Keppni í Olís-deild karla hefst á morgun þegar Valur og ÍBV mætast, og á fimmtudaginn hfest Olís-deild kvenna þegar Haukar mæta nýliðum Selfoss.
Á kynningarfundi í dag var birt spá fyrir deildirnar. FH fékk besta kosningu í karlaflokki og nágrannarnir í Haukum koma næstir. Evrópubikarmeisturum Vals er hins vegar spáð 3. sæti.
ÍR og Fjölnir, liðin sem komu upp úr Grill 66-deildinni í vor, fara beint niður aftur samkvæmt spánni.
Spáin fyrir Olís-deild karla:
- 1. FH - 348
- 2. Haukar - 310
- 3. Valur - 307
- 4. ÍBV - 272
- 5. Afturelding - 247
- 6. Fram - 215
- 7. Stjarnan - 202
- 8. KA - 157
- 9. Grótta - 117
- 10. HK - 93
- 11. ÍR - 68
- 12. Fjölnir - 42
Í Olís-deild kvenna fengu Valskonur afgerandi kosningu í efsta sæti og Haukum er spáð 2. sæti. Nýliðum Gróttu er hins vegar spáð falli.
Spáin fyrir Olís-deild kvenna:
- 1. Valur - 143
- 2. Haukar - 126
- 3. Fram - 116
- 4. ÍBV - 87
- 5. Selfoss - 67
- 6. Stjarnan - 56
- 7. ÍR - 55
- 8. Grótta - 23
Einnig var birt spá fyrir Grill 66-deildirnar og er því spáð að Þór vinni Grill 66-deild karla en Hörður frá Ísafirði verði í 2. sæti. Í Grill 66-deild kvenna er KA/Þór, sem féll í vor, spáð sigri og Aftureldingu 2. sæti.