Efasemdir annarra hvöttu Söru Björk áfram Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. september 2024 07:03 Sara Björk Gunnarsdóttir kom til baka og spilaði í úrslitakeppni EM innan við ári eftir fæðingu. Síðan samdi hún við ítalska félagið Juventus. Getty/Juventus FC Sara Björk Gunnarsdóttir er í sviðsljósinu í nýju átaki Alþjóðlegu leikmannasamtakanna þar sem markmiðið er að auðvelda knattspyrnukonum að komast aftur inn á fótboltavöllinn eftir barnsburð. Margar knattspyrnukonur hafa því miður þurft að velja á milli þess að spila fótbolta á hæsta stigi eða verða mætur. Þetta er sem betur fer að breytast hratt og mörg félög eru farin að styðja mun betur við fótboltamæður. Sara Börk á líka mikinn þátt í betri stöðu knattspyrnukvenna til að verða mæður á miðjum fótboltaferlinum því hún sótti rétt sinn þegar hún var leikmaður franska félagsins Olympique Lyon. Sara vann málið og þótt að framtíð hennar hjá Lyon hafi orðið að engu þá fékk hún samning hjá ítalska stórliðinu Juventus. Juventus sýndi mikið frá Söru þegar hún var að koma til baka eftir að hafa eignast son sinn. Nýr bæklingur FIFPRO leikmannasamtakanna heitir „Postpartum - Return to Play Guide“ eða „Eftir barnsburð - leiðbeiningar til að snúa aftur inn á völlinn“. Þar er vitnað í Söru Björk, leikjahæstu landsliðskonu Íslands, fyrr og síðar. @FIFPRO „Fólk efast um það að leikmenn geti orðið ófrískir og komið síðan til baka á sama getustig. Það var mikil hvatning fyrir mig,“ sagði Sara. „Ég vil líka að sonur minni sjái það að ég var atvinnukona og var á sama tíma að hugsa um hann,“ sagði Sara. Sara eignaðist Ragnar í nóvember 2021 og spilaði með íslenska landsliðinu á Evrópumótinu í Englandi sumarið á eftir. Hún spilaði með Juventus frá 2022 til 2024 en gekk á dögunum frá samningi við lið Al Qadsiah frá Sádi Arabíu. @fifpro Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Enski boltinn Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Slegist um sæti í lokaumferð enska boltans Garnacho ekki í hóp Í beinni: FHL - Þróttur | Sjóðheitir gestir í Fjarðabyggð Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjá meira
Margar knattspyrnukonur hafa því miður þurft að velja á milli þess að spila fótbolta á hæsta stigi eða verða mætur. Þetta er sem betur fer að breytast hratt og mörg félög eru farin að styðja mun betur við fótboltamæður. Sara Börk á líka mikinn þátt í betri stöðu knattspyrnukvenna til að verða mæður á miðjum fótboltaferlinum því hún sótti rétt sinn þegar hún var leikmaður franska félagsins Olympique Lyon. Sara vann málið og þótt að framtíð hennar hjá Lyon hafi orðið að engu þá fékk hún samning hjá ítalska stórliðinu Juventus. Juventus sýndi mikið frá Söru þegar hún var að koma til baka eftir að hafa eignast son sinn. Nýr bæklingur FIFPRO leikmannasamtakanna heitir „Postpartum - Return to Play Guide“ eða „Eftir barnsburð - leiðbeiningar til að snúa aftur inn á völlinn“. Þar er vitnað í Söru Björk, leikjahæstu landsliðskonu Íslands, fyrr og síðar. @FIFPRO „Fólk efast um það að leikmenn geti orðið ófrískir og komið síðan til baka á sama getustig. Það var mikil hvatning fyrir mig,“ sagði Sara. „Ég vil líka að sonur minni sjái það að ég var atvinnukona og var á sama tíma að hugsa um hann,“ sagði Sara. Sara eignaðist Ragnar í nóvember 2021 og spilaði með íslenska landsliðinu á Evrópumótinu í Englandi sumarið á eftir. Hún spilaði með Juventus frá 2022 til 2024 en gekk á dögunum frá samningi við lið Al Qadsiah frá Sádi Arabíu. @fifpro
Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Enski boltinn Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Slegist um sæti í lokaumferð enska boltans Garnacho ekki í hóp Í beinni: FHL - Þróttur | Sjóðheitir gestir í Fjarðabyggð Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjá meira