Til að mynda var meðalhitastig 1,54 gráðum hærra í Evrópu en meðalhiti áranna 1991 til 2020 og skákaði fyrra meti sem sett var árið 2022.
Þá var ágúst þrettándi mánuðurinn af síðustu fjórtán þar sem meðalhiti hefur verið einni og hálfri gráðu yfir meðalhita fyrir iðnbyltingu í heiminum.
Að sögn Kópernikusar bendir allt til þess að árið 2024 verði það hlýjasta frá upphafi mælinga.
Þetta kann að koma okkur Íslendingum spánskt fyrir sjónir en greint var frá því á dögunum að meðalhiti í reykjavík í júní, júlí og ágúst hafi verið sá lægsti frá árinu 1993 og víða hafi sumarmánuðirnir verið þeir köldustu frá aldamótum.
Veðurstofa Íslands flokkar september til sumarmánaða svo enn gæti ræst úr sumrinu. Sérfræðingar telja það þó harla ólíklegt.