Fótbolti

Fimm stjörnu frammi­staða Börsunga

Sindri Sverrisson skrifar
Raphinha fagnaði tveimur mörkum í kvöld.
Raphinha fagnaði tveimur mörkum í kvöld. Getty/Yasser Bakhsh

Barcelona kom sér í úrslitaleik spænska ofurbikarsins í fótbolta í kvöld með 5-0 stórsigri gegn Athletic Bilbao í undanúrslitaleik.

Börsungar gerðu út um leikinn í fyrri hálfleik og skoruðu fjögur mörk. Ferran Torres skoraði fyrsta markið á 22. mínútu og Fermin López, Roony Bardghji og Raphinha bættu svo við mörkum.

Raphinha skoraði svo sitt seinna mark í leiknum snemma í seinni hálfleik.

Barcelona spilar þvi til úrslita en það skýrist annað kvöld hver mótherjinn verður þar, þegar Atlético og Real Madrid mætast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×