Hvað ef við hefðum val? Heiðdís Geirsdóttir skrifar 6. september 2024 14:32 Mér finnst fréttir af heilsu barnanna okkar, ekki bara andlegri heldur líka félagslegri og námslegri alltaf vera að versna. Við höfum séð fréttir síðustu daga og vikur um voðaverk unglinga og slakan námsárangur barna, sér í lagi í lestri. Við deilum um hvort Kópavogsmódelið sé að eyðileggja starfsframa kvenna og hvort það sé raunverulega börnunum fyrir bestu. Í þessu samhengi á fólk það til að tala um konur, aldrei við þær. Það er talað um að konur lendi í að vera heima, ekki að þær velji það. Hér held ég að sé nauðsynlegt að setja fyrirvara áður en lesið er lengra. Það sem hér fylgir er eitthvað sem ekki má segja í nútímasamfélagi. Ekki má gera lítið úr því sem áunnist hefur í kvenréttindum og það er alls ekki ætlunin með þessum skrifum. Ætlunin er að ögra því sem við teljum vera hina einu réttu samfélagsgerð, sem er ekki heilagur sannleikur. Staðreyndir eru nefnilega háðar tíma, það er við teljum rétt í dag, gæti verið rangt eftir örfá ár og öfugt. Svo… Ég spyr mig hvernig samfélagið okkar hefur breyst síðustu 40 árin. Börn fóru seinna á leikskóla, dagvistunartími var skemmri, börn eyddu meiri tíma með ömmum og öfum, heimurinn var ekki nettengdur. Annað foreldrið, jú mæður, tóku á móti börnum sínum heim úr skóla og ef þær voru útivinnandi þá fóru þau oftar en ekki til ömmu. Ef við myndum skoða línurit yfir atvinnuþátttöku kvenna og setja þar við hliðina á vistunartíma í leikskólum og frístundaheimilum þá myndum við, held ég, sjá 100% fylgni. Við myndum sjá að heimilin fara frá því að geta vel lifað á einni innkomu í að þurfa tvær fyrirvinnur til að halda sjó. Við myndum sjá vanlíðan barnanna okkar, við myndum sjá lífsgæðakapphlaupið éta okkur lifandi. Við sjáum kulnun, vandamál sem hrjáir að miklum meirihluta konur. Held ég… Ég spyr mig sem félagsfræðingur afhverju frummaðurinn þróaðist þannig að karlinn fór út að veiða og vernda fjölskylduna og konan var eftir, hugsaði um börnin og safnaði fræjum og jurtum. Þótt svarið held ég að sé frekar augljóst. Ég tel mig búa við fullkomin forréttindi að hafa aldrei í lífinu haldið að eitthvað væri mér ofviða því ég er kona, ég vil ekki gera lítið úr kvennréttindabaráttu þeirra sem á undan mér komu og gerðu mér kleift að vera jafnvíg jafnöldrum mínum af hinu kyninu. Enda er ég ekki að skrifa þetta til að reyna að gera lítið úr konum eða hlutverki þeirra í atvinnulífinu. En ég spyr mig hvort við séum komin út af brautinni? Hvað ef hin upprunalega samfélagsgerð var sú sem virkaði best? Hvað ef, þar sem náttúran gerir ráð fyrir að tvo þurfi til að eiga barn, hvað ef við erum tvö svo annað geti útvegað nauðsynjar og hitt hugsi um barnið? Hvað ef við erum komin svo langt í lífsgæðum að við sjáum ekki hin raunverulegu lífsgæði? Lífið sjálft, börnin okkar. Börnin okkar sem fara í skólann, svo í frístund og svo í tómstundir til að fylla tíma þeirra og halda þeim öruggum meðan við vinnum fyrir afborgunum, jú og flugfari til Tene. Við höfum svo mikið að gera að við getum varla gefið okkur tíma til að versla matvöru, eða hvað þá að elda. Og ég ætla ekki að reyna að láta eins og ég sé saklaus um neitt af þessu, ég bý í þessu samfélagi og lifi eftir hraða þess og kröfum. Það er vinnan, það eru vinirnir, áhugamálin og ekki má gleyma samfélagsmiðlunum. Hvað er eftir fyrir lífið? Eigum við bara að lifa því í sumarfríi, sem á hverju vori er jafn umdeilt því, hvað eigum við jú að gera við börnin í allar þessar vikur? Hvað ef við hefðum val um að ala börnin okkar sjálf upp? Hvað ef samfélagið okkar myndi ekki gera ráð fyrir tveimur fyrirvinnum? Hvað ef fólki langar að vera heimavinnandi með ung börn og þannig minnka álag á kerfinu sem er að ala börnin okkar upp? Hvað ef ríkið myndi borga okkur fyrir að hugsa sjálf um börnin okkar en ekki ala þau upp á fjársveltum stofnunum? Við sem foreldrar berum ábyrgð á börnunum okkar, ekki skólinn, tiktok eða instagram. Foreldrar kaupa snjallsíma, foreldrar leyfa börnum að fá öpp, foreldrar þurfa að passa að barnið þeirra fái námsefni við hæfi, foreldrar bera ábyrgð á að barnið þeirra beri virðingu fyrir sjálfu sér og öðrum. Hvað ef við hefðum eitthvað val? Hvað ef við höfum farið hræðilega út af sporinu? Hvað ef við mættum segja það? Höfundur er félagsfræðingur og tveggja barna móðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Mér finnst fréttir af heilsu barnanna okkar, ekki bara andlegri heldur líka félagslegri og námslegri alltaf vera að versna. Við höfum séð fréttir síðustu daga og vikur um voðaverk unglinga og slakan námsárangur barna, sér í lagi í lestri. Við deilum um hvort Kópavogsmódelið sé að eyðileggja starfsframa kvenna og hvort það sé raunverulega börnunum fyrir bestu. Í þessu samhengi á fólk það til að tala um konur, aldrei við þær. Það er talað um að konur lendi í að vera heima, ekki að þær velji það. Hér held ég að sé nauðsynlegt að setja fyrirvara áður en lesið er lengra. Það sem hér fylgir er eitthvað sem ekki má segja í nútímasamfélagi. Ekki má gera lítið úr því sem áunnist hefur í kvenréttindum og það er alls ekki ætlunin með þessum skrifum. Ætlunin er að ögra því sem við teljum vera hina einu réttu samfélagsgerð, sem er ekki heilagur sannleikur. Staðreyndir eru nefnilega háðar tíma, það er við teljum rétt í dag, gæti verið rangt eftir örfá ár og öfugt. Svo… Ég spyr mig hvernig samfélagið okkar hefur breyst síðustu 40 árin. Börn fóru seinna á leikskóla, dagvistunartími var skemmri, börn eyddu meiri tíma með ömmum og öfum, heimurinn var ekki nettengdur. Annað foreldrið, jú mæður, tóku á móti börnum sínum heim úr skóla og ef þær voru útivinnandi þá fóru þau oftar en ekki til ömmu. Ef við myndum skoða línurit yfir atvinnuþátttöku kvenna og setja þar við hliðina á vistunartíma í leikskólum og frístundaheimilum þá myndum við, held ég, sjá 100% fylgni. Við myndum sjá að heimilin fara frá því að geta vel lifað á einni innkomu í að þurfa tvær fyrirvinnur til að halda sjó. Við myndum sjá vanlíðan barnanna okkar, við myndum sjá lífsgæðakapphlaupið éta okkur lifandi. Við sjáum kulnun, vandamál sem hrjáir að miklum meirihluta konur. Held ég… Ég spyr mig sem félagsfræðingur afhverju frummaðurinn þróaðist þannig að karlinn fór út að veiða og vernda fjölskylduna og konan var eftir, hugsaði um börnin og safnaði fræjum og jurtum. Þótt svarið held ég að sé frekar augljóst. Ég tel mig búa við fullkomin forréttindi að hafa aldrei í lífinu haldið að eitthvað væri mér ofviða því ég er kona, ég vil ekki gera lítið úr kvennréttindabaráttu þeirra sem á undan mér komu og gerðu mér kleift að vera jafnvíg jafnöldrum mínum af hinu kyninu. Enda er ég ekki að skrifa þetta til að reyna að gera lítið úr konum eða hlutverki þeirra í atvinnulífinu. En ég spyr mig hvort við séum komin út af brautinni? Hvað ef hin upprunalega samfélagsgerð var sú sem virkaði best? Hvað ef, þar sem náttúran gerir ráð fyrir að tvo þurfi til að eiga barn, hvað ef við erum tvö svo annað geti útvegað nauðsynjar og hitt hugsi um barnið? Hvað ef við erum komin svo langt í lífsgæðum að við sjáum ekki hin raunverulegu lífsgæði? Lífið sjálft, börnin okkar. Börnin okkar sem fara í skólann, svo í frístund og svo í tómstundir til að fylla tíma þeirra og halda þeim öruggum meðan við vinnum fyrir afborgunum, jú og flugfari til Tene. Við höfum svo mikið að gera að við getum varla gefið okkur tíma til að versla matvöru, eða hvað þá að elda. Og ég ætla ekki að reyna að láta eins og ég sé saklaus um neitt af þessu, ég bý í þessu samfélagi og lifi eftir hraða þess og kröfum. Það er vinnan, það eru vinirnir, áhugamálin og ekki má gleyma samfélagsmiðlunum. Hvað er eftir fyrir lífið? Eigum við bara að lifa því í sumarfríi, sem á hverju vori er jafn umdeilt því, hvað eigum við jú að gera við börnin í allar þessar vikur? Hvað ef við hefðum val um að ala börnin okkar sjálf upp? Hvað ef samfélagið okkar myndi ekki gera ráð fyrir tveimur fyrirvinnum? Hvað ef fólki langar að vera heimavinnandi með ung börn og þannig minnka álag á kerfinu sem er að ala börnin okkar upp? Hvað ef ríkið myndi borga okkur fyrir að hugsa sjálf um börnin okkar en ekki ala þau upp á fjársveltum stofnunum? Við sem foreldrar berum ábyrgð á börnunum okkar, ekki skólinn, tiktok eða instagram. Foreldrar kaupa snjallsíma, foreldrar leyfa börnum að fá öpp, foreldrar þurfa að passa að barnið þeirra fái námsefni við hæfi, foreldrar bera ábyrgð á að barnið þeirra beri virðingu fyrir sjálfu sér og öðrum. Hvað ef við hefðum eitthvað val? Hvað ef við höfum farið hræðilega út af sporinu? Hvað ef við mættum segja það? Höfundur er félagsfræðingur og tveggja barna móðir.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun