Varaforseti Bush yngri ætlar að kjósa Harris Kjartan Kjartansson skrifar 6. september 2024 23:12 Liz og Dick Cheney á kjörstað í forvali repúblikana í Wyoming árið 2022. Nær óhugsandi hefði verið fyrir nokkrum árum að fyrrverandi varaforseti repúblikana greiddi frambjóðanda demókrata til forseta atkvæði sitt. AP/Jabin Botsford/Washington Post Dick Cheney, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og repúblikani, ætlar að greiða Kamölu Harris, frambjóðanda demókrata, atkvæði sitt í forsetakosningunum í nóvember. Hann segir að aldrei megi fela Donald Trump völd aftur. Dóttir Cheney, Liz Cheney, greindi frá því að faðir hennar ætlaði að kjósa Harris þrátt fyrir að hann hefði verið repúblikani alla sína tíð á viðburði í Texas í dag. Cheney staðfesti það sjálfur í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í kjölfarið. „Það má aldrei treysta honum fyrir völdum aftur. Hvert okkar sem borgarar hefur skyldu til þess að setja landið ofar flokkshagsmunum til þess að verja stjórnarskrána. Þess vegna ætla ég að greiða Kamölu Harris varaforseta atkvæði mitt,“ sagði í yfirlýsingunni frá Cheney sem var varaforseti George W. Bush frá 2001 til 2009. Talsmaður forsetaframboðs Trump brást við fyrirspurn AP-fréttastofunnar um stuðningsyfirlýsingu Cheney-feðginanna við Harris með því að spyrja á móti: „Hver er Liz Cheney?“ Sett út af sakramentinu fyrir að gagnrýna Trump Feðginin studdu bæði Trump í kosningunum árið 2016. Þó byrjaði að anda köldu á milli þeirra eftir að Liz Cheney, sem þá var fulltrúadeildarþingmaður repúblikana í Wyoming, gagnrýndi utanríkisstefnu Trump. Forsetinn gagnrýndi á móti stríðsrekstur sem Dick Cheney átti frumkvæði að í Afganistan og Írak. Þannig héldu feðginin sig til hlés í forsetakosningunum árið 2020. Eftir að Liz Cheney greiddi atkvæði með því að kæra Trump fyrir embættisbrot vegna árásar stuðningsmanna hans á þinghúsið árið 2021 varð hún hornreka í flokknum sem úthýsti henni á endanum úr forystusveit sinni. Það jók ekki vinsældir Cheney á meðal flokkssystkina hennar að hún sat í þingnefnd sem rannsakaði árásina á þinghúsið. Hún náði ekki endurkjöri í síðustu þingkosningum. Í kosningaauglýsingu fyrir Liz Cheney árið 2022 kallaði Dick Cheney Trump „bleyðu“ fyrir að reyna að stela forsetakosningunum með lygum og ofbeldi eftir að kjósendur höfnuðu honum. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Liz Cheney hafnað af Repúblikönum í Wyoming Bandarísku þingkonunni Liz Cheney var hafnað í forkosningum Repúblikana í Wyoming í gær vegna þingkosninganna sem fram fara í Bandaríkjunum í nóvember. Cheney, sem hefur átt sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings frá 2017, hefur verið einn helsti andstæðingur Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, innan Repúblikanaflokksins. 17. ágúst 2022 07:40 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Fleiri fréttir Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax McConnell greiddi atkvæði gegn Gabbard Sjá meira
Dóttir Cheney, Liz Cheney, greindi frá því að faðir hennar ætlaði að kjósa Harris þrátt fyrir að hann hefði verið repúblikani alla sína tíð á viðburði í Texas í dag. Cheney staðfesti það sjálfur í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í kjölfarið. „Það má aldrei treysta honum fyrir völdum aftur. Hvert okkar sem borgarar hefur skyldu til þess að setja landið ofar flokkshagsmunum til þess að verja stjórnarskrána. Þess vegna ætla ég að greiða Kamölu Harris varaforseta atkvæði mitt,“ sagði í yfirlýsingunni frá Cheney sem var varaforseti George W. Bush frá 2001 til 2009. Talsmaður forsetaframboðs Trump brást við fyrirspurn AP-fréttastofunnar um stuðningsyfirlýsingu Cheney-feðginanna við Harris með því að spyrja á móti: „Hver er Liz Cheney?“ Sett út af sakramentinu fyrir að gagnrýna Trump Feðginin studdu bæði Trump í kosningunum árið 2016. Þó byrjaði að anda köldu á milli þeirra eftir að Liz Cheney, sem þá var fulltrúadeildarþingmaður repúblikana í Wyoming, gagnrýndi utanríkisstefnu Trump. Forsetinn gagnrýndi á móti stríðsrekstur sem Dick Cheney átti frumkvæði að í Afganistan og Írak. Þannig héldu feðginin sig til hlés í forsetakosningunum árið 2020. Eftir að Liz Cheney greiddi atkvæði með því að kæra Trump fyrir embættisbrot vegna árásar stuðningsmanna hans á þinghúsið árið 2021 varð hún hornreka í flokknum sem úthýsti henni á endanum úr forystusveit sinni. Það jók ekki vinsældir Cheney á meðal flokkssystkina hennar að hún sat í þingnefnd sem rannsakaði árásina á þinghúsið. Hún náði ekki endurkjöri í síðustu þingkosningum. Í kosningaauglýsingu fyrir Liz Cheney árið 2022 kallaði Dick Cheney Trump „bleyðu“ fyrir að reyna að stela forsetakosningunum með lygum og ofbeldi eftir að kjósendur höfnuðu honum.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Liz Cheney hafnað af Repúblikönum í Wyoming Bandarísku þingkonunni Liz Cheney var hafnað í forkosningum Repúblikana í Wyoming í gær vegna þingkosninganna sem fram fara í Bandaríkjunum í nóvember. Cheney, sem hefur átt sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings frá 2017, hefur verið einn helsti andstæðingur Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, innan Repúblikanaflokksins. 17. ágúst 2022 07:40 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Fleiri fréttir Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax McConnell greiddi atkvæði gegn Gabbard Sjá meira
Liz Cheney hafnað af Repúblikönum í Wyoming Bandarísku þingkonunni Liz Cheney var hafnað í forkosningum Repúblikana í Wyoming í gær vegna þingkosninganna sem fram fara í Bandaríkjunum í nóvember. Cheney, sem hefur átt sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings frá 2017, hefur verið einn helsti andstæðingur Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, innan Repúblikanaflokksins. 17. ágúst 2022 07:40