Í desember 2022 fór félags- og vinnumarkaðsráðuneytið þess á leit við Efnahags- og framfarastofnunina, OECD, að framkvæma ítargreiningu og heildrænt stöðumat í málefnum innflytjenda á Íslandi. Er það í fyrsta skipti sem slík greining er framkvæmd af OECD í málaflokknum á Íslandi.
Ítargreiningin var hugsuð sem lykilgögn við mótun fyrstu heildstæðu stefnu Íslands í málefnum innflytjenda og hefur samstarfið við OECD verið einn meginþáttur við mótun stefnunnar. Fyrirhugað er að hún verði lögð fram á Alþingi í nóvember n.k.
Úttekt OECD er nú lokið og verður kynnt kl. 10:00.
- Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, setur fundinn
- Thomas Liebig, yfirhagfræðingur í málefnum innflytjenda hjá OECD, segir frá vinnunni við úttektina
- Hlöðver Skúli Hákonarson, höfundur skýrslunnar og ráðgjafi hjá OECD, kynnir niðurstöðurnar