„Gætu orðið áhrifamestu kappræður allra tíma“ Kristín Ólafsdóttir og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 8. september 2024 22:08 Frambjóðendurnir mætast í Pennsylvaníuríki á þriðjudagskvöld. AP Aðeins tveir dagar eru nú í fyrstu kappræður Kamölu Harris og Donalds Trump, sem lýst hefur verið sem mikilvægustu stund kosningabaráttunnar. Frambjóðendurnir mælast hnífjafnir og gríðarleg eftirvænting er fyrir kappræðunum vestanhafs, sem haldnar verða í Fíladelfíu á þriðjudag. Þeim verður sjónvarpað á ABC sjónvarpsstöðinni og reglurnar verða þær sömu og í kappræðum Joe Biden og Trump í júní. Það er að segja, slökkt verður á hljóðnema þess frambjóðanda sem ekki hefur orðið. Traump og Harris hafa lýst því yfir á síðustu vikum að þau hlakki mjög til að mætast. „Ég hlakka til kappræðnanna því við þurfum að koma hlutunum á hreint,“ sagði Trump á kosningafundi á dögunum. Aaron Kall sérfræðingur Michigan-háskóla í kappræðum segir engan annan viðburð í kosningabaráttunni laða að jafn marga áhorfendur, fjöldi þeirra hlaupi á tugum milljóna. „Áhorfið nálgast Super Bowl áhorfið. Það er þetta eina kvöld, þetta eina tækifæri fyrir þau bæði til að ná til svo margra,“ segir Kall. „Þetta verður ógleymanlegt og gætu orðið áhrifamestu kappræður allra tíma.“ Þekki ekki Harris nægilega vel Samkvæmt nýrri könnun úr smiðju New York Times og Siena-háskólans er fylgi Trump 48 prósent en fylgi Harris 47 prósent, en það telst vel innan skekkjumarka. Þá kom fram í niðurstöðum könnunarinnar að 28 prósent svarenda upplifi að þeir eigi enn eftir að kynnast Harris til þess að geta myndað sér skoðun á henni sem forsetaefni. Einungis níu prósent svarenda sögðu það um sama um Trump. Það er því mikið í húfi, sér í lagi fyrir Harris. Kappræðurnar verða einungis níutíu mínútna langar. Frá því að Demókrataflokkurinn útnefndi Harris sem forsetaefni í sumar eftir að Joe Biden steig til hliðar hefur hún veitt viðtöl af afar skornum skammti og verið harðlega gagnrýnd fyrir það af Repúblikönum. Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Kamala Harris Bandaríkin Tengdar fréttir Project 2025 og Bandaríkin eftir Trump: „Ég held að það sé alveg ástæða til að hafa áhyggjur“ „Ég held að það sé alveg ástæða til að hafa áhyggjur en það er ekkert sjálfsagt að þetta gangi allt í gegn,“ sagði Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði, um Project 2025 í þættinum Baráttan um Bandaríkin á miðvikudag. 6. september 2024 07:50 Varaforseti Bush yngri ætlar að kjósa Harris Dick Cheney, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og repúblikani, ætlar að greiða Kamölu Harris, frambjóðanda demókrata, atkvæði sitt í forsetakosningunum í nóvember. Hann segir að aldrei megi fela Donald Trump völd aftur. 6. september 2024 23:12 Ætlar að skipa repúblikana í ráðuneyti sitt Kamala Harris sagðist ætla að skipa repúblikana í ríkisstjórn sína næði hún kjöri sem forseti í fyrsta meiriháttar fjölmiðlaviðtali sínu eftir að hún varð forsetaframbjóðandi demókrata. Hún lét aðdróttanir Trump um kynþátt hennar sem vind um eyru þjóta. 29. ágúst 2024 23:51 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Sjá meira
Þeim verður sjónvarpað á ABC sjónvarpsstöðinni og reglurnar verða þær sömu og í kappræðum Joe Biden og Trump í júní. Það er að segja, slökkt verður á hljóðnema þess frambjóðanda sem ekki hefur orðið. Traump og Harris hafa lýst því yfir á síðustu vikum að þau hlakki mjög til að mætast. „Ég hlakka til kappræðnanna því við þurfum að koma hlutunum á hreint,“ sagði Trump á kosningafundi á dögunum. Aaron Kall sérfræðingur Michigan-háskóla í kappræðum segir engan annan viðburð í kosningabaráttunni laða að jafn marga áhorfendur, fjöldi þeirra hlaupi á tugum milljóna. „Áhorfið nálgast Super Bowl áhorfið. Það er þetta eina kvöld, þetta eina tækifæri fyrir þau bæði til að ná til svo margra,“ segir Kall. „Þetta verður ógleymanlegt og gætu orðið áhrifamestu kappræður allra tíma.“ Þekki ekki Harris nægilega vel Samkvæmt nýrri könnun úr smiðju New York Times og Siena-háskólans er fylgi Trump 48 prósent en fylgi Harris 47 prósent, en það telst vel innan skekkjumarka. Þá kom fram í niðurstöðum könnunarinnar að 28 prósent svarenda upplifi að þeir eigi enn eftir að kynnast Harris til þess að geta myndað sér skoðun á henni sem forsetaefni. Einungis níu prósent svarenda sögðu það um sama um Trump. Það er því mikið í húfi, sér í lagi fyrir Harris. Kappræðurnar verða einungis níutíu mínútna langar. Frá því að Demókrataflokkurinn útnefndi Harris sem forsetaefni í sumar eftir að Joe Biden steig til hliðar hefur hún veitt viðtöl af afar skornum skammti og verið harðlega gagnrýnd fyrir það af Repúblikönum.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Kamala Harris Bandaríkin Tengdar fréttir Project 2025 og Bandaríkin eftir Trump: „Ég held að það sé alveg ástæða til að hafa áhyggjur“ „Ég held að það sé alveg ástæða til að hafa áhyggjur en það er ekkert sjálfsagt að þetta gangi allt í gegn,“ sagði Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði, um Project 2025 í þættinum Baráttan um Bandaríkin á miðvikudag. 6. september 2024 07:50 Varaforseti Bush yngri ætlar að kjósa Harris Dick Cheney, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og repúblikani, ætlar að greiða Kamölu Harris, frambjóðanda demókrata, atkvæði sitt í forsetakosningunum í nóvember. Hann segir að aldrei megi fela Donald Trump völd aftur. 6. september 2024 23:12 Ætlar að skipa repúblikana í ráðuneyti sitt Kamala Harris sagðist ætla að skipa repúblikana í ríkisstjórn sína næði hún kjöri sem forseti í fyrsta meiriháttar fjölmiðlaviðtali sínu eftir að hún varð forsetaframbjóðandi demókrata. Hún lét aðdróttanir Trump um kynþátt hennar sem vind um eyru þjóta. 29. ágúst 2024 23:51 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Sjá meira
Project 2025 og Bandaríkin eftir Trump: „Ég held að það sé alveg ástæða til að hafa áhyggjur“ „Ég held að það sé alveg ástæða til að hafa áhyggjur en það er ekkert sjálfsagt að þetta gangi allt í gegn,“ sagði Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði, um Project 2025 í þættinum Baráttan um Bandaríkin á miðvikudag. 6. september 2024 07:50
Varaforseti Bush yngri ætlar að kjósa Harris Dick Cheney, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og repúblikani, ætlar að greiða Kamölu Harris, frambjóðanda demókrata, atkvæði sitt í forsetakosningunum í nóvember. Hann segir að aldrei megi fela Donald Trump völd aftur. 6. september 2024 23:12
Ætlar að skipa repúblikana í ráðuneyti sitt Kamala Harris sagðist ætla að skipa repúblikana í ríkisstjórn sína næði hún kjöri sem forseti í fyrsta meiriháttar fjölmiðlaviðtali sínu eftir að hún varð forsetaframbjóðandi demókrata. Hún lét aðdróttanir Trump um kynþátt hennar sem vind um eyru þjóta. 29. ágúst 2024 23:51