Ekið í veg fyrir rútu Eyjakvenna Sindri Sverrisson skrifar 7. september 2024 21:01 Eyjakonur fögnuðu sigri í handboltanum en töpuðu í fótboltanum í dag. Á leiðinni heim úr borginni lenti rúta þeirra í árekstri. vísir/Diego Leikmenn kvennaliða ÍBV í handbolta og fótbolta sluppu vel þegar rúta þeirra lenti í árekstri á leið heim úr Reykjavík í dag. Einn leikmaður var þó sendur á sjúkrahús til skoðunar. „Þetta gerðist rétt fyrir utan borgarmörkin. Það keyrir bíll í veg fyrir rútuna og hálfpartinn í hliðina á henni að framan,“ segir Ellert Scheving, framkvæmdastjóri ÍBV, í samtali við Vísi. „Það er ekki þægilegt að lenda í árekstri og auðvitað voru leikmenn svolítið hristir en ég held að þetta hefði ekki getað farið betur. Enginn alvarlega slasaður, hvorki hjá okkur né í bílnum,“ segir Ellert en bætti þó við að einn leikmaður hefði verið sendur í skoðun á Landspítalanum, vegna smávægilegs höfuðhöggs. Eftir að hafa beðið í drykklanga stund héldu liðin með annarri rútu heim til Vestmannaeyja. Handboltakonurnar héldu heim með tvö stig í farteskinu eftir sigur gegn Gróttu í fyrstu umferðinni í Olís-deildinni. Fótboltakonurnar urðu hins vegar að sætta sig við 5-0 skell gegn HK í leik sem þó skipti litlu máli, í lokaumferð Lengjudeildarinnar. Þar enduðu Eyjakonur í 6. sæti og þurfa því að gera aðra tilraun á næsta ári til að komast aftur í Bestu deildina. ÍBV Lengjudeild kvenna Olís-deild kvenna Mest lesið Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Fleiri fréttir „Það féll ekki mikið með okkur“ „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ United missti frá sér sigurinn í lokin „Missum þetta klaufalega frá okkur“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Snæfríður Sól í sjötta sæti á EM Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Hilmar með fínan leik í bikarsigri 41 árs þjálfari lést eftir fall á heimili sínu Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Hættir við að kæra Conor McGregor fyrir nauðgun Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Í vinnunni þegar hann fékk óvænt gleðitíðindi Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag „Eina leiðin til að lifa af“ Big Ben í kvöld: Þorlákur, Gummi Gumm og Gunni Birgis í beinni Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Slógu Íslandsmet um tæpa sekúndu og Símon á inni fyrir öðru meti Stóð uppi sem sigurvegari á krefjandi ári: „Var búið að vera svo erfitt“ Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Snævar sló tugi meta á árinu: „Ánægður og stoltur af sjálfum mér“ Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sjá meira
„Þetta gerðist rétt fyrir utan borgarmörkin. Það keyrir bíll í veg fyrir rútuna og hálfpartinn í hliðina á henni að framan,“ segir Ellert Scheving, framkvæmdastjóri ÍBV, í samtali við Vísi. „Það er ekki þægilegt að lenda í árekstri og auðvitað voru leikmenn svolítið hristir en ég held að þetta hefði ekki getað farið betur. Enginn alvarlega slasaður, hvorki hjá okkur né í bílnum,“ segir Ellert en bætti þó við að einn leikmaður hefði verið sendur í skoðun á Landspítalanum, vegna smávægilegs höfuðhöggs. Eftir að hafa beðið í drykklanga stund héldu liðin með annarri rútu heim til Vestmannaeyja. Handboltakonurnar héldu heim með tvö stig í farteskinu eftir sigur gegn Gróttu í fyrstu umferðinni í Olís-deildinni. Fótboltakonurnar urðu hins vegar að sætta sig við 5-0 skell gegn HK í leik sem þó skipti litlu máli, í lokaumferð Lengjudeildarinnar. Þar enduðu Eyjakonur í 6. sæti og þurfa því að gera aðra tilraun á næsta ári til að komast aftur í Bestu deildina.
ÍBV Lengjudeild kvenna Olís-deild kvenna Mest lesið Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Fleiri fréttir „Það féll ekki mikið með okkur“ „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ United missti frá sér sigurinn í lokin „Missum þetta klaufalega frá okkur“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Snæfríður Sól í sjötta sæti á EM Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Hilmar með fínan leik í bikarsigri 41 árs þjálfari lést eftir fall á heimili sínu Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Hættir við að kæra Conor McGregor fyrir nauðgun Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Í vinnunni þegar hann fékk óvænt gleðitíðindi Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag „Eina leiðin til að lifa af“ Big Ben í kvöld: Þorlákur, Gummi Gumm og Gunni Birgis í beinni Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Slógu Íslandsmet um tæpa sekúndu og Símon á inni fyrir öðru meti Stóð uppi sem sigurvegari á krefjandi ári: „Var búið að vera svo erfitt“ Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Snævar sló tugi meta á árinu: „Ánægður og stoltur af sjálfum mér“ Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sjá meira