„Við erum öll harmi slegin“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 7. september 2024 12:21 Halla Tómasdóttir segir Íslendinga vera harmi slegna. Vísir/Vilhelm/Aðsend Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, segir nauðsynlegt að ráðast að rótum vandans vegna þeirra sorglegu atburða sem hafa átt sér stað í samfélaginu undanfarið. Íslendingar þurfi að gerast „riddarar kærleikans“ og gera kærleikann að eina vopninu í samfélaginu. Halla tjáði sig um andlát Bryndísar Klöru á Facebook-síðu sinni í dag. „Við erum öll harmi slegin vegna skelfilega sorglegra atburða sem átt hafa sér stað í okkar samfélagi og eru óbærilegir og ólíðandi. Við verðum að ráðast að rótum vandans - saman! Hvert og eitt okkar hefur þar hlutverk. Ég hef átt fjölda funda og samtala undanfarnar vikur um nauðsynlegar úrbætur í kerfinu - og þær eru sem betur fer margar á borðinu!“ skrifar Halla í færslunni. „En kerfisbreytingar duga ekki til - við þurfum að vinna saman að því að gera kærleikann að eina vopninu í okkar samfélagi. Þetta er ákall og ósk foreldra Bryndísar Klöru og um það hefur verið stofnaður minningarsjóður sem ég er verndari fyrir,“ skrifar hún einnig. Riddarar kærleikans skuli vera saman og tala saman Halla biðlar til Íslendinga að leggja það sem þeir geti af mörkum og nefnir þar þrennt: Takið utan um ykkur sjálf og börnin ykkar. Kyrrðarstund í Lindakirkju í dag er góður staður til slíks og matarborðið heima er það líka. Verum saman og tölum saman (og ekki bara í gegnum skjái og samfélagsmiðla, þó ég nýti þennan með trega til þess að biðla til ykkar) Leitið leiða til að vera sjálf „riddarar kærleikans“ - veljið orðin ykkar vel - talið af mennsku og virðingu við og um aðra. Réttið út hönd þar sem þið vitið að þess er þörf. Leggið minningarsjóði Bryndísar Klöru til það sem þið eruð aflögufær um. Sjóðurinn mun styðja við fræðslu, rannsóknir og vitundarvakningu til að koma í veg fyrir að slíkar hörmungar endurtaki sig!!!! Samfélagið muni draga línu í sandinn Halla segist telja fátt mikilvægara en að ungt fólk fái sjálft að móta hugmyndir um hvernig Íslendingar geti gert betur. Hún hvetur fólk til að hlusta á unga fólkið, læra af þeim og hvetja þau. „Ég vonast til að sjóðurinn geti stutt við þau í þeirri viðleitni og trúi því að okkar samfélag muni koma saman á sorgarstundu, draga línu í sandinn og stefna í betri átt. Við getum og verðum að vera breytingin sem við viljum og þurfum að sjá í okkar samfélagi,“ segir hún að lokum. Kallað hafði verið eftir sterkari viðbrögðum frá Höllu vegna atburða síðustu daga og sagði Björgvin Páll Gústafsson meðal annars á Twitter í vikunni að hann „hefði viljað sjá nýja forsetann okkar miklu sýnilegri í tengslum við þetta þunga mál sem samfálagið er að reyna að ná utan um.“ Forsetinn ætti ekki að vera upp á punt. Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Vopnaburður barna og ungmenna Stunguárás við Skúlagötu Tengdar fréttir Nýnemaballi fimm skóla frestað Sameiginlegu nýnemaballi fimm framhaldsskóla á höfuðborgarsvæðinu hefur verið frestað vegna hnífstunguárásarinnar mannskæðu sem framin var á menningarnótt. 5. september 2024 14:45 „Við þurfum ekki að vera með hníf hérna í höfuðborginni“ Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir vopnaburð hafa aukist og samhliða því stunguárásis. Hann segir það orðið afar algengt að lögreglan leggi hald á hnífa í útköllum sem ekki tengist vopnaburði. Flestir sem beri hnífa beiti þeim ekki en það sé samt líklegra að einhver beiti hníf ef hann er með hníf á sér. Hann segir lausnina við vandamálinu ekki að refsa bara. Það verði að finna fleiri leiðir. 4. september 2024 10:49 Mættu í bleiku til að heiðra minningu Bryndísar Klöru Verzlingar mættu í bleiku í dag til að heiðra minningu Bryndísar Klöru Birgisdóttur, sautján ára stúlku sem lést af sárum sínum á föstudag. Bleikur var hennar eftirlætislitur. Forseti nemendafélagsins í Verzlunarskólanum segir að nemendur og kennarar séu í sárum og hafi viljað senda frá sér falleg skilaboð. Hann segir þörf á fræðslu um ofbeldi á landsvísu. 2. september 2024 11:45 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Halla tjáði sig um andlát Bryndísar Klöru á Facebook-síðu sinni í dag. „Við erum öll harmi slegin vegna skelfilega sorglegra atburða sem átt hafa sér stað í okkar samfélagi og eru óbærilegir og ólíðandi. Við verðum að ráðast að rótum vandans - saman! Hvert og eitt okkar hefur þar hlutverk. Ég hef átt fjölda funda og samtala undanfarnar vikur um nauðsynlegar úrbætur í kerfinu - og þær eru sem betur fer margar á borðinu!“ skrifar Halla í færslunni. „En kerfisbreytingar duga ekki til - við þurfum að vinna saman að því að gera kærleikann að eina vopninu í okkar samfélagi. Þetta er ákall og ósk foreldra Bryndísar Klöru og um það hefur verið stofnaður minningarsjóður sem ég er verndari fyrir,“ skrifar hún einnig. Riddarar kærleikans skuli vera saman og tala saman Halla biðlar til Íslendinga að leggja það sem þeir geti af mörkum og nefnir þar þrennt: Takið utan um ykkur sjálf og börnin ykkar. Kyrrðarstund í Lindakirkju í dag er góður staður til slíks og matarborðið heima er það líka. Verum saman og tölum saman (og ekki bara í gegnum skjái og samfélagsmiðla, þó ég nýti þennan með trega til þess að biðla til ykkar) Leitið leiða til að vera sjálf „riddarar kærleikans“ - veljið orðin ykkar vel - talið af mennsku og virðingu við og um aðra. Réttið út hönd þar sem þið vitið að þess er þörf. Leggið minningarsjóði Bryndísar Klöru til það sem þið eruð aflögufær um. Sjóðurinn mun styðja við fræðslu, rannsóknir og vitundarvakningu til að koma í veg fyrir að slíkar hörmungar endurtaki sig!!!! Samfélagið muni draga línu í sandinn Halla segist telja fátt mikilvægara en að ungt fólk fái sjálft að móta hugmyndir um hvernig Íslendingar geti gert betur. Hún hvetur fólk til að hlusta á unga fólkið, læra af þeim og hvetja þau. „Ég vonast til að sjóðurinn geti stutt við þau í þeirri viðleitni og trúi því að okkar samfélag muni koma saman á sorgarstundu, draga línu í sandinn og stefna í betri átt. Við getum og verðum að vera breytingin sem við viljum og þurfum að sjá í okkar samfélagi,“ segir hún að lokum. Kallað hafði verið eftir sterkari viðbrögðum frá Höllu vegna atburða síðustu daga og sagði Björgvin Páll Gústafsson meðal annars á Twitter í vikunni að hann „hefði viljað sjá nýja forsetann okkar miklu sýnilegri í tengslum við þetta þunga mál sem samfálagið er að reyna að ná utan um.“ Forsetinn ætti ekki að vera upp á punt.
Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Vopnaburður barna og ungmenna Stunguárás við Skúlagötu Tengdar fréttir Nýnemaballi fimm skóla frestað Sameiginlegu nýnemaballi fimm framhaldsskóla á höfuðborgarsvæðinu hefur verið frestað vegna hnífstunguárásarinnar mannskæðu sem framin var á menningarnótt. 5. september 2024 14:45 „Við þurfum ekki að vera með hníf hérna í höfuðborginni“ Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir vopnaburð hafa aukist og samhliða því stunguárásis. Hann segir það orðið afar algengt að lögreglan leggi hald á hnífa í útköllum sem ekki tengist vopnaburði. Flestir sem beri hnífa beiti þeim ekki en það sé samt líklegra að einhver beiti hníf ef hann er með hníf á sér. Hann segir lausnina við vandamálinu ekki að refsa bara. Það verði að finna fleiri leiðir. 4. september 2024 10:49 Mættu í bleiku til að heiðra minningu Bryndísar Klöru Verzlingar mættu í bleiku í dag til að heiðra minningu Bryndísar Klöru Birgisdóttur, sautján ára stúlku sem lést af sárum sínum á föstudag. Bleikur var hennar eftirlætislitur. Forseti nemendafélagsins í Verzlunarskólanum segir að nemendur og kennarar séu í sárum og hafi viljað senda frá sér falleg skilaboð. Hann segir þörf á fræðslu um ofbeldi á landsvísu. 2. september 2024 11:45 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Nýnemaballi fimm skóla frestað Sameiginlegu nýnemaballi fimm framhaldsskóla á höfuðborgarsvæðinu hefur verið frestað vegna hnífstunguárásarinnar mannskæðu sem framin var á menningarnótt. 5. september 2024 14:45
„Við þurfum ekki að vera með hníf hérna í höfuðborginni“ Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir vopnaburð hafa aukist og samhliða því stunguárásis. Hann segir það orðið afar algengt að lögreglan leggi hald á hnífa í útköllum sem ekki tengist vopnaburði. Flestir sem beri hnífa beiti þeim ekki en það sé samt líklegra að einhver beiti hníf ef hann er með hníf á sér. Hann segir lausnina við vandamálinu ekki að refsa bara. Það verði að finna fleiri leiðir. 4. september 2024 10:49
Mættu í bleiku til að heiðra minningu Bryndísar Klöru Verzlingar mættu í bleiku í dag til að heiðra minningu Bryndísar Klöru Birgisdóttur, sautján ára stúlku sem lést af sárum sínum á föstudag. Bleikur var hennar eftirlætislitur. Forseti nemendafélagsins í Verzlunarskólanum segir að nemendur og kennarar séu í sárum og hafi viljað senda frá sér falleg skilaboð. Hann segir þörf á fræðslu um ofbeldi á landsvísu. 2. september 2024 11:45