Bjóða Sindra hjartanlega velkominn í vottað hlaup Sindri Sverrisson skrifar 3. september 2024 08:02 Sindri Karl Sigurjónsson getur hlaupið frítt í Hjartadagshlaupinu sem haldið er árlega. UMSB/Hjartadagshlaup Eftir að hafa slegið 24 ára gamalt aldursflokkamet hlauparans mikla Kára Steins Karlssonar, en ekki fengið það skráð, hefur hinn 15 ára gamli Sindri Karl Sigurjónsson verið boðinn sérstaklega velkominn í Hjartadagshlaupið í ár. Sindri kom langfyrstur í mark í flokki 15 ára og yngri í 10 kílómetra hlaupi Reykjavíkurmaraþonsins í síðasta mánuði, á 35:49 mínútum. Það er 17 sekúndum betri tími en aldursflokkamet Kára Steins. Met Kára Steins stendur hins vegar enn vegna þess að 10 kílómetra hlaup Reykjavíkurmaraþonsins var ekki vottað, heldur aðeins hálfmaraþonið og maraþonið. Deilur hafa verið á milli Íþróttabandalags Reykjavíkur, sem heldur Reykjavíkurmaraþonið, og langhlaupanefndar Frjálsíþróttasambands Íslands, um kostnað við vottun hlaupsins. Samkvæmt þeim reglum sem langhlaupanefnd hefur sett þá kostar það 150 krónur fyrir hvern keppanda að fá hlaup vottað, og er ætlast til að hlaupahaldarar hafi þann kostnað inni í skráningargjaldi. Ingvar Sverrisson, formaður ÍBR, sagði í Bítinu í gærmorgun að þó að félagið hafi viljað fá vottun þá hafi þótt óeðlilegt að greiða 900.000 krónur fyrir það. Upphæðin er svo há vegna fjölda keppenda í hlaupinu. Gæti hlaupið frítt í Kópavogi En þó að 10 kílómetra hlaup Reykjavíkurmaraþonsins hafi ekki verið vottað þá er enn tími til stefnu fyrir Sindra til að slá aldursflokkamet áður en hann verður of gamall. Rannveig Ásgeirsdóttir, verkefnastjóri Hjartadagshlaupsins, segir til að mynda að í ljósi þess að hlaupið sé nú í fyrsta sinn vottað þá vilji aðstandendur þess bjóða Sindra velkominn í hlaupið. Hægt er að velja á milli 5 og 10 kílómetra hlaups. Guðni Th. Jóhannesson, þáverandi forseti, hefur hlaupið í Hjartadagshlaupinu síðustu ár.@hjartadagshlaup Þar sem Sindri er 15 ára þarf hann ekki að greiða fyrir þátttöku því ókeypis er fyrir börn 15 ára og yngri. Hjartadagshlaupið fer fram 21. september og er ræsing á Kópavogsvelli, en um árlegt hlaup er að ræða sem er forvarnarhlaup Hjartaverndar. Á meðal þátttakenda síðustu ár hafa verið þeir Guðni Th. Jóhannesson, þáverandi forseti, og hlaupameistarinn Arnar Pétursson. Nánar má lesa um Hjartadagshlaupið hér. Hlaup Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Íslenski boltinn Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Fótbolti Fleiri fréttir Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Ekkert verður af bardaga Gunnars við Magny Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Breiðablik flýgur út á morgun: „Sama félag en mjög langt frá því að vera sama lið“ Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira
Sindri kom langfyrstur í mark í flokki 15 ára og yngri í 10 kílómetra hlaupi Reykjavíkurmaraþonsins í síðasta mánuði, á 35:49 mínútum. Það er 17 sekúndum betri tími en aldursflokkamet Kára Steins. Met Kára Steins stendur hins vegar enn vegna þess að 10 kílómetra hlaup Reykjavíkurmaraþonsins var ekki vottað, heldur aðeins hálfmaraþonið og maraþonið. Deilur hafa verið á milli Íþróttabandalags Reykjavíkur, sem heldur Reykjavíkurmaraþonið, og langhlaupanefndar Frjálsíþróttasambands Íslands, um kostnað við vottun hlaupsins. Samkvæmt þeim reglum sem langhlaupanefnd hefur sett þá kostar það 150 krónur fyrir hvern keppanda að fá hlaup vottað, og er ætlast til að hlaupahaldarar hafi þann kostnað inni í skráningargjaldi. Ingvar Sverrisson, formaður ÍBR, sagði í Bítinu í gærmorgun að þó að félagið hafi viljað fá vottun þá hafi þótt óeðlilegt að greiða 900.000 krónur fyrir það. Upphæðin er svo há vegna fjölda keppenda í hlaupinu. Gæti hlaupið frítt í Kópavogi En þó að 10 kílómetra hlaup Reykjavíkurmaraþonsins hafi ekki verið vottað þá er enn tími til stefnu fyrir Sindra til að slá aldursflokkamet áður en hann verður of gamall. Rannveig Ásgeirsdóttir, verkefnastjóri Hjartadagshlaupsins, segir til að mynda að í ljósi þess að hlaupið sé nú í fyrsta sinn vottað þá vilji aðstandendur þess bjóða Sindra velkominn í hlaupið. Hægt er að velja á milli 5 og 10 kílómetra hlaups. Guðni Th. Jóhannesson, þáverandi forseti, hefur hlaupið í Hjartadagshlaupinu síðustu ár.@hjartadagshlaup Þar sem Sindri er 15 ára þarf hann ekki að greiða fyrir þátttöku því ókeypis er fyrir börn 15 ára og yngri. Hjartadagshlaupið fer fram 21. september og er ræsing á Kópavogsvelli, en um árlegt hlaup er að ræða sem er forvarnarhlaup Hjartaverndar. Á meðal þátttakenda síðustu ár hafa verið þeir Guðni Th. Jóhannesson, þáverandi forseti, og hlaupameistarinn Arnar Pétursson. Nánar má lesa um Hjartadagshlaupið hér.
Hlaup Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Íslenski boltinn Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Fótbolti Fleiri fréttir Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Ekkert verður af bardaga Gunnars við Magny Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Breiðablik flýgur út á morgun: „Sama félag en mjög langt frá því að vera sama lið“ Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira