Naut tímamótasigurs rétt eftir að hafa verið hreinsaður af grun Sindri Sverrisson skrifar 8. september 2024 21:31 Jannik Sinner smellir kossi á verðlaunagripinn eftir sigurinn í dag. Getty/Sarah Stier Nítján dögum eftir að hafa verið hreinsaður af grun um ólöglega lyfjanotkun náði Ítalinn Jannik Sinner að vinna Opna bandaríska mótið í tennis í kvöld, í fyrsta sinn, með því að leggja heimamanninn Taylor Fritz að velli af öryggi. Hinn ítalski Sinner, sem er efsti maður heimslistans, vann úrslitaleikinn í New York í kvöld 6-3, 6-4 og 7-5. Bandaríkjamenn hafa þurft að bíða í yfir tvo áratugi eftir sigri á mótinu í einliðaleik karla, og þurfa enn að bíða. Andy Roddick, sem fylgdist með úr stúkunni í dag, var síðasti heimamaðurinn til að vinna, árið 2003. Sinner hefur hins vegar verið afar öflugur á hörðum velli síðasta árið og aðeins tapað tveimur af síðustu 38 leikjum á því undirlagi. Hann vann Opna ástralska mótið í janúar og er næstyngstur í sögunni til að vinna þessi tvö risamót á sama ári, á eftir Jimmy Connors sem vann þau fyrir fimmtíu árum. 2 - Jannik Sinner is second youngest player to win the Australian and US Open Men’s Singles titles during the same season in the Open Era, older only than Jimmy Connors in 1974. Meticulous. #USOpen | @usopen @atptour @ATPMediaInfo pic.twitter.com/Oe9Cu3N8rB— OptaAce (@OptaAce) September 8, 2024 Sinner er fyrsti Ítalinn til að vinna sigur í einliðaleik á Opna bandaríska og þungu fargi virtist létt af honum, kannski ekki síst vegna lyfjamálsins en hann greindist í tvígang með ólöglegt efni í líkamanum í mars. Skýringin á því, sem tekin var gild, var sú að sjúkraþjálfari hans hefði notað efnið á skurð á eigin hönd, áður en hann meðhöndlaði Sinner. „Þessi titill hefur svo mikla þýðingu fyrir mig, því undanfarnir tímar hafa ekki verið auðveldir. Liðið mitt hefur stutt mig á hverjum degi og ég þakka þeim sem standa mér næst,“ sagði Sinner eftir sigurinn í kvöld. Hann hefur notið síðustu tveggja vikna, á mótinu: „Ég stóð mig ágætlega. Við tókum þetta dag fyrir dag, reyndum að æfa vel og trúa á þetta. Ég var meðvitaður um það hve andlegi þátturinn er mikilvægur, sérstaklega á þessu móti. En vinnan heldur alltaf áfram. Ég veit að ég get enn bætt mig en maður verður að vera stoltur af því sem maður afrekar og vinna svo fyrir fleiri afrekum,“ sagði Sinner. Tennis Tengdar fréttir Trúir ekki sögunni og segir alþjóðasambandið vera að vernda Sinner Fyrrum besta tenniskona heims, Chris Evert, segir alþjóðasambandið vera að hylma yfir lyfjaskandal Jannik Sinner til að vernda sjálft sig frá neikvæðri fjölmiðlaumfjöllun. Hún telur útskýringu hans, að efnið hafi borist óviljandi í sjúkranuddi, ótrúverðuga. 22. ágúst 2024 07:26 Fagnaði fyrsta risamótstitlinum eftir endurkomu í úrslitunum Jannik Sinner vann opna ástralska risamótið í tennis með sterkum endurkomusigri gegn Rússanum Daniil Medvedev í úrslitaleik mótsins. 28. janúar 2024 17:17 Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Stórleikur í Keflavík og brunað á brautinni í Las Vegas Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista Michael Jordan gefur meira en milljarð króna EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Sjá meira
Hinn ítalski Sinner, sem er efsti maður heimslistans, vann úrslitaleikinn í New York í kvöld 6-3, 6-4 og 7-5. Bandaríkjamenn hafa þurft að bíða í yfir tvo áratugi eftir sigri á mótinu í einliðaleik karla, og þurfa enn að bíða. Andy Roddick, sem fylgdist með úr stúkunni í dag, var síðasti heimamaðurinn til að vinna, árið 2003. Sinner hefur hins vegar verið afar öflugur á hörðum velli síðasta árið og aðeins tapað tveimur af síðustu 38 leikjum á því undirlagi. Hann vann Opna ástralska mótið í janúar og er næstyngstur í sögunni til að vinna þessi tvö risamót á sama ári, á eftir Jimmy Connors sem vann þau fyrir fimmtíu árum. 2 - Jannik Sinner is second youngest player to win the Australian and US Open Men’s Singles titles during the same season in the Open Era, older only than Jimmy Connors in 1974. Meticulous. #USOpen | @usopen @atptour @ATPMediaInfo pic.twitter.com/Oe9Cu3N8rB— OptaAce (@OptaAce) September 8, 2024 Sinner er fyrsti Ítalinn til að vinna sigur í einliðaleik á Opna bandaríska og þungu fargi virtist létt af honum, kannski ekki síst vegna lyfjamálsins en hann greindist í tvígang með ólöglegt efni í líkamanum í mars. Skýringin á því, sem tekin var gild, var sú að sjúkraþjálfari hans hefði notað efnið á skurð á eigin hönd, áður en hann meðhöndlaði Sinner. „Þessi titill hefur svo mikla þýðingu fyrir mig, því undanfarnir tímar hafa ekki verið auðveldir. Liðið mitt hefur stutt mig á hverjum degi og ég þakka þeim sem standa mér næst,“ sagði Sinner eftir sigurinn í kvöld. Hann hefur notið síðustu tveggja vikna, á mótinu: „Ég stóð mig ágætlega. Við tókum þetta dag fyrir dag, reyndum að æfa vel og trúa á þetta. Ég var meðvitaður um það hve andlegi þátturinn er mikilvægur, sérstaklega á þessu móti. En vinnan heldur alltaf áfram. Ég veit að ég get enn bætt mig en maður verður að vera stoltur af því sem maður afrekar og vinna svo fyrir fleiri afrekum,“ sagði Sinner.
Tennis Tengdar fréttir Trúir ekki sögunni og segir alþjóðasambandið vera að vernda Sinner Fyrrum besta tenniskona heims, Chris Evert, segir alþjóðasambandið vera að hylma yfir lyfjaskandal Jannik Sinner til að vernda sjálft sig frá neikvæðri fjölmiðlaumfjöllun. Hún telur útskýringu hans, að efnið hafi borist óviljandi í sjúkranuddi, ótrúverðuga. 22. ágúst 2024 07:26 Fagnaði fyrsta risamótstitlinum eftir endurkomu í úrslitunum Jannik Sinner vann opna ástralska risamótið í tennis með sterkum endurkomusigri gegn Rússanum Daniil Medvedev í úrslitaleik mótsins. 28. janúar 2024 17:17 Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Stórleikur í Keflavík og brunað á brautinni í Las Vegas Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista Michael Jordan gefur meira en milljarð króna EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Sjá meira
Trúir ekki sögunni og segir alþjóðasambandið vera að vernda Sinner Fyrrum besta tenniskona heims, Chris Evert, segir alþjóðasambandið vera að hylma yfir lyfjaskandal Jannik Sinner til að vernda sjálft sig frá neikvæðri fjölmiðlaumfjöllun. Hún telur útskýringu hans, að efnið hafi borist óviljandi í sjúkranuddi, ótrúverðuga. 22. ágúst 2024 07:26
Fagnaði fyrsta risamótstitlinum eftir endurkomu í úrslitunum Jannik Sinner vann opna ástralska risamótið í tennis með sterkum endurkomusigri gegn Rússanum Daniil Medvedev í úrslitaleik mótsins. 28. janúar 2024 17:17