Flugrisar funda í Hörpu vegna seinkana og aflýsinga Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. september 2024 10:03 Veður setur reglulega strik í reikninginn hjá flugfarþegum. Avilabs Fulltrúar flugfélaganna United, Southwest, British Airways, Virgin Atlantic, SAS, Emirates, Etihad, Icelandair og Play eru meðal þeirra sem komin eru saman til fundar í Hörpu til að ræða hvernig bæta megi upplifun farþega við röskun á flugi. Það er íslenska fyrirtækið AviLabs sem stendur fyrir ráðstefnunni Grounded in Iceland sem er sögð fyrsta og eina ráðstefna sinnar tegundar á heimsvísu. 11. AviLabs hefur frá árinu 2019 unnið að lausnum til að veita flugfélögum heildarinnsýn og leiðir til þess að leysa úr ferðarofi farþega. Í samantekt AviLabs segir að um 33 milljónir flugfarþega hafi orðið fyrir röskun af einhverju tagi í hverjum mánuði á þessu ári. Eingöngu í ágúst hafi um 17 þúsund flugfarþegar á Íslandi verið í sömu sporum. Flugi þeirra hafi verið seinkað, aflýst eða raskast með öðrum hætti. Til mikils að vinna „Auk neikvæðs orðspors, slæmrar upplifunar farþega og gífurlegrar vinnu við að koma flugáætlunum aftur í samt far, kosta slíkar raskanir flugfélög um 4-8% af heildartekjum. Það samsvarar um 60 milljörðum Bandaríkjadala á heimsvísu árlega,“ segir í tilkynningu frá AviLabs. „Það er til mikils að vinna fyrir flugfélög að bæta upplifun farþega þegar flug raskast. Við hér á Íslandi erum þessu ekki ókunnug, en náttúruhamfarir og veðurfar setja strik í reikninginn við að halda flugi á áætlun,“ segir Sveinn Akerlie, framkvæmdastjóri AviLabs. „Grounded in Iceland er vettvangur fyrir leiðtoga og sérfræðinga til að kynna og ræða umfang og áhrif flugraskana og hvaða úrræðum má beita til þess að lágmarka kostnað, draga úr neikvæðum áhrifum á rekstur en ekki síst bæta upplifun farþega.“ Stór flugfélög mætt til fundar Um 10% flugfélaga í heiminum taka þátt í ráðstefnunni og samanlagt flytja félögin um 20% allra farþega á heimsvísu. Fulltrúar United, Southwest, British Airways, Virgin Atlantic, SAS, Emirates, Etihad, Icelandair og Play eru meðal gesta. Ráðstefnan fer fram í dag og á morgun. „Öryggismál og stjórnun ferðarofs eru þeir málaflokkar þar sem flugfélög leitast eftir samstarfi frekar en samkeppni, til þess að þróa betri lausnir fyrir geirann allan,“ segir Jay Fulmer, stjórnandi stefnumótunar og nýsköpunar hjá United Airlines. „Grounded in Iceland verður spennandi vettvangur samtals og skoðanaskipta, en ekki síður tækifæri til þess að upplifa Ísland og kynnast arfleifð Íslendinga í flugi.“ Fréttir af flugi Harpa Ráðstefnur á Íslandi Mest lesið Kaffi Ó-le opið á ný Viðskipti innlent Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Fleiri fréttir Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Sjá meira
Það er íslenska fyrirtækið AviLabs sem stendur fyrir ráðstefnunni Grounded in Iceland sem er sögð fyrsta og eina ráðstefna sinnar tegundar á heimsvísu. 11. AviLabs hefur frá árinu 2019 unnið að lausnum til að veita flugfélögum heildarinnsýn og leiðir til þess að leysa úr ferðarofi farþega. Í samantekt AviLabs segir að um 33 milljónir flugfarþega hafi orðið fyrir röskun af einhverju tagi í hverjum mánuði á þessu ári. Eingöngu í ágúst hafi um 17 þúsund flugfarþegar á Íslandi verið í sömu sporum. Flugi þeirra hafi verið seinkað, aflýst eða raskast með öðrum hætti. Til mikils að vinna „Auk neikvæðs orðspors, slæmrar upplifunar farþega og gífurlegrar vinnu við að koma flugáætlunum aftur í samt far, kosta slíkar raskanir flugfélög um 4-8% af heildartekjum. Það samsvarar um 60 milljörðum Bandaríkjadala á heimsvísu árlega,“ segir í tilkynningu frá AviLabs. „Það er til mikils að vinna fyrir flugfélög að bæta upplifun farþega þegar flug raskast. Við hér á Íslandi erum þessu ekki ókunnug, en náttúruhamfarir og veðurfar setja strik í reikninginn við að halda flugi á áætlun,“ segir Sveinn Akerlie, framkvæmdastjóri AviLabs. „Grounded in Iceland er vettvangur fyrir leiðtoga og sérfræðinga til að kynna og ræða umfang og áhrif flugraskana og hvaða úrræðum má beita til þess að lágmarka kostnað, draga úr neikvæðum áhrifum á rekstur en ekki síst bæta upplifun farþega.“ Stór flugfélög mætt til fundar Um 10% flugfélaga í heiminum taka þátt í ráðstefnunni og samanlagt flytja félögin um 20% allra farþega á heimsvísu. Fulltrúar United, Southwest, British Airways, Virgin Atlantic, SAS, Emirates, Etihad, Icelandair og Play eru meðal gesta. Ráðstefnan fer fram í dag og á morgun. „Öryggismál og stjórnun ferðarofs eru þeir málaflokkar þar sem flugfélög leitast eftir samstarfi frekar en samkeppni, til þess að þróa betri lausnir fyrir geirann allan,“ segir Jay Fulmer, stjórnandi stefnumótunar og nýsköpunar hjá United Airlines. „Grounded in Iceland verður spennandi vettvangur samtals og skoðanaskipta, en ekki síður tækifæri til þess að upplifa Ísland og kynnast arfleifð Íslendinga í flugi.“
Fréttir af flugi Harpa Ráðstefnur á Íslandi Mest lesið Kaffi Ó-le opið á ný Viðskipti innlent Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Fleiri fréttir Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Sjá meira