Allt á suðupunkti í flokki utanríkisráðherrans Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. september 2024 14:10 Á myndinni má sjá Lars Løkke Rasmussen, utanríkisráðherra Danmerkur og formann Moteraterne, á spjalli við Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur utanríkisráðherra á óformlegum leiðtogafundi utanríkisráðherra Atlantshafsbandalagsins í Prag fyrr á þessu ári. EPA-EFE/MARTIN DIVISEK Moteraterne, flokkur Lars Løkke Rasmussen utanríkisráðherra Danmerkur, er í krísu og hefur vinnustaðasálfræðingur verið kallaður til til að bregðast við eitraðri vinnustaðamenningu sem sögð er viðgangast innan flokksins. Þá hefur verið ákveðið að koma upp nafnlausu ábendingakerfi þar sem hægt verður að tilkynna um óæskilega háttsemi, áreitni eða ofbeldi í kjölfar hneykslismála sem upp hafa komið hjá flokknum. Þetta segir formaðurinn Lars Løkke vera viðbrögð forystu flokksins við þeim vandamálum sem virðast hafa fengið að grassera innan flokksins og komust í hámæli í framhaldi af umfjöllun danska fjölmiðilsins B.T á föstudaginn um óæskilega vinnustaðamenningu, áreitni gegn konum, einelti og meinta ógnarstjórn sem hafi fengið að viðgangast innan flokksins. Svo slæmt var ástandið orðið að málinu hefur verið vísað til danska vinnueftirlitsins til rannsóknar. Flokkurinn hélt níu klukkustunda langan krísufund í gær og fjölmiðlar sátu um formanninn þegar hann kom út af fundi þingflokksins fyrr í dag. Moteraterne, nýr flokkur Lars Løkke Rasmussen sem stofnaður var fyrir síðustu þingkosningar í Danmörku myndar ríkisstjórn ásamt Sósíaldemókrötum, flokki forsætisráðherrans Mette Frederiksen, og Venstre, flokki Troels Lund Poulsen varnarmálaráðherra og varaforsætisráðherra. EPA-EFE/Liselotte Sabroe Í tilkynningu sem fimm núverandi og einn fyrrverandi starfsmenn flokksins sendu til vinnueftirlitsins segir meðal annars að forysta flokksins beiti einræðistilburðum og að það sé „ekki óalgengt að starfsfólk brotni saman á göngunum eða fari grátandi heim,“ að því er DR greinir frá. Þá hefur Jeppe Søe, þingmaður flokksins, sent tölvupóst á forystu flokksins þar sem hann segist hafa séð sönnungargögn sem gætu gert útaf við flokkinn. Þess vegna hafi hann viljað að ráðist yrði í rannsókn á ástandinu í flokknum. Þá virðist mikið ósætti ríkja milli Lars Løkke og Søe, en sá síðarnefndi mætti ekki á þingflokksfundinn í dag. Líkt og áður segir hyggst Løkke kalla til vinnustaðasálfræðing og koma á fót uppljóstrunarkerfi, á meðan Søe vill að ráðist verði í rannsókn. „Áhugaverð spurning,“ var svar Lars Løkke þegar hann var spurður fyrr í dag hvort hann teldi að Jeppe Søe væri stætt á að halda áfram í flokknum. Hann kvaðst þó gera ráð fyrir að hægt væri að leysa úr málum og komast að niðurstöðu með því að ræða saman. Danmörk Vinnustaðamenning Mest lesið Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Fleiri fréttir Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Erindreki Trump bjartsýnn fyrir friðarviðræður Rússa og Úkraínumanna Mótmælt vegna handtöku helsta andstæðings Erdogan Sjá meira
Þetta segir formaðurinn Lars Løkke vera viðbrögð forystu flokksins við þeim vandamálum sem virðast hafa fengið að grassera innan flokksins og komust í hámæli í framhaldi af umfjöllun danska fjölmiðilsins B.T á föstudaginn um óæskilega vinnustaðamenningu, áreitni gegn konum, einelti og meinta ógnarstjórn sem hafi fengið að viðgangast innan flokksins. Svo slæmt var ástandið orðið að málinu hefur verið vísað til danska vinnueftirlitsins til rannsóknar. Flokkurinn hélt níu klukkustunda langan krísufund í gær og fjölmiðlar sátu um formanninn þegar hann kom út af fundi þingflokksins fyrr í dag. Moteraterne, nýr flokkur Lars Løkke Rasmussen sem stofnaður var fyrir síðustu þingkosningar í Danmörku myndar ríkisstjórn ásamt Sósíaldemókrötum, flokki forsætisráðherrans Mette Frederiksen, og Venstre, flokki Troels Lund Poulsen varnarmálaráðherra og varaforsætisráðherra. EPA-EFE/Liselotte Sabroe Í tilkynningu sem fimm núverandi og einn fyrrverandi starfsmenn flokksins sendu til vinnueftirlitsins segir meðal annars að forysta flokksins beiti einræðistilburðum og að það sé „ekki óalgengt að starfsfólk brotni saman á göngunum eða fari grátandi heim,“ að því er DR greinir frá. Þá hefur Jeppe Søe, þingmaður flokksins, sent tölvupóst á forystu flokksins þar sem hann segist hafa séð sönnungargögn sem gætu gert útaf við flokkinn. Þess vegna hafi hann viljað að ráðist yrði í rannsókn á ástandinu í flokknum. Þá virðist mikið ósætti ríkja milli Lars Løkke og Søe, en sá síðarnefndi mætti ekki á þingflokksfundinn í dag. Líkt og áður segir hyggst Løkke kalla til vinnustaðasálfræðing og koma á fót uppljóstrunarkerfi, á meðan Søe vill að ráðist verði í rannsókn. „Áhugaverð spurning,“ var svar Lars Løkke þegar hann var spurður fyrr í dag hvort hann teldi að Jeppe Søe væri stætt á að halda áfram í flokknum. Hann kvaðst þó gera ráð fyrir að hægt væri að leysa úr málum og komast að niðurstöðu með því að ræða saman.
Danmörk Vinnustaðamenning Mest lesið Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Fleiri fréttir Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Erindreki Trump bjartsýnn fyrir friðarviðræður Rússa og Úkraínumanna Mótmælt vegna handtöku helsta andstæðings Erdogan Sjá meira