Húseigendur og leigjendur vilja nýja löggjöf og kalla eftir samráði Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 2. september 2024 21:00 Guðmundur Hrafn Arngrímsson formaður Samtaka leigjenda og Hildur Ýr Viðarsdóttir lögmaður og formaður Húseigendafélagsins eru afar óánægð með breytingar á húsaleigulöggjöf. Þau kalla eftir nýrri löggjöf. Vísir/Sigurjón Leigjendur og húseigendur lýsa yfir mikilli óánægju með breytingu á húsaleigulögum. Forsvarsfólk þeirra segir að lítið sem ekkert samráð hafi verið haft við þau meðan lögin voru í smíðum. Kallað er eftir nýrri húsaleigulöggjöf. Ný húsaleigulög tóku gildi í gær og er ætlað að bæta réttarstöðu leigjenda og auka húsnæðisöryggi. Það er hins vegar lítil ánægja með þessi lög. Leigjendur gagnrýna til dæmis að nú geti leigusali hækkað leigu þegar rekstrarkostnaður hækkar eða ef hann vill samræma leiguverð við markaðsverð. Á sama tíma eru húseigendur ósáttir við að þrengt sé að hækkunum á leiguverði með nýjum ákvæðum. Hildur Ýr Viðarsdóttir lögmaður og formaður Húseigendafélagsins segir að breytingarnar geti haft neikvæð áhrif á framboð á leiguhúsnæði. „Við lýsum yfir óánægju með að það sé verið að leggja of miklar skyldur á leigusala. Við höfum bent á að leigusalar eru að mestu leyti einstaklingar. Ef það er verið að leggja of miklar skyldur á þá getur það leitt til þess að einstaklingar vilja ekki leigja út eignirnar sínar og þar með er hætta á að framboð dragist saman. Samandregið eru með nýjum lögum lagðar verulegar skyldur á leigusala, sem varða fjárhæð leiguverðs, forgangsrétt og uppsögn á ótímabundnum samningum,“ segir Hildur. Guðmundur Hrafn Arngrímsson formaður Samtaka leigjenda segir lögin mikil vonbrigði. „Við hefðum viljað sjá að það hefði verið tekið hart á hækkunum á húsaleigu. Leiguverð yrði jafnvel leiðrétt. Það yrðu teknar upp útreikningsreglur um hvað er sanngjörn húsaleiga. En ekki að okurleiga yrði lögfest eins og í þessum lögum,“ segir Guðmundur. Guðmundur Hrafn Arngrímsson formaður Samtaka leigjenda og Hildur Ýr Viðarsdóttir lögmaðru og formaður Húseigendafélagsins.Vísir/Sigurjón Lítið sem ekkert samráð Þau Hildur og Guðmundur segja bæði að ekki hafi verið tillit til umsagna þeirra hagsmunasamtaka við undirbúning laganna og lítið sem ekkert samráð hafi verið haft í ferlinu. Þau segja nauðsynlegt að gjörbylta húsaleigulöggjöfinni. „Það er kominn tími á heildarendurskoðun þessara laga. Ekki vera að gera smá breytingar fram og til baka,“ segir Hildur. Það þurfi að efla samtal og samráð og fá hagsmunaaðila að borðinu við lagasmíðina. „Það þarf að hafa lögin og regluverkið skýrt. Það þjónar hagsmunum allra. Þá þarf að hlusta á mismunandi hagsmunahópa,“ segir Hildur. Guðmundur tekur undir þetta. „Hver vill búa í samfélagi þar sem fjörutíu þúsund heimili eru rekin út á Guð og gaddinn í sífelldu húsnæðisóöryggi? Ég hef ekki nokkra trú á því að félagar í húseigendafélaginu vilji búa í samfélagi þar sem svona mörg heimili búa við slíkt óöryggi,“ segir Guðmundur. Húsnæðismál Leigumarkaður Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Fleiri fréttir Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Sjá meira
Ný húsaleigulög tóku gildi í gær og er ætlað að bæta réttarstöðu leigjenda og auka húsnæðisöryggi. Það er hins vegar lítil ánægja með þessi lög. Leigjendur gagnrýna til dæmis að nú geti leigusali hækkað leigu þegar rekstrarkostnaður hækkar eða ef hann vill samræma leiguverð við markaðsverð. Á sama tíma eru húseigendur ósáttir við að þrengt sé að hækkunum á leiguverði með nýjum ákvæðum. Hildur Ýr Viðarsdóttir lögmaður og formaður Húseigendafélagsins segir að breytingarnar geti haft neikvæð áhrif á framboð á leiguhúsnæði. „Við lýsum yfir óánægju með að það sé verið að leggja of miklar skyldur á leigusala. Við höfum bent á að leigusalar eru að mestu leyti einstaklingar. Ef það er verið að leggja of miklar skyldur á þá getur það leitt til þess að einstaklingar vilja ekki leigja út eignirnar sínar og þar með er hætta á að framboð dragist saman. Samandregið eru með nýjum lögum lagðar verulegar skyldur á leigusala, sem varða fjárhæð leiguverðs, forgangsrétt og uppsögn á ótímabundnum samningum,“ segir Hildur. Guðmundur Hrafn Arngrímsson formaður Samtaka leigjenda segir lögin mikil vonbrigði. „Við hefðum viljað sjá að það hefði verið tekið hart á hækkunum á húsaleigu. Leiguverð yrði jafnvel leiðrétt. Það yrðu teknar upp útreikningsreglur um hvað er sanngjörn húsaleiga. En ekki að okurleiga yrði lögfest eins og í þessum lögum,“ segir Guðmundur. Guðmundur Hrafn Arngrímsson formaður Samtaka leigjenda og Hildur Ýr Viðarsdóttir lögmaðru og formaður Húseigendafélagsins.Vísir/Sigurjón Lítið sem ekkert samráð Þau Hildur og Guðmundur segja bæði að ekki hafi verið tillit til umsagna þeirra hagsmunasamtaka við undirbúning laganna og lítið sem ekkert samráð hafi verið haft í ferlinu. Þau segja nauðsynlegt að gjörbylta húsaleigulöggjöfinni. „Það er kominn tími á heildarendurskoðun þessara laga. Ekki vera að gera smá breytingar fram og til baka,“ segir Hildur. Það þurfi að efla samtal og samráð og fá hagsmunaaðila að borðinu við lagasmíðina. „Það þarf að hafa lögin og regluverkið skýrt. Það þjónar hagsmunum allra. Þá þarf að hlusta á mismunandi hagsmunahópa,“ segir Hildur. Guðmundur tekur undir þetta. „Hver vill búa í samfélagi þar sem fjörutíu þúsund heimili eru rekin út á Guð og gaddinn í sífelldu húsnæðisóöryggi? Ég hef ekki nokkra trú á því að félagar í húseigendafélaginu vilji búa í samfélagi þar sem svona mörg heimili búa við slíkt óöryggi,“ segir Guðmundur.
Húsnæðismál Leigumarkaður Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Fleiri fréttir Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Sjá meira