Spenntur fyrir haustinu eftir strembið sumar Valur Páll Eiríksson skrifar 13. september 2024 13:01 Andri Fannar Baldursson. Vísir/Arnar Gengið hefur á ýmsu hjá fótboltamanninum Andra Fannari Baldurssyni síðustu misseri og hefur hann verið á flakki um Evrópu. Hann er á leið í spennandi verkefni í haust og mun skoða sín mál í janúar. Andri Fannar leikur með Elfsborg í Svíþjóð sem rétt missti af sænska meistaratitlinum í fyrra en er nú á leið í Evrópudeildina þar sem liðsins bíða meðal annars leikir við stórliðin Tottenham frá Englandi, Nice frá Frakklandi, tyrkneska liðið Galatasaray og Athletic Bilbao frá Spáni. „Það voru vonbrigði í fyrra að hafa ekki unnið deildina en núna erum við komnir í Evrópu. Við fengum rosalega leiki þannig að það er mjög spennandi verkefni og bara mjög gaman,“ segir Andri Fannar. Kostir og gallar við flakkið Andri var nýorðinn 18 ára þegar hann þreytti frumraun sína með Bologna í ítölsku A-deildinni árið 2020 en töluvert flakk hefur verið á honum síðan. Hann hefur verið á lánssamningi hjá FC Kaupmannahöfn í Danmörku, NEC í Hollandi og nú með Elfsborg í Svíþjóð. En tekur ekki á fyrir hann að vera sífellt á flakki og geta ekki fest niður rætur? „Já og nei. Þetta eru mörg ævintýri líka og gaman að kynnast öðruvísi löndum og kúltúr. Auðvitað er þetta líka smá erfitt. Svona er fótboltinn, það getur allt breyst á einni nóttu,“ segir Andri Fannar. Reikistefna í sumar Það gekk á ýmsu í sumar þegar Elfsborg vildi kaupa hann alfarið frá Bologna en varð ekki erindi sem erfiði. Lendingin varð sú að lánssamningur hans var framlengdur út tímabilið í Svíþjóð, sem klárast í lok árs. „Þetta var svolítið brösuglegt í sumar. Ég átti ekki að vera áfram í Elfsborg en það einhvern veginn breyttist. Ég var með nokkur tilboð í sumar og var aðeins að skoða mig um en á endanum ákvað ég að klára tímabilið með Elfsborg og taka svo stöðuna í sumar,“ segir Andri. „Það komu nokkur kauptilboð en Bologna sagði nei við öllu. Það segir mér að þeir vilji ennþá eitthvað með mig hafa því þeir hefðu léttilega getað losað mig en geðru það ekki,“ bætir hann við. En sér Andri þá framtíð sína hjá Bologna? „Klárlega. Þetta er náttúrulega minn klúbbur og mig langar að spila fyrir þá. Hvort það gerist eða ekki verður að koma í ljós. En ég er til í það og ef það gerist ekki er ég til í að skoða eitthvað annað.“ Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Sænski boltinn Ítalski boltinn Landslið karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið Þurfti að leita til tannlæknis eftir vænan olnboga Körfubolti Liverpool með fjögurra stiga forskot á toppnum Enski boltinn Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Golf Schmeichel lofsamar Landin: „Hugrakkasta fólk sem ég hef séð“ Fótbolti Sjáðu fáránleg mistök markvarðar Leeds Enski boltinn Nik fullur sjálfstrausts fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Komdu þér í gírinn fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Formúla 1 Í beinni: Arsenal - Southampton | Sigurlausir nýliðar mæta á Emirates Enski boltinn Í beinni: Fram - Vestri | Svarar Fram fyrir sig eftir risatapið? Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Okkur er sama hvað öðrum finnst um okkur“ Í beinni: Arsenal - Southampton | Sigurlausir nýliðar mæta á Emirates Í beinni: Man. City - Fulham | Meistararnir í vígahug Liverpool með fjögurra stiga forskot á toppnum Í beinni: Fram - Vestri | Svarar Fram fyrir sig eftir risatapið? Í beinni: Þór/KA - Víkingur | Spila um bronssætið Cole Campbell á bekknum hjá Dortmund „Finnst yfirleitt betra að spila fótbolta á tánum en hælunum“ Sjáðu fáránleg mistök markvarðar Leeds Lokaumferðin rosalega 1991: Fjögur lið gátu orðið meistarar og mættust innbyrðis Schmeichel lofsamar Landin: „Hugrakkasta fólk sem ég hef séð“ Nik fullur sjálfstrausts fyrir úrslitaleikinn Komdu þér í gírinn fyrir úrslitaleikinn „Við höfum líka mikið af vopnum í okkar búri“ Lukaku allt í öllu í sigri Napoli á nýliðunum KR sækir tvo frá Fjölni Sveindís Jane og Sædís Rún á skotskónum Guðrún sænskur meistari eftir sigur í Íslendingaslag Pogba má spila á nýjan leik í mars 2025 Kallað í Óskar vegna óvissu um Kristian Búin að sjá fyrir sér að lyfta skildinum: „Hugsa um það daglega“ Heimir með O'Shea í að lokka Delap Ratcliffe um Ten Hag: „Ekki mín ákvörðun“ Upphitun fyrir úrslitadaginn: „Þær eru meiri sigurvegarar en þetta Blikalið“ „Þá er ég mjög heimskur þjálfari“ Samherji Stefáns Teits í átta leikja bann fyrir að bíta mótherja Sjáðu Luis Enrique húðskamma Mbappé Íslenskur HM-fari í Stjörnuna Júlíus bætist við landsliðshópinn Verður áhorfendametið slegið á morgun? Sjá meira
Andri Fannar leikur með Elfsborg í Svíþjóð sem rétt missti af sænska meistaratitlinum í fyrra en er nú á leið í Evrópudeildina þar sem liðsins bíða meðal annars leikir við stórliðin Tottenham frá Englandi, Nice frá Frakklandi, tyrkneska liðið Galatasaray og Athletic Bilbao frá Spáni. „Það voru vonbrigði í fyrra að hafa ekki unnið deildina en núna erum við komnir í Evrópu. Við fengum rosalega leiki þannig að það er mjög spennandi verkefni og bara mjög gaman,“ segir Andri Fannar. Kostir og gallar við flakkið Andri var nýorðinn 18 ára þegar hann þreytti frumraun sína með Bologna í ítölsku A-deildinni árið 2020 en töluvert flakk hefur verið á honum síðan. Hann hefur verið á lánssamningi hjá FC Kaupmannahöfn í Danmörku, NEC í Hollandi og nú með Elfsborg í Svíþjóð. En tekur ekki á fyrir hann að vera sífellt á flakki og geta ekki fest niður rætur? „Já og nei. Þetta eru mörg ævintýri líka og gaman að kynnast öðruvísi löndum og kúltúr. Auðvitað er þetta líka smá erfitt. Svona er fótboltinn, það getur allt breyst á einni nóttu,“ segir Andri Fannar. Reikistefna í sumar Það gekk á ýmsu í sumar þegar Elfsborg vildi kaupa hann alfarið frá Bologna en varð ekki erindi sem erfiði. Lendingin varð sú að lánssamningur hans var framlengdur út tímabilið í Svíþjóð, sem klárast í lok árs. „Þetta var svolítið brösuglegt í sumar. Ég átti ekki að vera áfram í Elfsborg en það einhvern veginn breyttist. Ég var með nokkur tilboð í sumar og var aðeins að skoða mig um en á endanum ákvað ég að klára tímabilið með Elfsborg og taka svo stöðuna í sumar,“ segir Andri. „Það komu nokkur kauptilboð en Bologna sagði nei við öllu. Það segir mér að þeir vilji ennþá eitthvað með mig hafa því þeir hefðu léttilega getað losað mig en geðru það ekki,“ bætir hann við. En sér Andri þá framtíð sína hjá Bologna? „Klárlega. Þetta er náttúrulega minn klúbbur og mig langar að spila fyrir þá. Hvort það gerist eða ekki verður að koma í ljós. En ég er til í það og ef það gerist ekki er ég til í að skoða eitthvað annað.“ Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Sænski boltinn Ítalski boltinn Landslið karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið Þurfti að leita til tannlæknis eftir vænan olnboga Körfubolti Liverpool með fjögurra stiga forskot á toppnum Enski boltinn Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Golf Schmeichel lofsamar Landin: „Hugrakkasta fólk sem ég hef séð“ Fótbolti Sjáðu fáránleg mistök markvarðar Leeds Enski boltinn Nik fullur sjálfstrausts fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Komdu þér í gírinn fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Formúla 1 Í beinni: Arsenal - Southampton | Sigurlausir nýliðar mæta á Emirates Enski boltinn Í beinni: Fram - Vestri | Svarar Fram fyrir sig eftir risatapið? Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Okkur er sama hvað öðrum finnst um okkur“ Í beinni: Arsenal - Southampton | Sigurlausir nýliðar mæta á Emirates Í beinni: Man. City - Fulham | Meistararnir í vígahug Liverpool með fjögurra stiga forskot á toppnum Í beinni: Fram - Vestri | Svarar Fram fyrir sig eftir risatapið? Í beinni: Þór/KA - Víkingur | Spila um bronssætið Cole Campbell á bekknum hjá Dortmund „Finnst yfirleitt betra að spila fótbolta á tánum en hælunum“ Sjáðu fáránleg mistök markvarðar Leeds Lokaumferðin rosalega 1991: Fjögur lið gátu orðið meistarar og mættust innbyrðis Schmeichel lofsamar Landin: „Hugrakkasta fólk sem ég hef séð“ Nik fullur sjálfstrausts fyrir úrslitaleikinn Komdu þér í gírinn fyrir úrslitaleikinn „Við höfum líka mikið af vopnum í okkar búri“ Lukaku allt í öllu í sigri Napoli á nýliðunum KR sækir tvo frá Fjölni Sveindís Jane og Sædís Rún á skotskónum Guðrún sænskur meistari eftir sigur í Íslendingaslag Pogba má spila á nýjan leik í mars 2025 Kallað í Óskar vegna óvissu um Kristian Búin að sjá fyrir sér að lyfta skildinum: „Hugsa um það daglega“ Heimir með O'Shea í að lokka Delap Ratcliffe um Ten Hag: „Ekki mín ákvörðun“ Upphitun fyrir úrslitadaginn: „Þær eru meiri sigurvegarar en þetta Blikalið“ „Þá er ég mjög heimskur þjálfari“ Samherji Stefáns Teits í átta leikja bann fyrir að bíta mótherja Sjáðu Luis Enrique húðskamma Mbappé Íslenskur HM-fari í Stjörnuna Júlíus bætist við landsliðshópinn Verður áhorfendametið slegið á morgun? Sjá meira