Hvernig væri nú að spyrja unga fólkið? – Um dagleg mannréttindabrot okkar á börnum og unglingum Jón Karl Stefánsson skrifar 8. september 2024 08:31 Ungmennum á Íslandi líður verr og verr með hverju ári. Nú beinist athyglin, skiljanlega, öll að skelfilegum atburðum sem áttu sér stað í miðborg höfuðborgarinnar, en það er nauðsynlegt að skoða hvernig ástand ungmenni búa við almennt. Vanlíðan ungmenna á Íslandi er ekki einungis að brjótast út í æ fleiri hnífaárásum og öðrum ofbeldismálum, heldur einnig í ógnvekjandi aukningu á tíðni þunglyndis, kvíða og sjálfsmorðhugsana. Margar ástæður eru fyrir þessu. Við vitum að félagshæfni ungmenna hefur hrunið eftir lokanirnar 2020 og 2021, erfiðara er fyrir ungmenni að fá sér vinnu og verða þannig sterkari hluti af samfélaginu, og dýrara og erfiðara er fyrir þau að stunda tómstundir sínar. En málið ristir dýpra. Viðbrögðin við hinum skelfilegu atburðum opinbera það sem gæti verið stærsta ástæðan fyrir því hvernig komið er fyrir framtíð Íslands. Þau eru nærri því öll í formi aukinnar valdbeitingar, ofan frá og niður ákvarðanaferlis, meira eftirlits og skertu frelsi ungmenna. Nánast ekkert heyrist um áform um mjög einfaldan hlut; að spyrja unglingana sjálfa hvað er að, hvað er hægt að gera og hvað við getum gert til að gera líf þeirra betra. Það væri algjört lágmark af okkar hálfu. Þegar vel er að gáð, þá höfum við sem samfélag algjörlega virt að vettugi nokkur af mikilvægustu réttindum manneskjunnar þegar kemur að börnum og unglingum. Þetta eru réttindi til sjálfræðis, réttindin til að vera með í ráðum þegar kemur að ákvörðunartöku um þeirra málefni, áhersla á valdeflingu í stað valdbeitingar gegn þeim og svo áhersla á að auka sjálfstraust. Þá dugar ekki að kalla unglinga „aumingja“. Vanlíðan ungmenna er óhugnanleg Börn og unglingar á Íslandi eru í hrikalegri krísu. Héðinn Unnsteinsson benti á að árið 2014 greindu 81% ungmenna frá því að þeim liði vel eða mjög vel í könnun Geðhjálpar. Árið 2022 hafði þessi tala hrunið niður í 57% (MBL, 2022). Þessu græða lyfjafyrirtækin á. Í tillögu til þingsályktunar um aðgerðaráætlun í geðheilbrigðismálum fyrir árin 2023-2027 kom fram að „Samkvæmt stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar frá 2022 óx notkun þunglyndislyfja um 56,3% á milli áranna 2010 og 2020.“ (Heimild, Alþingi). Aukningin er gríðarleg hjá ungmennum, en árið 2007 notuðu 15,7 af hverjum þúsund íbúum á aldrinum 6-17 ára þunglyndislyf samkvæmt mælaborði landlæknis. Árið 2023 var sú tala komin upp í 53,9. Ungmennunum okkar líður illa; mjög illa. Í stórri rannsókn á geðheilsu Íslendinga sem kom út árið 2022 kom í ljós að yngsti aldurshópurinn sem skoðaður var, 18-29 ára, var með verstu geðheilsuna. Helstu áhættuþættirnir voru kyn og félagsleg staða. Ungir karlmenn sem koma úr fátækum fjölskyldum er sá hópur sem líður allra verst, hefur hæstu tíðni þunglyndis og kvíða í landinu okkar (Sigurðardóttir o.fl., 2022). Þetta er í samræmi við erlendar rannsóknir. Í heimildaritgerð Birtu Rósar Þrastardóttur (2023) kemur fram að „Áhættuþættir sjálfsvígs geta tengst kyni, aldri, félagslegum- eða persónulegum þáttum. Áhættuþáttur getur verið að vera ungur karlmaður en sjálfsvíg ungra karlmanna um allan heim hafa aukist undanfarinn áratug“. Rannsókn sem tekin var árið 2021 af líðan ungmenna og birt í fagtímaritinu the Lancet Psychiatry sýndi að á einungis einu ári hafði líðan ungmenna versnað mikið og tíðni þunglyndis aukist umtalsvert, sérstaklega meðal stúlkna (Ingibjörg Eva Þórisdóttir o.fl., 2021). Það er greinilegt að það hafði alvarleg áhrif að æskan okkar var meira og minna lokuð inni árin 2020 og 2021 til að vekja upp öryggiskennd hjá eldra fólkinu og missti þar af möguleikanum til að mynda dýrmæt félagsleg tengsl. Líðan ungmenna hefur farið úr öskunni í eldinn og ástandið hefur einungis versnað. Þetta er að koma fram í námsárangri barna og unglinga, og svo hræðilegum ofbeldismálum sem eru að koma upp. Nú eru að koma upp mál sem varla þekktust á árum áður. Vopn eru nú notuð í átökum milli unglinga og hnífaárásir verða æ algengari. Viðbrögð þeirra sem fara með ráða- og áhrifastöður við þessari gríðarlegu vanlíðan opinbera nú eina af helstu ástæðunum fyrir því hvernig komið er. En kannski er stærsta krísan sem börn og unglingar standa frammi fyrir sú að við sem samfélag virðumst hafa tekið höndum saman um að virða að vettugi, nánast algerlega, mörg af allra mikilvægustu réttindum manneskjunnar þegar kemur að börnum og unglingum. Í stað þess kemur forræðishyggjan, hrein og ómenguð, og svo valdbeiting. Fjögur réttindi manneskjunnar standa hér upp úr. Hér verða þau skilgreind, eftir bestu getu höfundar, og við skulum spyrja okkur sjálf: að hve miklu leiti njóta börn og unglingar á Íslandi þessara sjálfsögðu réttinda? Sjálfsögð réttindi virt að vettugi Sjálfræði, eða sjálfsákvörðunarréttur, hefur verið álitið grundvallarmannréttindi allt frá því að Genfaryfirlýsingin tók gildi árið 1949. Það hefur verið skilgreint sem „lærð hæfni sem gerir einstaklingum kleift að taka ákvarðanir um aðgerðir sem þeir telja mikilvægar“ (Bergamin o.fl., 2022). Þetta felur í sér að fólk taki upplýstar ákvarðanir um eigið líf, heilsu og nærumhverfi. Þegar sjálfræði er virt eru einstaklingar ekki einungis þiggjendur í samfélaginu heldur virkir þátttakendur í þróun þess (Elwyn o.fl., 2012). Þetta er ekki einungis réttur, heldur nauðsyn fyrir andlega heilsu og velferð einstaklingsins. Fólk sem hefur meira vald yfir daglegum athöfnum sínum og hvernig samfélag þeirra er skipulagt, upplifir betri lífsgæði. Upplifaður skortur á sjálfræði hefur verið tengdur við þunglyndi og tilfinningu um að vera í gildru (Rooke og Birchwood, 1998) sem og félagslega útilokun (Schomerus o.fl., 2019). Þetta hefur skaðleg áhrif á sjálfstraust, sem vísar til trúar einstaklings á getu sinni til að takast á við daglegt líf og taka þátt í pólitískum aðgerðum sem myndu styrkja vald hans og áhrif á eigin efnislega stöðu og innan félagslegra stofnana (Castelein o.fl., 2015). Önnur grundvallarmannréttindi hafa verið nefnt gagnkvæmi. Í samhengi heilsu vísar þetta til gagnkvæmra samskipta þar sem bæði sjúklingar og fagfólk leggja sitt af mörkum við ákvarðanatökuferlið, sem er mikilvægt til að byggja upp meðferðarsamband sem grundvallast á trausti og virðingu, sem leiðir til valdeflingar og meiri bata (Beyene o.fl., 2019). Sjúklingar sem finnst að hlustað sé á þá og að þeir séu metnir að verðleikum eru líklegri til að fylgja meðferðaráætlunum og upplifa betri heilsu (Elwyn o.fl., 2012). Sama á við um aðrar stofnanir, ekki síst skóla. Nemendur sem upplifa virðingu, að þeir hafi opin samskipti við stofnun sína og hafa raunveruleg áhrif á hvernig skólinn er skipulagður, upplifa sig frekar sem metna að verðleikum og að þeim sé treyst. Þetta þurfa ungmenni sárlega. Þvingun hefur þveröfug áhrif. Rannsóknir hafa ítrekað leitt í ljós að upplifuð þvingun og brot á sjálfsákvörðunarréttinum leiðir til þunglyndis og tilfinningar fyrir því að vera fastur, lokaður inni (Rooke and Birchwood, 1998), það leiðir til vanlíðanar og óbeitar á þeirri stofnun sem stendur á bakvið þvingunina (Rooke and Birchwood, 1998) og hefur eyðileggjandi áhrif á sjálfstraust (Castelein et al., 2015). Í þessu samhengi hefur hugtakið valdefling verið skilgreint sem ferli sem gerir manneskju kleift að hafa stjórn yfir eigin lífi og hafa áhrif á nærumhverfi sitt og samfélag (Segal et al., 1995). Þá er valdeflingu skipt í tvo þætti. Fyrri þátturinn snýr að persónulega valdeflandi þáttum á borð við lífsgæði og félagslega virkni, og felst þá í stjórnun einstaklingsins á persónulegum aðstæðum og lífsákvörðunum. Seinni þátturinn snýr að möguleika einstaklingsins á því að skipuleggja og stjórna því sem hann gerir, ekki síst hvað varðar störf og tómstundir. Hér skiptir höfuðmáli hvernig samfélagið og samvinna í nærumhverfinu byggir upp möguleika einstaklingsins á því að vera þátttakandi í mikilvægum sameiginlegum ákvörðunum. Loks má nefna trú á eigin færni, eða self-efficacy. Þetta er hlekkurinn milli hinna tveggja þátta valdeflingar einstaklingsins og vísar til sjálfstrausts einstaklingsins til að takast á við daglegar áskoranir og taka þátt í pólitískum aðgerðum. Þetta gerir manneskjunni mögulegt að stjórna eða hafa áhrif á efnislegar aðstæður sínar innan félagslegra stofnana, og eru skólar þá dæmi um það (Castelein et al., 2015). Mega ungmennin vera með? Nú skulum við spyrja okkur, að hve miklu leyti fá börn og unglingar á höfuðborgarsvæðinu á Íslandi að taka þátt í að móta samfélagið okkar. Höfum við þau með í ráðum þegar við skipuleggjum samfélagið. Fá þau meira að segja að eiga hlut í þeim ákvörðunum sem varða þau sjálf, eða ætlumst við einfaldlega til að þau hlýði og geri það sem við segjum? Unglingar og börn eiga að hafa sömu mannréttindi og eldri kynslóðin sem er fyrir löngu búið að tapa hugrekki sínu. Það er beinlínis sláandi að sjá allt valdakerfið á Íslandi standa saman um að ganga bara enn lengra í því að hóta þeim valdbeitingu; stofna eftirlitshópa til að elta uppi börn og unglinga sem reyna að finna sér sjálf eitthvað að gera og refsa þeim opinberlega. Hóprefsing og útskúfun Við höfum um leið ákveðið að beita hóprefsingu, fyrirbæri sem var bannað af Sameinuðu þjóðunum eftir lok seinni heimsstyrjaldar. Hóprefsing felst í því að refsa heilum hópi fyrir aðgerðir ákveðinna einstaklinga í honum. Þetta er beinlínis algengt í skólum landsins. Meðan sonur minn var t.a.m. í íslenskum skóla fengum við ítrekað tölvupósta frá þessum sama skóla þar sem okkur var gert að ræða sérstaklega við „strákana“ vegna framkomu „þeirra“. Vitandi að sonur minn er ljúfur sem lamb vildum við forvitnast um hvað málið snerist. Í ljós kom að einn einasti drengur í bekknum hafði látið út úr sér ókvæðisorð við samnemanda af öðru kyni. Fyrir þetta skyldi öllum í þessum hóp, drengjum, refsað. Þetta gerðu skólayfirvöld hugsunarlaust, eins og um sjálfsagt mál væri að ræða. Hóprefsing, sem telst stríðsglæpur, hefur verið normaliseruð. Þessi hugsunarháttur, að hóprefsing sé rétt og eðlileg, eru einmitt viðbrögðin sem íslensk stjórnvöld hafa valið að beita. Eftir aðgerðir eins einstaklings, sem er nærri öruggt að er að glíma við alvarlegar geðrænar áskoranir og þarf hjálp við þeim, skal haft enn meira eftirlit með öllum unglingum á Íslandi. Þau eiga hvergi að geta falið sig fyrir eftirlitssveitum. Við höfum beinlínis sigað lögreglunni á þau, öll sem eitt. Unglingum skal refsað svo þau hegði sér. Engum þeirra er treystandi, augu valdsins mæna á þau. Íslendingar eru sérstaklega hræddir við félagslega útskúfun. Við viðhöldum þessum ótta með því að taka kerfisbundið og reglulega einn einstakling fyrir og dingla honum fyrir framan landsmenn svo þeir geti fengið útrás fyrir mis-réttláta reiði og hneykslan. Þannig höldum við hvert öðru hræddu við viðbrögð fjöldans og föllum trekk í trekk í fen múgsefjunar. Þessa refsingu ákváðu svo áhrifavaldar Íslands að beita með hinni fáránlegu samfélagsmiðlaherferð sinni: „þú ert aumingi“. Enn frábær aðferð til að auka sjálfstraust unglinga. Vel gert! Það er löngu kominn tími til þess að við virðum mannréttindi unga fólksins okkar. Það er algjört lágmark að fyrsta skref í áttina að því að stöðva hina hræðilegu þróun sem við horfum uppá sé það að spyrja unglingana og börnin hvað þau telja að sé að, hvað þau telja að mætti betur fara, og hvað þau myndu gera ef þau hefðu fullt ákvörðunarvald yfir eigin stofnunum og nærsamfélagi. Það sem verið er að gera núna gerir ástandið bara verra. Höfundur er doktorsnemi við Félagsvísindasvið Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vopnaburður barna og ungmenna Félagsmál Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Skoðun Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Ungmennum á Íslandi líður verr og verr með hverju ári. Nú beinist athyglin, skiljanlega, öll að skelfilegum atburðum sem áttu sér stað í miðborg höfuðborgarinnar, en það er nauðsynlegt að skoða hvernig ástand ungmenni búa við almennt. Vanlíðan ungmenna á Íslandi er ekki einungis að brjótast út í æ fleiri hnífaárásum og öðrum ofbeldismálum, heldur einnig í ógnvekjandi aukningu á tíðni þunglyndis, kvíða og sjálfsmorðhugsana. Margar ástæður eru fyrir þessu. Við vitum að félagshæfni ungmenna hefur hrunið eftir lokanirnar 2020 og 2021, erfiðara er fyrir ungmenni að fá sér vinnu og verða þannig sterkari hluti af samfélaginu, og dýrara og erfiðara er fyrir þau að stunda tómstundir sínar. En málið ristir dýpra. Viðbrögðin við hinum skelfilegu atburðum opinbera það sem gæti verið stærsta ástæðan fyrir því hvernig komið er fyrir framtíð Íslands. Þau eru nærri því öll í formi aukinnar valdbeitingar, ofan frá og niður ákvarðanaferlis, meira eftirlits og skertu frelsi ungmenna. Nánast ekkert heyrist um áform um mjög einfaldan hlut; að spyrja unglingana sjálfa hvað er að, hvað er hægt að gera og hvað við getum gert til að gera líf þeirra betra. Það væri algjört lágmark af okkar hálfu. Þegar vel er að gáð, þá höfum við sem samfélag algjörlega virt að vettugi nokkur af mikilvægustu réttindum manneskjunnar þegar kemur að börnum og unglingum. Þetta eru réttindi til sjálfræðis, réttindin til að vera með í ráðum þegar kemur að ákvörðunartöku um þeirra málefni, áhersla á valdeflingu í stað valdbeitingar gegn þeim og svo áhersla á að auka sjálfstraust. Þá dugar ekki að kalla unglinga „aumingja“. Vanlíðan ungmenna er óhugnanleg Börn og unglingar á Íslandi eru í hrikalegri krísu. Héðinn Unnsteinsson benti á að árið 2014 greindu 81% ungmenna frá því að þeim liði vel eða mjög vel í könnun Geðhjálpar. Árið 2022 hafði þessi tala hrunið niður í 57% (MBL, 2022). Þessu græða lyfjafyrirtækin á. Í tillögu til þingsályktunar um aðgerðaráætlun í geðheilbrigðismálum fyrir árin 2023-2027 kom fram að „Samkvæmt stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar frá 2022 óx notkun þunglyndislyfja um 56,3% á milli áranna 2010 og 2020.“ (Heimild, Alþingi). Aukningin er gríðarleg hjá ungmennum, en árið 2007 notuðu 15,7 af hverjum þúsund íbúum á aldrinum 6-17 ára þunglyndislyf samkvæmt mælaborði landlæknis. Árið 2023 var sú tala komin upp í 53,9. Ungmennunum okkar líður illa; mjög illa. Í stórri rannsókn á geðheilsu Íslendinga sem kom út árið 2022 kom í ljós að yngsti aldurshópurinn sem skoðaður var, 18-29 ára, var með verstu geðheilsuna. Helstu áhættuþættirnir voru kyn og félagsleg staða. Ungir karlmenn sem koma úr fátækum fjölskyldum er sá hópur sem líður allra verst, hefur hæstu tíðni þunglyndis og kvíða í landinu okkar (Sigurðardóttir o.fl., 2022). Þetta er í samræmi við erlendar rannsóknir. Í heimildaritgerð Birtu Rósar Þrastardóttur (2023) kemur fram að „Áhættuþættir sjálfsvígs geta tengst kyni, aldri, félagslegum- eða persónulegum þáttum. Áhættuþáttur getur verið að vera ungur karlmaður en sjálfsvíg ungra karlmanna um allan heim hafa aukist undanfarinn áratug“. Rannsókn sem tekin var árið 2021 af líðan ungmenna og birt í fagtímaritinu the Lancet Psychiatry sýndi að á einungis einu ári hafði líðan ungmenna versnað mikið og tíðni þunglyndis aukist umtalsvert, sérstaklega meðal stúlkna (Ingibjörg Eva Þórisdóttir o.fl., 2021). Það er greinilegt að það hafði alvarleg áhrif að æskan okkar var meira og minna lokuð inni árin 2020 og 2021 til að vekja upp öryggiskennd hjá eldra fólkinu og missti þar af möguleikanum til að mynda dýrmæt félagsleg tengsl. Líðan ungmenna hefur farið úr öskunni í eldinn og ástandið hefur einungis versnað. Þetta er að koma fram í námsárangri barna og unglinga, og svo hræðilegum ofbeldismálum sem eru að koma upp. Nú eru að koma upp mál sem varla þekktust á árum áður. Vopn eru nú notuð í átökum milli unglinga og hnífaárásir verða æ algengari. Viðbrögð þeirra sem fara með ráða- og áhrifastöður við þessari gríðarlegu vanlíðan opinbera nú eina af helstu ástæðunum fyrir því hvernig komið er. En kannski er stærsta krísan sem börn og unglingar standa frammi fyrir sú að við sem samfélag virðumst hafa tekið höndum saman um að virða að vettugi, nánast algerlega, mörg af allra mikilvægustu réttindum manneskjunnar þegar kemur að börnum og unglingum. Í stað þess kemur forræðishyggjan, hrein og ómenguð, og svo valdbeiting. Fjögur réttindi manneskjunnar standa hér upp úr. Hér verða þau skilgreind, eftir bestu getu höfundar, og við skulum spyrja okkur sjálf: að hve miklu leiti njóta börn og unglingar á Íslandi þessara sjálfsögðu réttinda? Sjálfsögð réttindi virt að vettugi Sjálfræði, eða sjálfsákvörðunarréttur, hefur verið álitið grundvallarmannréttindi allt frá því að Genfaryfirlýsingin tók gildi árið 1949. Það hefur verið skilgreint sem „lærð hæfni sem gerir einstaklingum kleift að taka ákvarðanir um aðgerðir sem þeir telja mikilvægar“ (Bergamin o.fl., 2022). Þetta felur í sér að fólk taki upplýstar ákvarðanir um eigið líf, heilsu og nærumhverfi. Þegar sjálfræði er virt eru einstaklingar ekki einungis þiggjendur í samfélaginu heldur virkir þátttakendur í þróun þess (Elwyn o.fl., 2012). Þetta er ekki einungis réttur, heldur nauðsyn fyrir andlega heilsu og velferð einstaklingsins. Fólk sem hefur meira vald yfir daglegum athöfnum sínum og hvernig samfélag þeirra er skipulagt, upplifir betri lífsgæði. Upplifaður skortur á sjálfræði hefur verið tengdur við þunglyndi og tilfinningu um að vera í gildru (Rooke og Birchwood, 1998) sem og félagslega útilokun (Schomerus o.fl., 2019). Þetta hefur skaðleg áhrif á sjálfstraust, sem vísar til trúar einstaklings á getu sinni til að takast á við daglegt líf og taka þátt í pólitískum aðgerðum sem myndu styrkja vald hans og áhrif á eigin efnislega stöðu og innan félagslegra stofnana (Castelein o.fl., 2015). Önnur grundvallarmannréttindi hafa verið nefnt gagnkvæmi. Í samhengi heilsu vísar þetta til gagnkvæmra samskipta þar sem bæði sjúklingar og fagfólk leggja sitt af mörkum við ákvarðanatökuferlið, sem er mikilvægt til að byggja upp meðferðarsamband sem grundvallast á trausti og virðingu, sem leiðir til valdeflingar og meiri bata (Beyene o.fl., 2019). Sjúklingar sem finnst að hlustað sé á þá og að þeir séu metnir að verðleikum eru líklegri til að fylgja meðferðaráætlunum og upplifa betri heilsu (Elwyn o.fl., 2012). Sama á við um aðrar stofnanir, ekki síst skóla. Nemendur sem upplifa virðingu, að þeir hafi opin samskipti við stofnun sína og hafa raunveruleg áhrif á hvernig skólinn er skipulagður, upplifa sig frekar sem metna að verðleikum og að þeim sé treyst. Þetta þurfa ungmenni sárlega. Þvingun hefur þveröfug áhrif. Rannsóknir hafa ítrekað leitt í ljós að upplifuð þvingun og brot á sjálfsákvörðunarréttinum leiðir til þunglyndis og tilfinningar fyrir því að vera fastur, lokaður inni (Rooke and Birchwood, 1998), það leiðir til vanlíðanar og óbeitar á þeirri stofnun sem stendur á bakvið þvingunina (Rooke and Birchwood, 1998) og hefur eyðileggjandi áhrif á sjálfstraust (Castelein et al., 2015). Í þessu samhengi hefur hugtakið valdefling verið skilgreint sem ferli sem gerir manneskju kleift að hafa stjórn yfir eigin lífi og hafa áhrif á nærumhverfi sitt og samfélag (Segal et al., 1995). Þá er valdeflingu skipt í tvo þætti. Fyrri þátturinn snýr að persónulega valdeflandi þáttum á borð við lífsgæði og félagslega virkni, og felst þá í stjórnun einstaklingsins á persónulegum aðstæðum og lífsákvörðunum. Seinni þátturinn snýr að möguleika einstaklingsins á því að skipuleggja og stjórna því sem hann gerir, ekki síst hvað varðar störf og tómstundir. Hér skiptir höfuðmáli hvernig samfélagið og samvinna í nærumhverfinu byggir upp möguleika einstaklingsins á því að vera þátttakandi í mikilvægum sameiginlegum ákvörðunum. Loks má nefna trú á eigin færni, eða self-efficacy. Þetta er hlekkurinn milli hinna tveggja þátta valdeflingar einstaklingsins og vísar til sjálfstrausts einstaklingsins til að takast á við daglegar áskoranir og taka þátt í pólitískum aðgerðum. Þetta gerir manneskjunni mögulegt að stjórna eða hafa áhrif á efnislegar aðstæður sínar innan félagslegra stofnana, og eru skólar þá dæmi um það (Castelein et al., 2015). Mega ungmennin vera með? Nú skulum við spyrja okkur, að hve miklu leyti fá börn og unglingar á höfuðborgarsvæðinu á Íslandi að taka þátt í að móta samfélagið okkar. Höfum við þau með í ráðum þegar við skipuleggjum samfélagið. Fá þau meira að segja að eiga hlut í þeim ákvörðunum sem varða þau sjálf, eða ætlumst við einfaldlega til að þau hlýði og geri það sem við segjum? Unglingar og börn eiga að hafa sömu mannréttindi og eldri kynslóðin sem er fyrir löngu búið að tapa hugrekki sínu. Það er beinlínis sláandi að sjá allt valdakerfið á Íslandi standa saman um að ganga bara enn lengra í því að hóta þeim valdbeitingu; stofna eftirlitshópa til að elta uppi börn og unglinga sem reyna að finna sér sjálf eitthvað að gera og refsa þeim opinberlega. Hóprefsing og útskúfun Við höfum um leið ákveðið að beita hóprefsingu, fyrirbæri sem var bannað af Sameinuðu þjóðunum eftir lok seinni heimsstyrjaldar. Hóprefsing felst í því að refsa heilum hópi fyrir aðgerðir ákveðinna einstaklinga í honum. Þetta er beinlínis algengt í skólum landsins. Meðan sonur minn var t.a.m. í íslenskum skóla fengum við ítrekað tölvupósta frá þessum sama skóla þar sem okkur var gert að ræða sérstaklega við „strákana“ vegna framkomu „þeirra“. Vitandi að sonur minn er ljúfur sem lamb vildum við forvitnast um hvað málið snerist. Í ljós kom að einn einasti drengur í bekknum hafði látið út úr sér ókvæðisorð við samnemanda af öðru kyni. Fyrir þetta skyldi öllum í þessum hóp, drengjum, refsað. Þetta gerðu skólayfirvöld hugsunarlaust, eins og um sjálfsagt mál væri að ræða. Hóprefsing, sem telst stríðsglæpur, hefur verið normaliseruð. Þessi hugsunarháttur, að hóprefsing sé rétt og eðlileg, eru einmitt viðbrögðin sem íslensk stjórnvöld hafa valið að beita. Eftir aðgerðir eins einstaklings, sem er nærri öruggt að er að glíma við alvarlegar geðrænar áskoranir og þarf hjálp við þeim, skal haft enn meira eftirlit með öllum unglingum á Íslandi. Þau eiga hvergi að geta falið sig fyrir eftirlitssveitum. Við höfum beinlínis sigað lögreglunni á þau, öll sem eitt. Unglingum skal refsað svo þau hegði sér. Engum þeirra er treystandi, augu valdsins mæna á þau. Íslendingar eru sérstaklega hræddir við félagslega útskúfun. Við viðhöldum þessum ótta með því að taka kerfisbundið og reglulega einn einstakling fyrir og dingla honum fyrir framan landsmenn svo þeir geti fengið útrás fyrir mis-réttláta reiði og hneykslan. Þannig höldum við hvert öðru hræddu við viðbrögð fjöldans og föllum trekk í trekk í fen múgsefjunar. Þessa refsingu ákváðu svo áhrifavaldar Íslands að beita með hinni fáránlegu samfélagsmiðlaherferð sinni: „þú ert aumingi“. Enn frábær aðferð til að auka sjálfstraust unglinga. Vel gert! Það er löngu kominn tími til þess að við virðum mannréttindi unga fólksins okkar. Það er algjört lágmark að fyrsta skref í áttina að því að stöðva hina hræðilegu þróun sem við horfum uppá sé það að spyrja unglingana og börnin hvað þau telja að sé að, hvað þau telja að mætti betur fara, og hvað þau myndu gera ef þau hefðu fullt ákvörðunarvald yfir eigin stofnunum og nærsamfélagi. Það sem verið er að gera núna gerir ástandið bara verra. Höfundur er doktorsnemi við Félagsvísindasvið Háskóla Íslands.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun