Sprengdu yfirgefinn skýjakljúf í Lousiana Magnús Jochum Pálsson skrifar 11. september 2024 20:56 Íbúar Lake Charles-borgar fylgjast með Hertz-turninum falla. AP Yfirgefinn tuttugu og tveggja hæða skýjakljúfur í Lake Charles í Lousiana var sprengdur í loft upp eftir að hafa staðið auður í næstum fjögur ár. Hertz-turninn hefur orðið að táknmynd eyðileggingarinnar sem fellibylirnir Laura og Delta ullu. Turninn féll á aðeins nokkrum sekúndum eftir að hópur sprengjusérfræðinga sprengdi röð sprengja inni í honum. Eftir fallið myndaðist fimm hæða ryk- og brakhaugur. Sjá má myndband af sprengingunni hér fyrir neðan. Byggingin sem áður kallaðist Capital One Tower hafði verið einkennandi partur af sjóndeildarhring borgarinnar í rúmlega fjóra áratugi. Turninn fór hins vegar afar illa út úr röð fellibylja sem herjuðu á suðvesturhluta Louisiana árið 2020. Fjöldi rúða sprakk og stór hluti suðvesturhliðar turnsins eyðilagðist. Lofuðu að gera við turninn Eigendur byggingarinnar, fasteignafélagið Hertz Investment Group, lofuðu í mörg ár að gera við bygginguna um leið og þeir væru búnir að gera upp við tryggingarfélagið sitt, Zurich. Talið var að kostnaður við að gera upp bygginguna væri 167 milljónir Bandaríkjadala. Á endanum sættust aðilarnir tveir á óuppgefna upphæð og ekkert varð af viðgerðunum. Sprenging turnsins kostaði sjö milljónir Bandaríkjadala og var fjármögnuð með einkaframtaki sem borgin tryggði. Hertz eru enn eigendur lóðarinnar og er ekki ljóst hvað verður um hana. Bæjarstjórinn Nic Hunter sagði sprengingu turnsins vera súrsæta. Borgin hafi reynt hvað hún gat til að bjarga turninum með ýmsum aðilum en það hafi á endanum reynst of erfitt. Bandaríkin Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Fleiri fréttir Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Sjá meira
Turninn féll á aðeins nokkrum sekúndum eftir að hópur sprengjusérfræðinga sprengdi röð sprengja inni í honum. Eftir fallið myndaðist fimm hæða ryk- og brakhaugur. Sjá má myndband af sprengingunni hér fyrir neðan. Byggingin sem áður kallaðist Capital One Tower hafði verið einkennandi partur af sjóndeildarhring borgarinnar í rúmlega fjóra áratugi. Turninn fór hins vegar afar illa út úr röð fellibylja sem herjuðu á suðvesturhluta Louisiana árið 2020. Fjöldi rúða sprakk og stór hluti suðvesturhliðar turnsins eyðilagðist. Lofuðu að gera við turninn Eigendur byggingarinnar, fasteignafélagið Hertz Investment Group, lofuðu í mörg ár að gera við bygginguna um leið og þeir væru búnir að gera upp við tryggingarfélagið sitt, Zurich. Talið var að kostnaður við að gera upp bygginguna væri 167 milljónir Bandaríkjadala. Á endanum sættust aðilarnir tveir á óuppgefna upphæð og ekkert varð af viðgerðunum. Sprenging turnsins kostaði sjö milljónir Bandaríkjadala og var fjármögnuð með einkaframtaki sem borgin tryggði. Hertz eru enn eigendur lóðarinnar og er ekki ljóst hvað verður um hana. Bæjarstjórinn Nic Hunter sagði sprengingu turnsins vera súrsæta. Borgin hafi reynt hvað hún gat til að bjarga turninum með ýmsum aðilum en það hafi á endanum reynst of erfitt.
Bandaríkin Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Fleiri fréttir Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Sjá meira