Ísland og alþjóðasáttmálar Hjálmtýr Heiðdal skrifar 3. september 2024 17:59 Frá árinu 2006 hefur Ísraelsher margsinnis ráðist á Gazabúa með loftárásum, stróskotaliði og áhlaupi landhers og drepið þúsundir hverju sinni auk þess að leggja fjölda húsa og innviða í rúst. Ísrael hefur unnið þessi hervirki í skjóli stjórnvalda á Vesturlöndum. Þar eru fremst í flokki Bandaríkin, Bretland, Þýskland og Frakkland auk annarra ríkja í NATO og ESB. Ísland er aðili að NATO. Atburðir síðustu mánaða í Palestínu sýna okkur að stjórnvöld Ísraels eru staðráðin í því að gera Gaza óbyggilegt fyrir þær rúmlega tvær milljónir Palestínumanna sem þar hafa búið innilokaðir í tæpa tvo áratugi. Og enn eru það vestrænar ríkisstjórnir sem aðstoða við glæpaverkin og ganga æ lengra í stuðningi við þjóðarmorðið sem fer fram fyrir allra augum. Í janúar s.l. gaf Alþjóðadómstóllinn (ICJ) út álit sitt á aðgerðum Ísraels á Gaza og taldi líklegt að árásirnar gætu jafngilt þjóðarmorði og gaf út sex bráðabirgðaráðstafanir þar sem Ísraelar var skipað að grípa til allra ráðstafana sem í þeirra valdi stóð til að koma í veg fyrir þjóðarmorð, þar með talið að koma í veg fyrir og refsa fyrir hvatningu til þjóðarmorðs, tryggja að aðstoð og lífsbjörg berist Palestínumönnum sem eru í herkví á Gaza. Ísrael hefur í engu sinnt þessum fyrirmælum og þess í stað hert árásir á óbreytta borgara. Þann 19. júlí s.l. lýsti Alþjóðadómstóllinn hernám og innlimun Ísraels á palestínsku landi ólöglega og að lög og stefna Ísraelsríkis, sem mismuna Palestínumönnum, brjóta alþjóðlegt bann gegn kynþáttaaðskilnaði og aðskilnaðarstefnu (apartheid). Vatnaskil Yfirlýsingar Alþjóðadómstólsins eru vatnaskil, þetta er söguleg staðfesting á réttindum Palestínumanna sem hafa mátt þola áratuga grimmd og kerfisbundin mannréttindabrot sem stafa af ólöglegu hernámi Ísraels. Ísraelsríki er lögbrjótur, samkvæmt niðurstöðu æðsta dómstóls heimsins. Dómurinn mun hinsvegar verða vandlega hunsaður af fyrrnefndum hópi vestrænna ríkja og einnig mörgum helstu fjölmiðlum Vesturlanda sem hafa í áratugi með góðum árangri staðið vörð um Ísrael og styðja nú opinskátt þjóðarmorðið. Aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna, og þar er Ísland ekki undanskilið, ber skylda til þess að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að stöðva þjóðarmorðið og vinna gegn ólöglega hernáminu. En þess í stað hafa þau elft varðstöðu sína um Ísrael og unnið gegn starfi dómstólanna. Staða smáríkja Fyrir smáríkið Ísland er það grundvallaratriði að önnur ríki framfylgi alþjóðalögum og sáttmálum. Ef Ísrael fær að halda þjóðarmorði sínu áfram á Gaza og á Vesturbakkanum mun það hafa alvarlegar afleiðingar og grafa undan öryggi okkar allra. Ríkisstjórn íslands hefur lýst stefnu sinni gagnvart alþjóðalögum: „Stefna stjórnvalda um þjóðaröryggi byggist á þeim skuldbindingum sem felast í stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna og hafi grunngildi þjóðarinnar að leiðarljósi, lýðræði og virðingu fyrir réttarríkinu og alþjóðalögum, mannúð og verndun mannréttinda, jafnrétti allra og sjálfbæra þróun, afvopnun og friðsamlega lausn deilumála.“ Íslensk stjórnvöld hafa ekki, frekar en flest önnur vestræn ríki, framfylgt þeim skuldbindingum sem alþjóðasáttmálar leggja þeim á herðar, stefnuyfirlýsingin eru bara innantóm orð og Ísrael nýtur áfram friðhelgi. Yfirlýsingar um að öllum ríkjum beri að virða alþjóðalög og sáttmála hafa ekki haft nein áhrif - það eru einungis beinar aðgerðir sem munu gera yfirvöldum í Ísrael ljóst að alþjóðasamfélagið ætlar ekki að umbera glæpi þeirra lengur. Til þess að standa við skuldbindingarnar ber Íslandi að hefja aðgerðir gegn Ísrael, setja á viðskiptabann og ef annað ekki dugar að slíta stjórnmálasambandi við hið brotlega ríki. Höfundur er formaður Félagsins Ísland - Palestína og höfundur bókarinnar Íslandsstræti í Jerúsalem. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmtýr Heiðdal Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu NATO Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Frá árinu 2006 hefur Ísraelsher margsinnis ráðist á Gazabúa með loftárásum, stróskotaliði og áhlaupi landhers og drepið þúsundir hverju sinni auk þess að leggja fjölda húsa og innviða í rúst. Ísrael hefur unnið þessi hervirki í skjóli stjórnvalda á Vesturlöndum. Þar eru fremst í flokki Bandaríkin, Bretland, Þýskland og Frakkland auk annarra ríkja í NATO og ESB. Ísland er aðili að NATO. Atburðir síðustu mánaða í Palestínu sýna okkur að stjórnvöld Ísraels eru staðráðin í því að gera Gaza óbyggilegt fyrir þær rúmlega tvær milljónir Palestínumanna sem þar hafa búið innilokaðir í tæpa tvo áratugi. Og enn eru það vestrænar ríkisstjórnir sem aðstoða við glæpaverkin og ganga æ lengra í stuðningi við þjóðarmorðið sem fer fram fyrir allra augum. Í janúar s.l. gaf Alþjóðadómstóllinn (ICJ) út álit sitt á aðgerðum Ísraels á Gaza og taldi líklegt að árásirnar gætu jafngilt þjóðarmorði og gaf út sex bráðabirgðaráðstafanir þar sem Ísraelar var skipað að grípa til allra ráðstafana sem í þeirra valdi stóð til að koma í veg fyrir þjóðarmorð, þar með talið að koma í veg fyrir og refsa fyrir hvatningu til þjóðarmorðs, tryggja að aðstoð og lífsbjörg berist Palestínumönnum sem eru í herkví á Gaza. Ísrael hefur í engu sinnt þessum fyrirmælum og þess í stað hert árásir á óbreytta borgara. Þann 19. júlí s.l. lýsti Alþjóðadómstóllinn hernám og innlimun Ísraels á palestínsku landi ólöglega og að lög og stefna Ísraelsríkis, sem mismuna Palestínumönnum, brjóta alþjóðlegt bann gegn kynþáttaaðskilnaði og aðskilnaðarstefnu (apartheid). Vatnaskil Yfirlýsingar Alþjóðadómstólsins eru vatnaskil, þetta er söguleg staðfesting á réttindum Palestínumanna sem hafa mátt þola áratuga grimmd og kerfisbundin mannréttindabrot sem stafa af ólöglegu hernámi Ísraels. Ísraelsríki er lögbrjótur, samkvæmt niðurstöðu æðsta dómstóls heimsins. Dómurinn mun hinsvegar verða vandlega hunsaður af fyrrnefndum hópi vestrænna ríkja og einnig mörgum helstu fjölmiðlum Vesturlanda sem hafa í áratugi með góðum árangri staðið vörð um Ísrael og styðja nú opinskátt þjóðarmorðið. Aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna, og þar er Ísland ekki undanskilið, ber skylda til þess að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að stöðva þjóðarmorðið og vinna gegn ólöglega hernáminu. En þess í stað hafa þau elft varðstöðu sína um Ísrael og unnið gegn starfi dómstólanna. Staða smáríkja Fyrir smáríkið Ísland er það grundvallaratriði að önnur ríki framfylgi alþjóðalögum og sáttmálum. Ef Ísrael fær að halda þjóðarmorði sínu áfram á Gaza og á Vesturbakkanum mun það hafa alvarlegar afleiðingar og grafa undan öryggi okkar allra. Ríkisstjórn íslands hefur lýst stefnu sinni gagnvart alþjóðalögum: „Stefna stjórnvalda um þjóðaröryggi byggist á þeim skuldbindingum sem felast í stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna og hafi grunngildi þjóðarinnar að leiðarljósi, lýðræði og virðingu fyrir réttarríkinu og alþjóðalögum, mannúð og verndun mannréttinda, jafnrétti allra og sjálfbæra þróun, afvopnun og friðsamlega lausn deilumála.“ Íslensk stjórnvöld hafa ekki, frekar en flest önnur vestræn ríki, framfylgt þeim skuldbindingum sem alþjóðasáttmálar leggja þeim á herðar, stefnuyfirlýsingin eru bara innantóm orð og Ísrael nýtur áfram friðhelgi. Yfirlýsingar um að öllum ríkjum beri að virða alþjóðalög og sáttmála hafa ekki haft nein áhrif - það eru einungis beinar aðgerðir sem munu gera yfirvöldum í Ísrael ljóst að alþjóðasamfélagið ætlar ekki að umbera glæpi þeirra lengur. Til þess að standa við skuldbindingarnar ber Íslandi að hefja aðgerðir gegn Ísrael, setja á viðskiptabann og ef annað ekki dugar að slíta stjórnmálasambandi við hið brotlega ríki. Höfundur er formaður Félagsins Ísland - Palestína og höfundur bókarinnar Íslandsstræti í Jerúsalem.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun