhenti Ævari verðlaunin við hátíðlega athöfn í Höfða. Í dómnefnd sátu Yrsa Sigurðardóttir, Þorgeir Ólafsson og Katrín Lilja Jónsdóttir. Verðlaunin eru veitt árlega fyrir óprentað handrit að barna- eða ungmennabók og er ætlað að hvetja til metnaðarfullra skrifa fyrir börn og ungmenni og halda á lofti merkjum Guðrúnar Helgadóttur. Verðlaunahandritið Skólastjórinn kemur út hjá Forlaginu á næsta ári. Í athöfninni minntist borgarstjóri Guðrúnar Helgadóttur, sem lést árið 2022, og hennar mikilvæga framlags til barnabókmennta. Sagan byggi á eigin reynslu Ævar sagði viðurkenninguna mikinn heiður í ræðu sinni. „Bækur Guðrúnar Helgadóttur voru að sjálfsögðu lesnar fram og til baka á mínu heimili. Mennskan og kærleikurinn sem hún laumaði í línurnar sínar er eitthvað sem hefur setið í mér alla tíð og voru mér ofarlega í huga við skrif Skólastjórans.“ Skólastjórinn fjallar um 12 ára strák Salvar, sem óvart fær stöðu skólastjóra og þarf að breyta skólanum eftir eigin smekk. Bókin er þroskasaga um samskipti og ábyrgð og byggir sagan á reynslu Ævars í menntaskóla. Ævar Þór hefur ritað hátt í fjörutíu bækur fyrir börn og unglinga, meðal annars bókaflokkana Bernskubrek Ævars vísindamanns og Þín eigin-bækurnar en í þeim síðarnefndu velja lesendur sér leið í gegnum textann. Hann er einnig höfundur bókarinnar Strandaglópar! sem hlaut á dögunum heiðursverðlaun Margaret Wise Brown sem barnabók ársins 2024. Næsta bók Ævars, Skólaslit 3: Öskurdagur kemur út í byrjun október.
Börn og uppeldi Bókmenntir Reykjavík Mest lesið Framhald: „Málið er að mig langar ekki til að deyja“ Áskorun „Ég nenni ekkert að hafa eitthvað að sanna“ Lífið Ótrúleg tilviljun er Stefán brenndi fánann Lífið „Leiðangurinn verður kvennaleiðangur að öllu leyti“ Lífið Hvað eru plötusnúðarnir að hlusta á? Lífið „Heillandi þegar einhver er handlaginn og hugsar vel um heilsuna“ Makamál Fékk ekki atvinnuviðtöl vegna kínverska nafnsins Lífið Krakkatían: Óveður, flugvélar og kirkjur Lífið Mary drottning hafi undrast umræðu um brúna skó Björns Lífið Laufey á lista yfir áhrifamestu áhrifavaldana Lífið Fleiri fréttir Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Skálda opnar: „Kannski ekki margir nógu vitlausir til að framkvæma þessa hugmynd“ Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs 2024 Margmenni í sköpunargleði og stuði á safninu Ólafur Elíasson tekur yfir Piccadilly Circus og Times Square Opna fyrstu umboðsstofuna í eigu leikara Baráttan innra með manni eins og ljós og skuggar Bein útsending: Salman Rushdie hlýtur verðlaun Halldórs Laxness Bong Joon Ho verður stafrænn heiðursgestur á RIFF Ævar Þór Benediktsson hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Ráðinn markaðs- og kynningarstjóri Tónlistarmiðstöðvar Verk Arnhildar og félaga valið framlag Íslands á Feneyjatvíæringnum í arkitektúr Lyfjameðferð við meðvirkni: „Æ, ég væri bara til í að taka eina töflu“ „Mann- og listfjandsamleg þvæla“ Sjá meira