Auðlegðarskattur hefði skilað 37 milljörðum í fyrra Árni Sæberg skrifar 9. september 2024 14:10 Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra. Vísir/Vilhelm Auðlegðarskattur, eins og sá sem lagður var á í nokkur ár eftir efnahagshrunið árið 2008, hefði skilað ríkissjóði rétt tæplega 37 milljörðum króna í kassann í fyrra. Þetta kemur fram í svari Sigurðar Inga Jóhannssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, við fyrirspurn Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns Pírata, um tekjur af auðlegðarskatti. Fyrirspurnin hljóðaði svo: Hve miklum tekjum má ætla að auðlegðarskattur hefði skilað fyrir tekjuárin 2021–2022 og myndi skila fyrir tekjuárið 2023 ef hann hefði verið lagður á með sama hætti og var vegna eignastöðu tekjuárið 2013 og ef viðmið auðlegðarskattstofns hefðu fylgt verðlagi? Svar óskast sundurliðað eftir árum og sýni þróun og ætlaða þróun skattstofns annars vegar og skatttekna hins vegar á verðlagi yfirstandandi árs. Jafnframt er óskað eftir því að skattstofn tekjuársins 2013 og skatttekjur gjaldársins 2014 verði sundurliðaðar með sama hætti á verðlagi yfirstandandi árs. Skattur án tillits til tekna Í svari Sigurðar Inga er saga auðlegðarskatts rekin. Þar segir að auðlegðarskattur hafi verið lögfestur í lok árs 2009 sem tímabundinn eignarskattur, álagður án tillits til arðs eða tekna, til tekjuöflunar fyrir ríkissjóð. Auðlegðarskattur hafi verið lagður á nettóeign framteljanda, það er allar eignir að frádregnum öllum skuldum. Auðlegðarskatturinn hafi runnið sitt skeið og síðast verið lagður á við álagningu opinberra gjalda á einstaklinga árið 2014 miðað við hreina eign einstaklinga í lok tekjuársins 2013, í samræmi við ákvæði til bráðabirgða í lögum um tekjuskatt. Þegar auðlegðarskattur var síðast lagður hafi eftirfarandi reglur gilt: Af auðlegðarskattstofni einstaklings að 75 millj. kr. og samanlögðum auðlegðarskattstofni hjóna að 100 millj. kr. var ekki greiddur skattur. Af auðlegðarskattstofni yfir 75 millj. kr. að 150 millj. kr. hjá einstaklingi og af samanlögðum auðlegðarskattstofni hjóna yfir 100 millj. kr. að 200 millj. kr voru greidd 1,5% af nettóeign. Af því sem umfram var 150 millj. kr. hjá einstaklingi og 200 millj. kr. af samanlögðum auðlegðarskattstofni hjóna voru greidd 2% af nettóeign. Gögn um viðbótarskattinn ekki til Að auki hafi viðbótarauðlegðarskattur verið lagður á en hann hafi verið lagður á skattstofn sem var mismunur á nafnverði og raunvirði hlutabréfa í eigu framteljanda í lok árs 2009, 2010, 2011 og 2012 miðað við stöðu félags samkvæmt skattframtali þess á árunum 2010, 2011, 2012 og 2013. Við álagningu gjaldárin 2013 og 2014 hafi viðbótarauðlegðarskattur verið 1,5% af skattstofni á bilinu 75 millj. kr. að 150 millj. kr. hjá einstaklingum og á bilinu 100 millj. kr. að 200 millj. kr. hjá hjónum, en 2% af skattstofni yfir þessum mörkum. Við vinnslu fyrirspurnarinnar hafi ráðuneytið sent gagnabeiðni til Skattsins og svarið byggist á þeim gögnum. Upplýsingarnar byggist á reiknuðum stofni og skatti miðað við núverandi stöðu í kerfum Skattsins. Í gögnunum séu allir framteljendur á álagningarskrá og handreiknaðir meðtaldir. Vert sé að hafa í huga að langt er um liðið frá því að auðlegðarskattur var lagður á og upplýsingaöflun hafi Skattsins verið breytt í samræmi við breytingar á álögðum sköttum á hverjum tíma. Skatturinn búi þar af leiðandi ekki yfir öllum þeim upplýsingum sem lagðar voru til grundvallar útreikningi áður. Upplýsingar til útreiknings viðbótarauðlegðarskatts liggi ekki fyrir þau ár sem hann var ekki í gildi. Svarið byggist á áætluðum forsendum og endurreiknuðum skatti fyrir umbeðin ár, eftir bestu vitund miðað við þær upplýsingar sem Skatturinn býr yfir. Tæpir hundrað milljarðar á þremur árum Í töflunni hér að neðan má sjá reiknaðan auðlegðarskattstofn, auðlegðarskatt og viðbótarauðlegðarskatt á verðlagi þessa árs í milljónum króna, miðað við ef viðmið auðlegðarskatts hefðu þróast með vísitölu neysluverðs. Þar má meðal annars sjá að auðlegðarskattur hefði skilað 99,6 milljörðum króna í ríkiskassann árin 2021 til 2023. Eftirfarandi tafla sýnir hver viðmiðunarmörk auðlegðarskatts væru á verðlagi í júlí 2024 í milljónum króna. Skattar og tollar Alþingi Píratar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Fleiri fréttir Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Sjá meira
Þetta kemur fram í svari Sigurðar Inga Jóhannssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, við fyrirspurn Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns Pírata, um tekjur af auðlegðarskatti. Fyrirspurnin hljóðaði svo: Hve miklum tekjum má ætla að auðlegðarskattur hefði skilað fyrir tekjuárin 2021–2022 og myndi skila fyrir tekjuárið 2023 ef hann hefði verið lagður á með sama hætti og var vegna eignastöðu tekjuárið 2013 og ef viðmið auðlegðarskattstofns hefðu fylgt verðlagi? Svar óskast sundurliðað eftir árum og sýni þróun og ætlaða þróun skattstofns annars vegar og skatttekna hins vegar á verðlagi yfirstandandi árs. Jafnframt er óskað eftir því að skattstofn tekjuársins 2013 og skatttekjur gjaldársins 2014 verði sundurliðaðar með sama hætti á verðlagi yfirstandandi árs. Skattur án tillits til tekna Í svari Sigurðar Inga er saga auðlegðarskatts rekin. Þar segir að auðlegðarskattur hafi verið lögfestur í lok árs 2009 sem tímabundinn eignarskattur, álagður án tillits til arðs eða tekna, til tekjuöflunar fyrir ríkissjóð. Auðlegðarskattur hafi verið lagður á nettóeign framteljanda, það er allar eignir að frádregnum öllum skuldum. Auðlegðarskatturinn hafi runnið sitt skeið og síðast verið lagður á við álagningu opinberra gjalda á einstaklinga árið 2014 miðað við hreina eign einstaklinga í lok tekjuársins 2013, í samræmi við ákvæði til bráðabirgða í lögum um tekjuskatt. Þegar auðlegðarskattur var síðast lagður hafi eftirfarandi reglur gilt: Af auðlegðarskattstofni einstaklings að 75 millj. kr. og samanlögðum auðlegðarskattstofni hjóna að 100 millj. kr. var ekki greiddur skattur. Af auðlegðarskattstofni yfir 75 millj. kr. að 150 millj. kr. hjá einstaklingi og af samanlögðum auðlegðarskattstofni hjóna yfir 100 millj. kr. að 200 millj. kr voru greidd 1,5% af nettóeign. Af því sem umfram var 150 millj. kr. hjá einstaklingi og 200 millj. kr. af samanlögðum auðlegðarskattstofni hjóna voru greidd 2% af nettóeign. Gögn um viðbótarskattinn ekki til Að auki hafi viðbótarauðlegðarskattur verið lagður á en hann hafi verið lagður á skattstofn sem var mismunur á nafnverði og raunvirði hlutabréfa í eigu framteljanda í lok árs 2009, 2010, 2011 og 2012 miðað við stöðu félags samkvæmt skattframtali þess á árunum 2010, 2011, 2012 og 2013. Við álagningu gjaldárin 2013 og 2014 hafi viðbótarauðlegðarskattur verið 1,5% af skattstofni á bilinu 75 millj. kr. að 150 millj. kr. hjá einstaklingum og á bilinu 100 millj. kr. að 200 millj. kr. hjá hjónum, en 2% af skattstofni yfir þessum mörkum. Við vinnslu fyrirspurnarinnar hafi ráðuneytið sent gagnabeiðni til Skattsins og svarið byggist á þeim gögnum. Upplýsingarnar byggist á reiknuðum stofni og skatti miðað við núverandi stöðu í kerfum Skattsins. Í gögnunum séu allir framteljendur á álagningarskrá og handreiknaðir meðtaldir. Vert sé að hafa í huga að langt er um liðið frá því að auðlegðarskattur var lagður á og upplýsingaöflun hafi Skattsins verið breytt í samræmi við breytingar á álögðum sköttum á hverjum tíma. Skatturinn búi þar af leiðandi ekki yfir öllum þeim upplýsingum sem lagðar voru til grundvallar útreikningi áður. Upplýsingar til útreiknings viðbótarauðlegðarskatts liggi ekki fyrir þau ár sem hann var ekki í gildi. Svarið byggist á áætluðum forsendum og endurreiknuðum skatti fyrir umbeðin ár, eftir bestu vitund miðað við þær upplýsingar sem Skatturinn býr yfir. Tæpir hundrað milljarðar á þremur árum Í töflunni hér að neðan má sjá reiknaðan auðlegðarskattstofn, auðlegðarskatt og viðbótarauðlegðarskatt á verðlagi þessa árs í milljónum króna, miðað við ef viðmið auðlegðarskatts hefðu þróast með vísitölu neysluverðs. Þar má meðal annars sjá að auðlegðarskattur hefði skilað 99,6 milljörðum króna í ríkiskassann árin 2021 til 2023. Eftirfarandi tafla sýnir hver viðmiðunarmörk auðlegðarskatts væru á verðlagi í júlí 2024 í milljónum króna.
Skattar og tollar Alþingi Píratar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Fleiri fréttir Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Sjá meira