Tölum um samkeppni í landbúnaði Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar 5. september 2024 12:33 Síðan frumvarp matvælaráðherra um breytingar á búvörulögum gekk í gildi á vordögum hafa umræður verið háværar í fjölmiðlum um spillingu, einokun og hagsmunapot formanns atvinnuveganefndar á málinu. Síðast í gær fór Kastljós RÚV vandlega yfir meintan glæpaferil málsins. Samkeppni landbúnaðarins á Íslandi í Kastljósi gærdagsins var rætt um samkeppni í landbúnaði á Íslandi og látið í veðri vaka að hann væri einungis í þágu bænda og afurðastöðva á kjötvörumarkaði og móti þessu mætti íslenski neytandinn síns lítið. Að vegna þessara breytinga á búvörulögum væri samkeppnin orðin engin og að ólöglegt samráð ríki. Íslensk framleiðsla á landbúnaðarafurðum fyrir neytendamarkað býr víð gríðarlega samkeppni við erlenda aðila. Ef við erum að tala um kjötmarkaðinn þá jókst innflutningur á kjöti um 17% á árinu 2023. Hlutfallsaukning á innfluttu kjöti hefur verið svipuð í nokkur ár og nú þegar er 30% af heildarmarkaði svína og nautakjöts innfluttur. Kjötframleiðsla innanlands árið 2023 var alls 30.076 tonn. Af því var kindakjöt 8000 tonn og hefur minnkað um 2000 tonn frá árinu 2017. Það er ljóst að íslenskt lambakjöt á í gríðarlegri samkeppni við aðra kjötframleiðslu og innflutningur sækir stöðugt á. Afurðastöðvar í sauðfjárrækt, sem eru í minni sniðum en tíðkast erlendis og eru starfræktar í sex vikur yfir árið, eru því augljóslega Davíð gegn Golíat í þessu samhengi. Ég held að Samkeppniseftirlitið geti hallað sér rólega aftur því markaðurinn sér fullkomlega um aðhaldið. Með umræddum breytingum er vonandi hægt að styrkja íslenska sauðfjárframleiðslu og aðra íslenska kjötframleiðslu, þó ekki nema til að verjast falli. Samkeppniseftirlitið ætti frekar að taka stöðu með íslenskum afurðum og þá íslenskum neytendum í leiðinni líkt og er verið að gera í löndunum í kringum okkur. Matvælaöryggi Á dögunum var rætt um matvælaöryggi og að við þyrftum sem eyþjóð að beina sjónar okkar að því. Það felst þjóðhagslegt öryggi í því að huga að innlendri matvælaframleiðslu og tryggja fæðuöryggi. Við höfum hlýtt kalli markaðarins um innflutning og þá um leið fjölbreytni í vöruúrvali og lægra matvælaverði í einhverjum tilfellum. En í mörgum tilfellum er innflutningur matvöru óbeinn stuðningur við lága staðla í umhverfismálum, hreinlæti, heilbrigði og dýravelferð. Þá erum við líka að byggja undir léleg kjör og aðbúnað bænda og landbúnaðarverkafólks. Um meinta hagsmunaárekstra Í Kastljósi var oftar en tvisvar minnst á að formaður atvinnuveganefndar og framsögumaður málsins, Þórarinn Ingi Pétursson, hafi gengið þennan veg með eigin hagsmuni að leiðarljósi. Ég verð að segja að það hefur verið lágt hjá honum tímakaupið og þeirra sem hafa barist fyrir þessu í áraraðir. Framsókn hefur lagt fram frumvarp sama efnis síðan ég lagði það fram í nóvember 2018. Þegar Þórarinn Ingi kom inn á þing sem varamaður tók hann við málinu og hefur lagt það fram sem framsögumaður í sinni þingmennsku. Málið var unnið í samráði og samvinnu við Bændasamtökin, sem hafa stutt málið frá fyrstu framlagningu. Hagsmunir Þórarins Inga snúa að 2.8 milljóna inneign í afurðastöð sem hann og aðrir sauðfjárbændur áttu og KS hefur keypt núna. Inneignin hefur safnast upp á 12 árum þegar sauðfjárbændur hafa þurft að leggja til hluta af innleggi sínu til að rétta af tap á rekstri. Þórarinn Ingi hefur þó gefið út þá yfirlýsingu að hann ætli ekki að innheimta sinn hlut við þessa sölu. Við sem þingmenn berum ábyrgð á hagsmunum þjóðarinnar og í þessu máli var hugsað um hagsmuni heildarinnar. Við í Framsókn höfum ávallt verið óhrædd við að benda á það augljósa; að það þurfi að styðja og vernda íslenska landbúnaðinn. Með því að styðja við íslenska landbúnaðarframleiðslu tryggjum við ekki aðeins fæðuöryggi, heldur verndum einnig störf fólks og tryggjum fjölbreytni atvinnulífsins. Það gleymist nefnilega oft að þúsundir einstaklinga starfa við matvælaframleiðslu hér á landi. Með því að efla íslenskan landbúnað er hægt að draga úr niðursveiflunni í hagkerfinu og um leið tryggja fæðu- og matvælaöryggi í landinu. Höfundur er þingmaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Signý Kristjánsdóttir Framsóknarflokkurinn Samkeppnismál Landbúnaður Búvörusamningar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Neyðarkall frá Gaza: Svona getur þú hjálpað skrifar Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg skrifar Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Sjá meira
Síðan frumvarp matvælaráðherra um breytingar á búvörulögum gekk í gildi á vordögum hafa umræður verið háværar í fjölmiðlum um spillingu, einokun og hagsmunapot formanns atvinnuveganefndar á málinu. Síðast í gær fór Kastljós RÚV vandlega yfir meintan glæpaferil málsins. Samkeppni landbúnaðarins á Íslandi í Kastljósi gærdagsins var rætt um samkeppni í landbúnaði á Íslandi og látið í veðri vaka að hann væri einungis í þágu bænda og afurðastöðva á kjötvörumarkaði og móti þessu mætti íslenski neytandinn síns lítið. Að vegna þessara breytinga á búvörulögum væri samkeppnin orðin engin og að ólöglegt samráð ríki. Íslensk framleiðsla á landbúnaðarafurðum fyrir neytendamarkað býr víð gríðarlega samkeppni við erlenda aðila. Ef við erum að tala um kjötmarkaðinn þá jókst innflutningur á kjöti um 17% á árinu 2023. Hlutfallsaukning á innfluttu kjöti hefur verið svipuð í nokkur ár og nú þegar er 30% af heildarmarkaði svína og nautakjöts innfluttur. Kjötframleiðsla innanlands árið 2023 var alls 30.076 tonn. Af því var kindakjöt 8000 tonn og hefur minnkað um 2000 tonn frá árinu 2017. Það er ljóst að íslenskt lambakjöt á í gríðarlegri samkeppni við aðra kjötframleiðslu og innflutningur sækir stöðugt á. Afurðastöðvar í sauðfjárrækt, sem eru í minni sniðum en tíðkast erlendis og eru starfræktar í sex vikur yfir árið, eru því augljóslega Davíð gegn Golíat í þessu samhengi. Ég held að Samkeppniseftirlitið geti hallað sér rólega aftur því markaðurinn sér fullkomlega um aðhaldið. Með umræddum breytingum er vonandi hægt að styrkja íslenska sauðfjárframleiðslu og aðra íslenska kjötframleiðslu, þó ekki nema til að verjast falli. Samkeppniseftirlitið ætti frekar að taka stöðu með íslenskum afurðum og þá íslenskum neytendum í leiðinni líkt og er verið að gera í löndunum í kringum okkur. Matvælaöryggi Á dögunum var rætt um matvælaöryggi og að við þyrftum sem eyþjóð að beina sjónar okkar að því. Það felst þjóðhagslegt öryggi í því að huga að innlendri matvælaframleiðslu og tryggja fæðuöryggi. Við höfum hlýtt kalli markaðarins um innflutning og þá um leið fjölbreytni í vöruúrvali og lægra matvælaverði í einhverjum tilfellum. En í mörgum tilfellum er innflutningur matvöru óbeinn stuðningur við lága staðla í umhverfismálum, hreinlæti, heilbrigði og dýravelferð. Þá erum við líka að byggja undir léleg kjör og aðbúnað bænda og landbúnaðarverkafólks. Um meinta hagsmunaárekstra Í Kastljósi var oftar en tvisvar minnst á að formaður atvinnuveganefndar og framsögumaður málsins, Þórarinn Ingi Pétursson, hafi gengið þennan veg með eigin hagsmuni að leiðarljósi. Ég verð að segja að það hefur verið lágt hjá honum tímakaupið og þeirra sem hafa barist fyrir þessu í áraraðir. Framsókn hefur lagt fram frumvarp sama efnis síðan ég lagði það fram í nóvember 2018. Þegar Þórarinn Ingi kom inn á þing sem varamaður tók hann við málinu og hefur lagt það fram sem framsögumaður í sinni þingmennsku. Málið var unnið í samráði og samvinnu við Bændasamtökin, sem hafa stutt málið frá fyrstu framlagningu. Hagsmunir Þórarins Inga snúa að 2.8 milljóna inneign í afurðastöð sem hann og aðrir sauðfjárbændur áttu og KS hefur keypt núna. Inneignin hefur safnast upp á 12 árum þegar sauðfjárbændur hafa þurft að leggja til hluta af innleggi sínu til að rétta af tap á rekstri. Þórarinn Ingi hefur þó gefið út þá yfirlýsingu að hann ætli ekki að innheimta sinn hlut við þessa sölu. Við sem þingmenn berum ábyrgð á hagsmunum þjóðarinnar og í þessu máli var hugsað um hagsmuni heildarinnar. Við í Framsókn höfum ávallt verið óhrædd við að benda á það augljósa; að það þurfi að styðja og vernda íslenska landbúnaðinn. Með því að styðja við íslenska landbúnaðarframleiðslu tryggjum við ekki aðeins fæðuöryggi, heldur verndum einnig störf fólks og tryggjum fjölbreytni atvinnulífsins. Það gleymist nefnilega oft að þúsundir einstaklinga starfa við matvælaframleiðslu hér á landi. Með því að efla íslenskan landbúnað er hægt að draga úr niðursveiflunni í hagkerfinu og um leið tryggja fæðu- og matvælaöryggi í landinu. Höfundur er þingmaður Framsóknar.
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun