„Eins og eitt stórt þvagpróf af Reykjavík“ Lovísa Arnardóttir skrifar 9. september 2024 09:01 Adam er réttarefnafræðingur og doktorsnemi í líf- og læknavísindum. Vísir/Arnar Fyrstu niðurstöður mælinga á ópíóíðum í fráveituvatni á Íslandi sýna að neysla þeirra er nokkuð jöfn alla daga vikunnar. Meiri sveiflur er að finna í neyslu á hefðbundnari vímuefnum eins og MDMA, kókaíni, amfetamíni og kannabis. Frá áramótum hafa vísindamenn við Rannsóknastofu í lyfja- og eiturefnafræði rannsakað fimm ólíkar tegundir ópíóíða í fráveituvatni, auk hefðbundinna vímuefna. Markmiðið er að tryggja rétt viðbragð og auka forvarnir. Adam Erik Bauer, réttarefnafræðingur og doktorsnemi í líf- og læknavísindum, segir fyrstu rannsóknir miða við að fá ákveðna grunnlínu til að meta hvort það séu sveiflur í notkun ólíkra efni, og til að meta hvort ný efni séu á markaði og hvað sé í þeim. „Sýnin koma þá úr Klettagörðum og á bakvið hvert sýni eru þá 110 þúsund einstaklingar af stór-Reykjavíkursvæðinu. Í rauninni er þetta eins og eitt stórt þvagpróf af Reykjavík.“ Sjálfvirk söfnun sýna Sýnin fær hann úr skammtara úr fráveitustöðinni í Klettagörðum. „Ég er ekki sjálfur að ausa þessu upp. Skammtarinn tekur fyrir mig sýni á klukkutímafresti yfir sjö sólarhringa og skiptir sýnunum upp í sjö sólarhringa sýni fyrir mig.“ Hér er fyrra tækið sem sýnið fer í gegnum. Niðurstöðurnar sýna svo ótal efni sem geta greinst í hverju sýni. Efnin sem Adam greinir eru allskonar lyf, vímuefni og svo líka önnur efni eins og koffín.Vísir/Arnar Sýnin sem Adam fær keyrir hann svo í gegnum tvö tæki á rannsóknarstofunni. Það fyrra er flugtímamassagreinir tengdur vökvaskilju sem aðgreinir efnin. . Eftir það er þeim skotið upp langa túbu þar sem þau endurkastast niður og við það fæst nákvæm efnabygging efnanna í sýninu. Tækið er nýtt á rannsóknastofunni og er að sögn Adams í innleiðingarfasa eins og er. „Þessi aðferð gerir okkur kleift að fá mjög nákvæma mælingu á hvaða efni við erum með.“ „Ég keyri þetta á móti gagnagrunni sem er með um það bil tvö þúsund efni og fæ þá mjög góða mynd af því hvað er að finna,“ segir Adam og að þannig sé hægt að greina ef eitthvað nýtt er á markaði. Seinni tækin sem sýnið fer svo í er notað í magngreiningu. Í seinna tækinu magngreinir hann fimm tegundir ópíóíða. „Þetta eru þá oxycodone, morfín, kódein, fentanyl og tramadol.“ Fylgist með efnum sem eru í dreifingu annars staðar Adam segist fylgjast sérstaklega með ákveðnum efnum í fyrri greiningunni. Efnum sem hann viti að hafi komið við sögu í eitrunum og jafnvel dauðsföllum erlendis en hann hafi ekki séð enn á Íslandi í sínum mælingum. Á myndinni er sýni úr fráveitunni í Klettagörðum. „Þetta er sýni sem er búið að fara í smávægilega hreinsun þannig það er tærara og glærara en margir myndu búast við,“ segir Adam.Vísir/Arnar „Við vitum að á Norðurlöndunum eru efni sem flokkast undir nitazene. Efni sem eru skyld ópíóííðum. Við höfum ekki enn séð þau hér en við vitum að þau eru í Skandinavíu og það hafa verið eitranir og dauðsföll í Noregi. Þetta er eitthvað sem ég er að vakta,“ segir Adam og að hann vakti líka, sem dæmi xylazine, sem hafi verið blandað við fentanylí Bandaríkjunum. Sér breytingu á milli daga og vikna Seinni tækin sem sýnin fara í eru svo raðtengdir massagreinar sem eru notaðir í magngreiningu. Á rannsóknarstofunni eru einnig mælt magn annarra hefðbundinna vímuefna eins og MDMA, kókaíns, metamfetamíns og THC. En með öðrum aðferðum. Eftir greininguna getur Adam svo séð hvort einhverjar breytingar séu á milli daga, vikna eða mánaða. Sýnið úr Klettagörðum er svo hreinsað og fer í litla glasið áður en það er greint.Vísir/Arnar „Það er einmitt mjög áhugavert með fíkniefnin að maður sér miklu meiri sveiflur innan vikna þar. Þú sérð að fyrir kókaín og MDMA er neyslan miklu meiri um helgar en á virkum dögum. En það sem ég sé með ópíóíðana er að það virðist vera jafnari neysla yfir vikuna. Þetta er ekki eins sveiflukennt. Markmiðið að bregðast við snemma Adam segir markmiðið með mælingunum að geta varað snemma við. „Markmiðið með þessu er að reyna að vera snemma í viðbragði svo að við getum mögulega verið með alla á tánum. Viðbragðsaðila, meðferðaraðila, ef það kemur eitthvað hættulegt efni á markað. Að við getum eitthvað gert í því áður en fyrsta dauðsfallið kemur.“ Adam er eins og stendur í doktorsnámi og eru mælingarnar hluti af stærra verkefni þeim tengdum. „Ég hef alltaf haft áhuga á eiturefnamælingum. Svo hef ég líka alltaf haft áhuga á lýðheilsuhliðinni á þessu. Að vera forvirkur og með upplýsingagjöf. Mér fannst þetta allt passa saman í þessu verkefni. Mér finnst skipta máli að sem flestir séu upplýstir um hvað er í umferð á Íslandi svo að allir geti tekið upplýstar ákvarðanir.“ Fíkn Lyf Vísindi Háskólar Tengdar fréttir Ekki hægt að fara í skurðaðgerð til losna við fíknisjúkdóminn Ragnheiður Hulda Friðriksdóttir forstjóri SÁÁ segir nýjan samning samtakanna við Sjúkratryggingar Íslands tímamótasamning. Samningurinn felur í sér fimmfalda aukningu á aðgengi að lyfjameðferð hjá SÁÁ fyrir einstaklinga með alvarlega ópíóðafíkn. 6. september 2024 06:45 Ný áfengis- og vímuvarnarstefna verði samvinnuverkefni allra þingflokka Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, hefur kallað eftir samvinnu allra þingflokka við nýja stefnu í áfengis- og vímuvörnum. Starfshópur sem hann skipaði fyrir um ári síðan um nýja stefnu í skaðaminnkun á að skila til að hans tillögum á næstu vikum. Willum Þór segir ópíóíða þurfa miklu meiri athygli. 4. apríl 2024 08:50 Peningarnir hans Willums í baráttunni við eitrið Heilbrigðisráðherra sagðist í fyrra ætla að verja 225 milljónum til að verjast „ópíóíðafaraldri“ á Íslandi. Í dag er búið að úthluta um 91 milljón í verkefni því tengdu en af þeim er um helmingur í neyslurými. Tveir starfshópar eru starfandi og einn vinnuhópur. 2. apríl 2024 06:45 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Sjá meira
Frá áramótum hafa vísindamenn við Rannsóknastofu í lyfja- og eiturefnafræði rannsakað fimm ólíkar tegundir ópíóíða í fráveituvatni, auk hefðbundinna vímuefna. Markmiðið er að tryggja rétt viðbragð og auka forvarnir. Adam Erik Bauer, réttarefnafræðingur og doktorsnemi í líf- og læknavísindum, segir fyrstu rannsóknir miða við að fá ákveðna grunnlínu til að meta hvort það séu sveiflur í notkun ólíkra efni, og til að meta hvort ný efni séu á markaði og hvað sé í þeim. „Sýnin koma þá úr Klettagörðum og á bakvið hvert sýni eru þá 110 þúsund einstaklingar af stór-Reykjavíkursvæðinu. Í rauninni er þetta eins og eitt stórt þvagpróf af Reykjavík.“ Sjálfvirk söfnun sýna Sýnin fær hann úr skammtara úr fráveitustöðinni í Klettagörðum. „Ég er ekki sjálfur að ausa þessu upp. Skammtarinn tekur fyrir mig sýni á klukkutímafresti yfir sjö sólarhringa og skiptir sýnunum upp í sjö sólarhringa sýni fyrir mig.“ Hér er fyrra tækið sem sýnið fer í gegnum. Niðurstöðurnar sýna svo ótal efni sem geta greinst í hverju sýni. Efnin sem Adam greinir eru allskonar lyf, vímuefni og svo líka önnur efni eins og koffín.Vísir/Arnar Sýnin sem Adam fær keyrir hann svo í gegnum tvö tæki á rannsóknarstofunni. Það fyrra er flugtímamassagreinir tengdur vökvaskilju sem aðgreinir efnin. . Eftir það er þeim skotið upp langa túbu þar sem þau endurkastast niður og við það fæst nákvæm efnabygging efnanna í sýninu. Tækið er nýtt á rannsóknastofunni og er að sögn Adams í innleiðingarfasa eins og er. „Þessi aðferð gerir okkur kleift að fá mjög nákvæma mælingu á hvaða efni við erum með.“ „Ég keyri þetta á móti gagnagrunni sem er með um það bil tvö þúsund efni og fæ þá mjög góða mynd af því hvað er að finna,“ segir Adam og að þannig sé hægt að greina ef eitthvað nýtt er á markaði. Seinni tækin sem sýnið fer svo í er notað í magngreiningu. Í seinna tækinu magngreinir hann fimm tegundir ópíóíða. „Þetta eru þá oxycodone, morfín, kódein, fentanyl og tramadol.“ Fylgist með efnum sem eru í dreifingu annars staðar Adam segist fylgjast sérstaklega með ákveðnum efnum í fyrri greiningunni. Efnum sem hann viti að hafi komið við sögu í eitrunum og jafnvel dauðsföllum erlendis en hann hafi ekki séð enn á Íslandi í sínum mælingum. Á myndinni er sýni úr fráveitunni í Klettagörðum. „Þetta er sýni sem er búið að fara í smávægilega hreinsun þannig það er tærara og glærara en margir myndu búast við,“ segir Adam.Vísir/Arnar „Við vitum að á Norðurlöndunum eru efni sem flokkast undir nitazene. Efni sem eru skyld ópíóííðum. Við höfum ekki enn séð þau hér en við vitum að þau eru í Skandinavíu og það hafa verið eitranir og dauðsföll í Noregi. Þetta er eitthvað sem ég er að vakta,“ segir Adam og að hann vakti líka, sem dæmi xylazine, sem hafi verið blandað við fentanylí Bandaríkjunum. Sér breytingu á milli daga og vikna Seinni tækin sem sýnin fara í eru svo raðtengdir massagreinar sem eru notaðir í magngreiningu. Á rannsóknarstofunni eru einnig mælt magn annarra hefðbundinna vímuefna eins og MDMA, kókaíns, metamfetamíns og THC. En með öðrum aðferðum. Eftir greininguna getur Adam svo séð hvort einhverjar breytingar séu á milli daga, vikna eða mánaða. Sýnið úr Klettagörðum er svo hreinsað og fer í litla glasið áður en það er greint.Vísir/Arnar „Það er einmitt mjög áhugavert með fíkniefnin að maður sér miklu meiri sveiflur innan vikna þar. Þú sérð að fyrir kókaín og MDMA er neyslan miklu meiri um helgar en á virkum dögum. En það sem ég sé með ópíóíðana er að það virðist vera jafnari neysla yfir vikuna. Þetta er ekki eins sveiflukennt. Markmiðið að bregðast við snemma Adam segir markmiðið með mælingunum að geta varað snemma við. „Markmiðið með þessu er að reyna að vera snemma í viðbragði svo að við getum mögulega verið með alla á tánum. Viðbragðsaðila, meðferðaraðila, ef það kemur eitthvað hættulegt efni á markað. Að við getum eitthvað gert í því áður en fyrsta dauðsfallið kemur.“ Adam er eins og stendur í doktorsnámi og eru mælingarnar hluti af stærra verkefni þeim tengdum. „Ég hef alltaf haft áhuga á eiturefnamælingum. Svo hef ég líka alltaf haft áhuga á lýðheilsuhliðinni á þessu. Að vera forvirkur og með upplýsingagjöf. Mér fannst þetta allt passa saman í þessu verkefni. Mér finnst skipta máli að sem flestir séu upplýstir um hvað er í umferð á Íslandi svo að allir geti tekið upplýstar ákvarðanir.“
Fíkn Lyf Vísindi Háskólar Tengdar fréttir Ekki hægt að fara í skurðaðgerð til losna við fíknisjúkdóminn Ragnheiður Hulda Friðriksdóttir forstjóri SÁÁ segir nýjan samning samtakanna við Sjúkratryggingar Íslands tímamótasamning. Samningurinn felur í sér fimmfalda aukningu á aðgengi að lyfjameðferð hjá SÁÁ fyrir einstaklinga með alvarlega ópíóðafíkn. 6. september 2024 06:45 Ný áfengis- og vímuvarnarstefna verði samvinnuverkefni allra þingflokka Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, hefur kallað eftir samvinnu allra þingflokka við nýja stefnu í áfengis- og vímuvörnum. Starfshópur sem hann skipaði fyrir um ári síðan um nýja stefnu í skaðaminnkun á að skila til að hans tillögum á næstu vikum. Willum Þór segir ópíóíða þurfa miklu meiri athygli. 4. apríl 2024 08:50 Peningarnir hans Willums í baráttunni við eitrið Heilbrigðisráðherra sagðist í fyrra ætla að verja 225 milljónum til að verjast „ópíóíðafaraldri“ á Íslandi. Í dag er búið að úthluta um 91 milljón í verkefni því tengdu en af þeim er um helmingur í neyslurými. Tveir starfshópar eru starfandi og einn vinnuhópur. 2. apríl 2024 06:45 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Sjá meira
Ekki hægt að fara í skurðaðgerð til losna við fíknisjúkdóminn Ragnheiður Hulda Friðriksdóttir forstjóri SÁÁ segir nýjan samning samtakanna við Sjúkratryggingar Íslands tímamótasamning. Samningurinn felur í sér fimmfalda aukningu á aðgengi að lyfjameðferð hjá SÁÁ fyrir einstaklinga með alvarlega ópíóðafíkn. 6. september 2024 06:45
Ný áfengis- og vímuvarnarstefna verði samvinnuverkefni allra þingflokka Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, hefur kallað eftir samvinnu allra þingflokka við nýja stefnu í áfengis- og vímuvörnum. Starfshópur sem hann skipaði fyrir um ári síðan um nýja stefnu í skaðaminnkun á að skila til að hans tillögum á næstu vikum. Willum Þór segir ópíóíða þurfa miklu meiri athygli. 4. apríl 2024 08:50
Peningarnir hans Willums í baráttunni við eitrið Heilbrigðisráðherra sagðist í fyrra ætla að verja 225 milljónum til að verjast „ópíóíðafaraldri“ á Íslandi. Í dag er búið að úthluta um 91 milljón í verkefni því tengdu en af þeim er um helmingur í neyslurými. Tveir starfshópar eru starfandi og einn vinnuhópur. 2. apríl 2024 06:45