Spenntur fyrir haustinu eftir strembið sumar Valur Páll Eiríksson skrifar 13. september 2024 13:01 Andri Fannar Baldursson. Vísir/Arnar Gengið hefur á ýmsu hjá fótboltamanninum Andra Fannari Baldurssyni síðustu misseri og hefur hann verið á flakki um Evrópu. Hann er á leið í spennandi verkefni í haust og mun skoða sín mál í janúar. Andri Fannar leikur með Elfsborg í Svíþjóð sem rétt missti af sænska meistaratitlinum í fyrra en er nú á leið í Evrópudeildina þar sem liðsins bíða meðal annars leikir við stórliðin Tottenham frá Englandi, Nice frá Frakklandi, tyrkneska liðið Galatasaray og Athletic Bilbao frá Spáni. „Það voru vonbrigði í fyrra að hafa ekki unnið deildina en núna erum við komnir í Evrópu. Við fengum rosalega leiki þannig að það er mjög spennandi verkefni og bara mjög gaman,“ segir Andri Fannar. Kostir og gallar við flakkið Andri var nýorðinn 18 ára þegar hann þreytti frumraun sína með Bologna í ítölsku A-deildinni árið 2020 en töluvert flakk hefur verið á honum síðan. Hann hefur verið á lánssamningi hjá FC Kaupmannahöfn í Danmörku, NEC í Hollandi og nú með Elfsborg í Svíþjóð. En tekur ekki á fyrir hann að vera sífellt á flakki og geta ekki fest niður rætur? „Já og nei. Þetta eru mörg ævintýri líka og gaman að kynnast öðruvísi löndum og kúltúr. Auðvitað er þetta líka smá erfitt. Svona er fótboltinn, það getur allt breyst á einni nóttu,“ segir Andri Fannar. Reikistefna í sumar Það gekk á ýmsu í sumar þegar Elfsborg vildi kaupa hann alfarið frá Bologna en varð ekki erindi sem erfiði. Lendingin varð sú að lánssamningur hans var framlengdur út tímabilið í Svíþjóð, sem klárast í lok árs. „Þetta var svolítið brösuglegt í sumar. Ég átti ekki að vera áfram í Elfsborg en það einhvern veginn breyttist. Ég var með nokkur tilboð í sumar og var aðeins að skoða mig um en á endanum ákvað ég að klára tímabilið með Elfsborg og taka svo stöðuna í sumar,“ segir Andri. „Það komu nokkur kauptilboð en Bologna sagði nei við öllu. Það segir mér að þeir vilji ennþá eitthvað með mig hafa því þeir hefðu léttilega getað losað mig en geðru það ekki,“ bætir hann við. En sér Andri þá framtíð sína hjá Bologna? „Klárlega. Þetta er náttúrulega minn klúbbur og mig langar að spila fyrir þá. Hvort það gerist eða ekki verður að koma í ljós. En ég er til í það og ef það gerist ekki er ég til í að skoða eitthvað annað.“ Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Sænski boltinn Ítalski boltinn Landslið karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Enski boltinn Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti Fleiri fréttir „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sjá meira
Andri Fannar leikur með Elfsborg í Svíþjóð sem rétt missti af sænska meistaratitlinum í fyrra en er nú á leið í Evrópudeildina þar sem liðsins bíða meðal annars leikir við stórliðin Tottenham frá Englandi, Nice frá Frakklandi, tyrkneska liðið Galatasaray og Athletic Bilbao frá Spáni. „Það voru vonbrigði í fyrra að hafa ekki unnið deildina en núna erum við komnir í Evrópu. Við fengum rosalega leiki þannig að það er mjög spennandi verkefni og bara mjög gaman,“ segir Andri Fannar. Kostir og gallar við flakkið Andri var nýorðinn 18 ára þegar hann þreytti frumraun sína með Bologna í ítölsku A-deildinni árið 2020 en töluvert flakk hefur verið á honum síðan. Hann hefur verið á lánssamningi hjá FC Kaupmannahöfn í Danmörku, NEC í Hollandi og nú með Elfsborg í Svíþjóð. En tekur ekki á fyrir hann að vera sífellt á flakki og geta ekki fest niður rætur? „Já og nei. Þetta eru mörg ævintýri líka og gaman að kynnast öðruvísi löndum og kúltúr. Auðvitað er þetta líka smá erfitt. Svona er fótboltinn, það getur allt breyst á einni nóttu,“ segir Andri Fannar. Reikistefna í sumar Það gekk á ýmsu í sumar þegar Elfsborg vildi kaupa hann alfarið frá Bologna en varð ekki erindi sem erfiði. Lendingin varð sú að lánssamningur hans var framlengdur út tímabilið í Svíþjóð, sem klárast í lok árs. „Þetta var svolítið brösuglegt í sumar. Ég átti ekki að vera áfram í Elfsborg en það einhvern veginn breyttist. Ég var með nokkur tilboð í sumar og var aðeins að skoða mig um en á endanum ákvað ég að klára tímabilið með Elfsborg og taka svo stöðuna í sumar,“ segir Andri. „Það komu nokkur kauptilboð en Bologna sagði nei við öllu. Það segir mér að þeir vilji ennþá eitthvað með mig hafa því þeir hefðu léttilega getað losað mig en geðru það ekki,“ bætir hann við. En sér Andri þá framtíð sína hjá Bologna? „Klárlega. Þetta er náttúrulega minn klúbbur og mig langar að spila fyrir þá. Hvort það gerist eða ekki verður að koma í ljós. En ég er til í það og ef það gerist ekki er ég til í að skoða eitthvað annað.“ Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Sænski boltinn Ítalski boltinn Landslið karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Enski boltinn Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti Fleiri fréttir „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sjá meira