Ekið í veg fyrir rútu Eyjakvenna Sindri Sverrisson skrifar 7. september 2024 21:01 Eyjakonur fögnuðu sigri í handboltanum en töpuðu í fótboltanum í dag. Á leiðinni heim úr borginni lenti rúta þeirra í árekstri. vísir/Diego Leikmenn kvennaliða ÍBV í handbolta og fótbolta sluppu vel þegar rúta þeirra lenti í árekstri á leið heim úr Reykjavík í dag. Einn leikmaður var þó sendur á sjúkrahús til skoðunar. „Þetta gerðist rétt fyrir utan borgarmörkin. Það keyrir bíll í veg fyrir rútuna og hálfpartinn í hliðina á henni að framan,“ segir Ellert Scheving, framkvæmdastjóri ÍBV, í samtali við Vísi. „Það er ekki þægilegt að lenda í árekstri og auðvitað voru leikmenn svolítið hristir en ég held að þetta hefði ekki getað farið betur. Enginn alvarlega slasaður, hvorki hjá okkur né í bílnum,“ segir Ellert en bætti þó við að einn leikmaður hefði verið sendur í skoðun á Landspítalanum, vegna smávægilegs höfuðhöggs. Eftir að hafa beðið í drykklanga stund héldu liðin með annarri rútu heim til Vestmannaeyja. Handboltakonurnar héldu heim með tvö stig í farteskinu eftir sigur gegn Gróttu í fyrstu umferðinni í Olís-deildinni. Fótboltakonurnar urðu hins vegar að sætta sig við 5-0 skell gegn HK í leik sem þó skipti litlu máli, í lokaumferð Lengjudeildarinnar. Þar enduðu Eyjakonur í 6. sæti og þurfa því að gera aðra tilraun á næsta ári til að komast aftur í Bestu deildina. ÍBV Lengjudeild kvenna Olís-deild kvenna Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Sjáðu dóminn sára á Víkinga: VAR hafi reddað málum með vafasömum hætti Fótbolti Fleiri fréttir Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi KR lánar Óðinn til ÍR Óðinn Þór markahæstur að venju Háspennuleikir á Akureyri og Króknum KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu „Mundum hverjir við erum“ Madrídarliðin sáu rautt í jafnteflum Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Grindavík upp úr fallsæti með sigri á botnliði Aþenu Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Amad líklega frá út tímabilið Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Eggert feginn til Freys eftir skref sem reyndist ekki gott Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Marmoush með þrennu í sigri Man City Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sætti sig við þriggja mánaða bann eftir nuddið Sjá meira
„Þetta gerðist rétt fyrir utan borgarmörkin. Það keyrir bíll í veg fyrir rútuna og hálfpartinn í hliðina á henni að framan,“ segir Ellert Scheving, framkvæmdastjóri ÍBV, í samtali við Vísi. „Það er ekki þægilegt að lenda í árekstri og auðvitað voru leikmenn svolítið hristir en ég held að þetta hefði ekki getað farið betur. Enginn alvarlega slasaður, hvorki hjá okkur né í bílnum,“ segir Ellert en bætti þó við að einn leikmaður hefði verið sendur í skoðun á Landspítalanum, vegna smávægilegs höfuðhöggs. Eftir að hafa beðið í drykklanga stund héldu liðin með annarri rútu heim til Vestmannaeyja. Handboltakonurnar héldu heim með tvö stig í farteskinu eftir sigur gegn Gróttu í fyrstu umferðinni í Olís-deildinni. Fótboltakonurnar urðu hins vegar að sætta sig við 5-0 skell gegn HK í leik sem þó skipti litlu máli, í lokaumferð Lengjudeildarinnar. Þar enduðu Eyjakonur í 6. sæti og þurfa því að gera aðra tilraun á næsta ári til að komast aftur í Bestu deildina.
ÍBV Lengjudeild kvenna Olís-deild kvenna Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Sjáðu dóminn sára á Víkinga: VAR hafi reddað málum með vafasömum hætti Fótbolti Fleiri fréttir Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi KR lánar Óðinn til ÍR Óðinn Þór markahæstur að venju Háspennuleikir á Akureyri og Króknum KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu „Mundum hverjir við erum“ Madrídarliðin sáu rautt í jafnteflum Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Grindavík upp úr fallsæti með sigri á botnliði Aþenu Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Amad líklega frá út tímabilið Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Eggert feginn til Freys eftir skref sem reyndist ekki gott Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Marmoush með þrennu í sigri Man City Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sætti sig við þriggja mánaða bann eftir nuddið Sjá meira