Vildi ekki að nýi landsliðsþjálfarinn hefði samband við sig Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. september 2024 13:00 Ben White hefur spilað vel með Arsenal en vill ekki spila fyrir enska landsliðið. Nýr landsliðsþjálfari breytti engu um það. Getty/Neal Simpson Lee Carsley stýrði enska landsliðinu til sigurs á Finnum í Þjóðadeildinni í gær en hann þurfti þó að svara spurningum um leikmann Arsenal eftir leikinn. Enska landsliðið vann báða leiki sína í glugganum en enskir blaðamenn vildu fá að vita meira um stöðuna á Arsenal leikmanninum Ben White sem hefur verið fjarverandi í verkefnum landsliðsins þrátt fyrir góða frammistöðu í ensku úrvalsdeildinni. Sendur heim af HM Gareth Southgate, fyrrum þjálfari enska landsliðsins, talaði um það í mars að White vildi ekki lengur spila með landsliðinu. White var ósáttur við Southgate og aðstoðarmann hans Steve Holland á HM í Katar 2022. White var sendur heim af heimsmeistaramótinu í Katar vegna persónulegra mála en allir við stjórn hjá enska landsliðinu neituðu því að það væru einhver leiðindi í gangi á bak við tjöldin. „Ég var að hugsa um leikinn í kvöld en auðvitað leið ekki langur tími þar til að ég fór að hugsa um næstu verkefni,“ sagði Lee Carsley eftir sigurinn á Finnum. Hann var spurður út í það hvort hann ætlaði að hringja í Ben White og reyna að fá hann til að breyta um skoðun. „Ég hef ekki planað það að tala við hann. Ég hef samt sagt þetta áður. Allir sem mega spila fyrir enska landsliðið koma til greina hjá mér,“ sagði Carsley. ESPN segir frá. Það er hans ákvörðun „Eftir því sem ég veit þá bað hann [White] um að það að það yrði ekki haft samband við sig. Ef það breytist þá breytist það,“ sagði Carsley. Blaðamenn vildu fá að vita hvort að væri líklegt að staðan á honum gæti breyst. Landsliðsþjálfarinn svaraði því óbeint. „Það er mikilvægt að átta sig á því að það er mikil samkeppni út um allan völl hjá landsliðinu okkar. Því fleiri leikmenn sem eru í boði því meiri verður samkeppnin og það er alltaf betra. Við höfum ekki talað smaan og það er hans ákvörðun,“ sagði Carsley. White hefur aðeins spilað fjóra landsleiki en hefur spilað mjög vel í hægri bakvarðarstöðunni hjá Arsenal. 🚨⚠️ England head coach Lee Carsley: “I’ve not planned to talk to Ben White”.“White has asked to be NOT contacted”.“We’re not talking, it’s his decision”, says via @MiguelDelaney. pic.twitter.com/Ir3yperzVn— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 10, 2024 Enski boltinn Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Í beinni: Ísland - Kúba | Komið að Kúbverjum Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Aston Villa | Reynist Emery sínu gamla liði erfiður Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Malen mættur til Villa Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Engin stig tekin af ensku liðunum Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Sjá meira
Enska landsliðið vann báða leiki sína í glugganum en enskir blaðamenn vildu fá að vita meira um stöðuna á Arsenal leikmanninum Ben White sem hefur verið fjarverandi í verkefnum landsliðsins þrátt fyrir góða frammistöðu í ensku úrvalsdeildinni. Sendur heim af HM Gareth Southgate, fyrrum þjálfari enska landsliðsins, talaði um það í mars að White vildi ekki lengur spila með landsliðinu. White var ósáttur við Southgate og aðstoðarmann hans Steve Holland á HM í Katar 2022. White var sendur heim af heimsmeistaramótinu í Katar vegna persónulegra mála en allir við stjórn hjá enska landsliðinu neituðu því að það væru einhver leiðindi í gangi á bak við tjöldin. „Ég var að hugsa um leikinn í kvöld en auðvitað leið ekki langur tími þar til að ég fór að hugsa um næstu verkefni,“ sagði Lee Carsley eftir sigurinn á Finnum. Hann var spurður út í það hvort hann ætlaði að hringja í Ben White og reyna að fá hann til að breyta um skoðun. „Ég hef ekki planað það að tala við hann. Ég hef samt sagt þetta áður. Allir sem mega spila fyrir enska landsliðið koma til greina hjá mér,“ sagði Carsley. ESPN segir frá. Það er hans ákvörðun „Eftir því sem ég veit þá bað hann [White] um að það að það yrði ekki haft samband við sig. Ef það breytist þá breytist það,“ sagði Carsley. Blaðamenn vildu fá að vita hvort að væri líklegt að staðan á honum gæti breyst. Landsliðsþjálfarinn svaraði því óbeint. „Það er mikilvægt að átta sig á því að það er mikil samkeppni út um allan völl hjá landsliðinu okkar. Því fleiri leikmenn sem eru í boði því meiri verður samkeppnin og það er alltaf betra. Við höfum ekki talað smaan og það er hans ákvörðun,“ sagði Carsley. White hefur aðeins spilað fjóra landsleiki en hefur spilað mjög vel í hægri bakvarðarstöðunni hjá Arsenal. 🚨⚠️ England head coach Lee Carsley: “I’ve not planned to talk to Ben White”.“White has asked to be NOT contacted”.“We’re not talking, it’s his decision”, says via @MiguelDelaney. pic.twitter.com/Ir3yperzVn— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 10, 2024
Enski boltinn Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Í beinni: Ísland - Kúba | Komið að Kúbverjum Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Aston Villa | Reynist Emery sínu gamla liði erfiður Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Malen mættur til Villa Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Engin stig tekin af ensku liðunum Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Sjá meira
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti