Bjóða Sindra hjartanlega velkominn í vottað hlaup Sindri Sverrisson skrifar 3. september 2024 08:02 Sindri Karl Sigurjónsson getur hlaupið frítt í Hjartadagshlaupinu sem haldið er árlega. UMSB/Hjartadagshlaup Eftir að hafa slegið 24 ára gamalt aldursflokkamet hlauparans mikla Kára Steins Karlssonar, en ekki fengið það skráð, hefur hinn 15 ára gamli Sindri Karl Sigurjónsson verið boðinn sérstaklega velkominn í Hjartadagshlaupið í ár. Sindri kom langfyrstur í mark í flokki 15 ára og yngri í 10 kílómetra hlaupi Reykjavíkurmaraþonsins í síðasta mánuði, á 35:49 mínútum. Það er 17 sekúndum betri tími en aldursflokkamet Kára Steins. Met Kára Steins stendur hins vegar enn vegna þess að 10 kílómetra hlaup Reykjavíkurmaraþonsins var ekki vottað, heldur aðeins hálfmaraþonið og maraþonið. Deilur hafa verið á milli Íþróttabandalags Reykjavíkur, sem heldur Reykjavíkurmaraþonið, og langhlaupanefndar Frjálsíþróttasambands Íslands, um kostnað við vottun hlaupsins. Samkvæmt þeim reglum sem langhlaupanefnd hefur sett þá kostar það 150 krónur fyrir hvern keppanda að fá hlaup vottað, og er ætlast til að hlaupahaldarar hafi þann kostnað inni í skráningargjaldi. Ingvar Sverrisson, formaður ÍBR, sagði í Bítinu í gærmorgun að þó að félagið hafi viljað fá vottun þá hafi þótt óeðlilegt að greiða 900.000 krónur fyrir það. Upphæðin er svo há vegna fjölda keppenda í hlaupinu. Gæti hlaupið frítt í Kópavogi En þó að 10 kílómetra hlaup Reykjavíkurmaraþonsins hafi ekki verið vottað þá er enn tími til stefnu fyrir Sindra til að slá aldursflokkamet áður en hann verður of gamall. Rannveig Ásgeirsdóttir, verkefnastjóri Hjartadagshlaupsins, segir til að mynda að í ljósi þess að hlaupið sé nú í fyrsta sinn vottað þá vilji aðstandendur þess bjóða Sindra velkominn í hlaupið. Hægt er að velja á milli 5 og 10 kílómetra hlaups. Guðni Th. Jóhannesson, þáverandi forseti, hefur hlaupið í Hjartadagshlaupinu síðustu ár.@hjartadagshlaup Þar sem Sindri er 15 ára þarf hann ekki að greiða fyrir þátttöku því ókeypis er fyrir börn 15 ára og yngri. Hjartadagshlaupið fer fram 21. september og er ræsing á Kópavogsvelli, en um árlegt hlaup er að ræða sem er forvarnarhlaup Hjartaverndar. Á meðal þátttakenda síðustu ár hafa verið þeir Guðni Th. Jóhannesson, þáverandi forseti, og hlaupameistarinn Arnar Pétursson. Nánar má lesa um Hjartadagshlaupið hér. Hlaup Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Körfubolti Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Körfubolti „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Hilmar Smári kvaddur í Litáen Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Hafnaði Val og fer heim til Eyja Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Sjá meira
Sindri kom langfyrstur í mark í flokki 15 ára og yngri í 10 kílómetra hlaupi Reykjavíkurmaraþonsins í síðasta mánuði, á 35:49 mínútum. Það er 17 sekúndum betri tími en aldursflokkamet Kára Steins. Met Kára Steins stendur hins vegar enn vegna þess að 10 kílómetra hlaup Reykjavíkurmaraþonsins var ekki vottað, heldur aðeins hálfmaraþonið og maraþonið. Deilur hafa verið á milli Íþróttabandalags Reykjavíkur, sem heldur Reykjavíkurmaraþonið, og langhlaupanefndar Frjálsíþróttasambands Íslands, um kostnað við vottun hlaupsins. Samkvæmt þeim reglum sem langhlaupanefnd hefur sett þá kostar það 150 krónur fyrir hvern keppanda að fá hlaup vottað, og er ætlast til að hlaupahaldarar hafi þann kostnað inni í skráningargjaldi. Ingvar Sverrisson, formaður ÍBR, sagði í Bítinu í gærmorgun að þó að félagið hafi viljað fá vottun þá hafi þótt óeðlilegt að greiða 900.000 krónur fyrir það. Upphæðin er svo há vegna fjölda keppenda í hlaupinu. Gæti hlaupið frítt í Kópavogi En þó að 10 kílómetra hlaup Reykjavíkurmaraþonsins hafi ekki verið vottað þá er enn tími til stefnu fyrir Sindra til að slá aldursflokkamet áður en hann verður of gamall. Rannveig Ásgeirsdóttir, verkefnastjóri Hjartadagshlaupsins, segir til að mynda að í ljósi þess að hlaupið sé nú í fyrsta sinn vottað þá vilji aðstandendur þess bjóða Sindra velkominn í hlaupið. Hægt er að velja á milli 5 og 10 kílómetra hlaups. Guðni Th. Jóhannesson, þáverandi forseti, hefur hlaupið í Hjartadagshlaupinu síðustu ár.@hjartadagshlaup Þar sem Sindri er 15 ára þarf hann ekki að greiða fyrir þátttöku því ókeypis er fyrir börn 15 ára og yngri. Hjartadagshlaupið fer fram 21. september og er ræsing á Kópavogsvelli, en um árlegt hlaup er að ræða sem er forvarnarhlaup Hjartaverndar. Á meðal þátttakenda síðustu ár hafa verið þeir Guðni Th. Jóhannesson, þáverandi forseti, og hlaupameistarinn Arnar Pétursson. Nánar má lesa um Hjartadagshlaupið hér.
Hlaup Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Körfubolti Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Körfubolti „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Hilmar Smári kvaddur í Litáen Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Hafnaði Val og fer heim til Eyja Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Sjá meira