Weinstein ákærður fyrir fleiri kynferðisbrot Kjartan Kjartansson skrifar 12. september 2024 18:16 Weinstein í dómsal á Manhattan í júlí. Fjöldi kvenna hefur sakað hann um nauðgun og kynferðisleg ofbeldi yfir margra ára tímabil. AP/Adam Gray Saksóknarar í máli Harveys Weinstein, bandaríska kvikmyndaframleiðandans, hafa lagt fram ákæru á hendur honum fyrir enn fleiri kynferðisbrot. Réttað verður aftur yfir Weinstein í New York eftir að dómstóll ógilti dóm sem hann hlaut í vor. Trúnaður ríkir enn um innihald ákærunnar en honum verður aflétt þegar Weinstein kemur fyrir dómara vegna hennar. AP-fréttastofan segir að það gæti jafnvel orðið í næstu viku. Saksóknararnir sögðu fyrir dómi í dag að nokkrir ásakendur væru tilbúnir að bera vitni gegn Weinstein. Saksóknarnir greindu frá því í síðustu viku að þeir hefðu lagt sönnunargögn fyrir ákærudómstól um þrjár nýjar ásakanir á hendur Weinstein sem ná allt aftur á miðjan fyrsta áratug aldarinnar. AP segir ekki ljóst hvort að nýju ákærunnar tengist þeim ásökunum. Æðsti dómstóll New York-ríkis ógilti í apríl dóm sem Weinstein hlaut fyrir nauðgun og kynferðisofbeldi gegn tveimur konum árið 2020. Rétta á yfir honum í því máli aftur um miðjan nóvember. Weinstein, sem er 72 ára gamall, jafnar sig nú á hjartaaðgerð sem hann gekkst undir í skyndi á mánudag. Þar var vökvi fjarlægður úr hjarta hans og lungum. Hann var ekki viðstaddur fyrirtökuna fyrir dómi í dag. Ásakanir fjölda kvenna á hendur Weinstein árið 2017 hrundu af stað byltingu sem hefur verið kennd við „MeToo“ um víðan heim. Þá stigu fyrst og fremst konur fram og lýstu reynslu sinni af kynferðislegu ofbeldi og áreitni valdamikilla manna. Mál Harvey Weinstein MeToo Bandaríkin Kynferðisofbeldi Erlend sakamál Tengdar fréttir Weinstein fluttur í flýti í bráðaaðgerð Harvey Weinstein, fyrrverandi kvikmyndaframleiðandi, var fluttur í flýti á spítala í gær í New York þar sem hann gekkst undir bráðaaðgerð á hjarta. Lögmenn Weinstein tilkynntu þetta í samtali við fréttastofu BBC. 9. september 2024 21:09 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Sjá meira
Trúnaður ríkir enn um innihald ákærunnar en honum verður aflétt þegar Weinstein kemur fyrir dómara vegna hennar. AP-fréttastofan segir að það gæti jafnvel orðið í næstu viku. Saksóknararnir sögðu fyrir dómi í dag að nokkrir ásakendur væru tilbúnir að bera vitni gegn Weinstein. Saksóknarnir greindu frá því í síðustu viku að þeir hefðu lagt sönnunargögn fyrir ákærudómstól um þrjár nýjar ásakanir á hendur Weinstein sem ná allt aftur á miðjan fyrsta áratug aldarinnar. AP segir ekki ljóst hvort að nýju ákærunnar tengist þeim ásökunum. Æðsti dómstóll New York-ríkis ógilti í apríl dóm sem Weinstein hlaut fyrir nauðgun og kynferðisofbeldi gegn tveimur konum árið 2020. Rétta á yfir honum í því máli aftur um miðjan nóvember. Weinstein, sem er 72 ára gamall, jafnar sig nú á hjartaaðgerð sem hann gekkst undir í skyndi á mánudag. Þar var vökvi fjarlægður úr hjarta hans og lungum. Hann var ekki viðstaddur fyrirtökuna fyrir dómi í dag. Ásakanir fjölda kvenna á hendur Weinstein árið 2017 hrundu af stað byltingu sem hefur verið kennd við „MeToo“ um víðan heim. Þá stigu fyrst og fremst konur fram og lýstu reynslu sinni af kynferðislegu ofbeldi og áreitni valdamikilla manna.
Mál Harvey Weinstein MeToo Bandaríkin Kynferðisofbeldi Erlend sakamál Tengdar fréttir Weinstein fluttur í flýti í bráðaaðgerð Harvey Weinstein, fyrrverandi kvikmyndaframleiðandi, var fluttur í flýti á spítala í gær í New York þar sem hann gekkst undir bráðaaðgerð á hjarta. Lögmenn Weinstein tilkynntu þetta í samtali við fréttastofu BBC. 9. september 2024 21:09 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Sjá meira
Weinstein fluttur í flýti í bráðaaðgerð Harvey Weinstein, fyrrverandi kvikmyndaframleiðandi, var fluttur í flýti á spítala í gær í New York þar sem hann gekkst undir bráðaaðgerð á hjarta. Lögmenn Weinstein tilkynntu þetta í samtali við fréttastofu BBC. 9. september 2024 21:09