Hatursorðræða á Íslandi Einar Baldvin Árnason skrifar 8. september 2024 09:01 Tjáningarfrelsi á undir högg að sækja, á Íslandi, sem og annarsstaðar í heiminum. Þar á ég bæði við vernd okkar almennra borgara gagnvart ritskoðun ríkisins, en líka það sem óræðara er: menningarlegt tjáningarfrelsi þ.e þá hugmynd að það sé hollt, gagnlegt, og jafnvel skemmtilegt, að skiptast á skoðunum. En þetta er ekki svona, nema síður sé, í dag: upphrópanir, útskúfun, og ritskoðun hafa eflst á svo öfgakenndan og margslunginn hátt að það er til að æra óstöðugan að reyna að botna í því hvað af því vex í skjóli ríkisvaldsins, stofnana, og tæknirisa, eða einfaldlega í krafti hins almenna borgara. Það er þó líklegast að þetta haldist allt í hendur. Nýlegt dæmi er ótrúlegt bréf Mark Zuckerberg, forstjóra Meta, þar sem hann viðurkennir að hafa látið undan þrýstingi Biden-Harris ríkisstjórnarinnar um að ritskoða efni á Facebook og Instagram í Covid faraldrinum. Flest okkar hafa bara látið lítið fyrir okkur fara - annaðhvort kyngt öllum óvenjulegum skoðunum, eða í besta falli látið þær flakka í einkasamtölum. Fórnarkostnaðurinn hefur einfaldlega verið of mikill fyrir allt venjulegt fólk, enda hafa málin þróast á þann hátt að það eru fyrst og fremst milljarðamæringar, sem virðast hafa efni á því að skiptast opinberlega á óviðurkenndum skoðunum. Þetta getur ekki gengið til lengdar, enda eru frjáls og opin samskipti lykillinn að bæði þroska og vellíðan, hvort sem um einstaklinga eða samfélög er að ræða. Þó virðist vera að rofa til. Hræðslan minnkar dag frá degi, fleiri eru tilbúnir að tjá sig um mikilvæg mál opinberlega, og þeir finna, þegar á hólminn er komið, að þeir eiga sér fleiri stuðningsmenn en þá grunaði.Það er gaman að sjá fólk vakna til lífsins, en mig grunar að þetta sé tímabundið ástand. Orð og gjörðir margra vestrænna leiðtoga nýverið bera þess öll merki að tjáningarfrelsið verði ekki umborið mikið lengur, amk ekki í þeirri mynd sem við áttum að venjast. Það er þrengt að því í ólíklegustu löndum t.d Bretlandi, Bandaríkjunum og Frakklandi, á ógnarhraða, og í krafti eftirlitstækni sem hefði gert slíkt óhugsandi áður fyrr. Í sumum tilfellum er gengið svo langt að fólk er svipt frelsinu fyrir að tjá skoðanir sínar. Slík ritskoðun að ofan frá hefur færst verulega í aukana á undanförnum árum, hvort sem hún er formlega staðfest með lögum eða vegna óeðliegs þrýstings frá ríkinu. Þetta er iðulega gert í dag með þeirri afsökun, að það sé til að sporna við upplýsingaóreiðu eða hatursorðræðu - tvenn illskilgreinanleg hugtök sem er auðveldlega hægt að þenja út í hið óendanlega. Í íslenskum lögum um hatursorðræðu segir t.d: „Hver sem með háði, rógi, smánun, ógnun eða á annan hátt ræðst opinberlega á mann eða hóp manna vegna þjóðernis þeirra, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða eða kynhneigðar sæti sektum eða fangelsi allt að 2 árum.“ Það ætti að vera hverjum manni augljóst að þessi lög eru ekki aðeins loðin heldur alltof víðtæk. Hvað þýðir það t.d nákvæmlega að hæðast að hópi vegna þjóðernis og trúarbragða þeirra? Hvað þýðir “á annan hátt”? Það er afar auðvelt að misnota þessi lög sé viljinn fyrir hendi, og það er gert reglulega með lögsóknum. Hver slík, að ekki sé talað um þegar dómur fellur, hefur gríðarleg þöggunaráhrif út í samfélagið allt, og afleiðingarnar eru þær að aðrir hugsa sig tvisvar um áður en þeir þora að segja hug sinn. En ofangreind lög eru líka óþörf - því tjáningarfrelsið er nú þegar takmarkað á þann hátt sem langflestir telja eðlileg - það er bannað að ógna öðrum samþegnum eða hvetja til ofbeldis gegn þeim, alveg óháð því hvaða samfélagshópi þeir tilheyra, og það er í raun það eina sem þarf. Það er oft sagt að þrátt fyrir það að Ísland sé agnarsmátt land, þá geti það verið mikilvæg fyrirmynd annarra. Það er rétt, og á þessum síðustu og verstu tímum, þar sem frjáls tjáning þegnanna hefur aldrei verið mikilvægari, þá við ættum að gera betur en aðrir og verja rétt okkar til tjáningar af krafti. Af litlum neista verður oft mikið bál. Ég legg því til að við breytum lögum á Íslandi á þann hátt að tjáningarfrelsi sé tryggðara hér en nokkursstaðar annarsstaðar í heiminum. Að afnema öll lög um hatursorðræðu væri stórt skref í þá átt. Höfundur er listamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tjáningarfrelsi Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Tjáningarfrelsi á undir högg að sækja, á Íslandi, sem og annarsstaðar í heiminum. Þar á ég bæði við vernd okkar almennra borgara gagnvart ritskoðun ríkisins, en líka það sem óræðara er: menningarlegt tjáningarfrelsi þ.e þá hugmynd að það sé hollt, gagnlegt, og jafnvel skemmtilegt, að skiptast á skoðunum. En þetta er ekki svona, nema síður sé, í dag: upphrópanir, útskúfun, og ritskoðun hafa eflst á svo öfgakenndan og margslunginn hátt að það er til að æra óstöðugan að reyna að botna í því hvað af því vex í skjóli ríkisvaldsins, stofnana, og tæknirisa, eða einfaldlega í krafti hins almenna borgara. Það er þó líklegast að þetta haldist allt í hendur. Nýlegt dæmi er ótrúlegt bréf Mark Zuckerberg, forstjóra Meta, þar sem hann viðurkennir að hafa látið undan þrýstingi Biden-Harris ríkisstjórnarinnar um að ritskoða efni á Facebook og Instagram í Covid faraldrinum. Flest okkar hafa bara látið lítið fyrir okkur fara - annaðhvort kyngt öllum óvenjulegum skoðunum, eða í besta falli látið þær flakka í einkasamtölum. Fórnarkostnaðurinn hefur einfaldlega verið of mikill fyrir allt venjulegt fólk, enda hafa málin þróast á þann hátt að það eru fyrst og fremst milljarðamæringar, sem virðast hafa efni á því að skiptast opinberlega á óviðurkenndum skoðunum. Þetta getur ekki gengið til lengdar, enda eru frjáls og opin samskipti lykillinn að bæði þroska og vellíðan, hvort sem um einstaklinga eða samfélög er að ræða. Þó virðist vera að rofa til. Hræðslan minnkar dag frá degi, fleiri eru tilbúnir að tjá sig um mikilvæg mál opinberlega, og þeir finna, þegar á hólminn er komið, að þeir eiga sér fleiri stuðningsmenn en þá grunaði.Það er gaman að sjá fólk vakna til lífsins, en mig grunar að þetta sé tímabundið ástand. Orð og gjörðir margra vestrænna leiðtoga nýverið bera þess öll merki að tjáningarfrelsið verði ekki umborið mikið lengur, amk ekki í þeirri mynd sem við áttum að venjast. Það er þrengt að því í ólíklegustu löndum t.d Bretlandi, Bandaríkjunum og Frakklandi, á ógnarhraða, og í krafti eftirlitstækni sem hefði gert slíkt óhugsandi áður fyrr. Í sumum tilfellum er gengið svo langt að fólk er svipt frelsinu fyrir að tjá skoðanir sínar. Slík ritskoðun að ofan frá hefur færst verulega í aukana á undanförnum árum, hvort sem hún er formlega staðfest með lögum eða vegna óeðliegs þrýstings frá ríkinu. Þetta er iðulega gert í dag með þeirri afsökun, að það sé til að sporna við upplýsingaóreiðu eða hatursorðræðu - tvenn illskilgreinanleg hugtök sem er auðveldlega hægt að þenja út í hið óendanlega. Í íslenskum lögum um hatursorðræðu segir t.d: „Hver sem með háði, rógi, smánun, ógnun eða á annan hátt ræðst opinberlega á mann eða hóp manna vegna þjóðernis þeirra, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða eða kynhneigðar sæti sektum eða fangelsi allt að 2 árum.“ Það ætti að vera hverjum manni augljóst að þessi lög eru ekki aðeins loðin heldur alltof víðtæk. Hvað þýðir það t.d nákvæmlega að hæðast að hópi vegna þjóðernis og trúarbragða þeirra? Hvað þýðir “á annan hátt”? Það er afar auðvelt að misnota þessi lög sé viljinn fyrir hendi, og það er gert reglulega með lögsóknum. Hver slík, að ekki sé talað um þegar dómur fellur, hefur gríðarleg þöggunaráhrif út í samfélagið allt, og afleiðingarnar eru þær að aðrir hugsa sig tvisvar um áður en þeir þora að segja hug sinn. En ofangreind lög eru líka óþörf - því tjáningarfrelsið er nú þegar takmarkað á þann hátt sem langflestir telja eðlileg - það er bannað að ógna öðrum samþegnum eða hvetja til ofbeldis gegn þeim, alveg óháð því hvaða samfélagshópi þeir tilheyra, og það er í raun það eina sem þarf. Það er oft sagt að þrátt fyrir það að Ísland sé agnarsmátt land, þá geti það verið mikilvæg fyrirmynd annarra. Það er rétt, og á þessum síðustu og verstu tímum, þar sem frjáls tjáning þegnanna hefur aldrei verið mikilvægari, þá við ættum að gera betur en aðrir og verja rétt okkar til tjáningar af krafti. Af litlum neista verður oft mikið bál. Ég legg því til að við breytum lögum á Íslandi á þann hátt að tjáningarfrelsi sé tryggðara hér en nokkursstaðar annarsstaðar í heiminum. Að afnema öll lög um hatursorðræðu væri stórt skref í þá átt. Höfundur er listamaður.
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun