Leggja hybrid gras á Laugardalsvöll og frjálsíþróttir fá aðra aðstöðu Sindri Sverrisson skrifar 2. september 2024 14:30 Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta, sem er á leið á EM næsta sumar, hefur þurft að leika annars staðar en á Laugardalsvelli vegna þess að grasvöllurinn dugar ekki yfir vetrarmánuðina. vísir/Anton Laugardalsvelli verður breytt og þar lagt hybrid gras, það er að segja blanda af grasi og gervigrasi, í stað grasvallarins sem þar hefur verið. Völlurinn verður alfarið tileinkaður fótbolta. Þetta kom fram við undirritun viljayfirlýsingar um uppbyggingu þjóðarleikvanga í knattspyrnu og frjálsum íþróttum á Laugardalsvelli í dag. Þrír ráðherrar, borgarstjóri og formaður knattspyrnusambandsins og frjálsíþróttasambandsins undirrituðu viljayfirlýsinguna. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, Bjarni Benediktsson forsætisráðherra, Einar Þorsteinsson borgarstjóri, Þorvaldur Örlygsson formaður KSÍ, Freyr Ólafsson, formaður FRÍ, og Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra við undirritun viljayfirlýsingar á Laugardalsvelli í dag.vísir/Arnar Í viljayfirlýsingunni felst að frjálsar íþróttir kveðji Laugardalsvöll endanlega og fái nýja aðstöðu sem einnig verður í Laugardalnum. Með því að leggja hybrid gras á Laugardalsvöll, og hitunarkerfi undir völlinn, er ætlunin að bregðast við kröfum UEFA og FIFA um að leikir í alþjóðlegum fótboltakeppnum geti farið fram nánast allan ársins hring. Bæði kvenna- og karlalandslið Íslands hafa fundið fyrir því hve illa Laugardalsvöllur dugar sem þjóðarleikvangur stóran hluta ársins. Samkvæmt upplýsingum Vísis stendur til að hybrid grasið verði lagt í október. Ríki og borg leggja hvort um sig allt að 250 milljónir króna til framkvæmdarinnar. Þjóðarleikvangur ehf., sem er í eigu ríkisins, Reykjavíkurborgar og KSÍ, annast verkið. Vinna við nýjan þjóðarleikvang frjálsíþrótta á að hefjast „eins fljótt og kostur er“. Í því samhengi er meðal annars horft til keppni á Smáþjóðameistaramóti á Íslandi 2028 sem og Smáþjóðaleika, fáum árum síðar, segir á vef stjórnarráðsins. Á fundinum í dag sagði Ásmundur Einar Daðason, ráðherra íþróttamála, að allt væri á áætlun varðandi nýja þjóðarhöll fyrir inniíþróttir og búið að semja um fjármögnun vegna hennar. Enn á þó eftir að taka fyrstu skóflustungu fyrir höllina sem rísa mun við Laugardalshöll. Landslið karla í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Frjálsar íþróttir Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sjá meira
Þetta kom fram við undirritun viljayfirlýsingar um uppbyggingu þjóðarleikvanga í knattspyrnu og frjálsum íþróttum á Laugardalsvelli í dag. Þrír ráðherrar, borgarstjóri og formaður knattspyrnusambandsins og frjálsíþróttasambandsins undirrituðu viljayfirlýsinguna. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, Bjarni Benediktsson forsætisráðherra, Einar Þorsteinsson borgarstjóri, Þorvaldur Örlygsson formaður KSÍ, Freyr Ólafsson, formaður FRÍ, og Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra við undirritun viljayfirlýsingar á Laugardalsvelli í dag.vísir/Arnar Í viljayfirlýsingunni felst að frjálsar íþróttir kveðji Laugardalsvöll endanlega og fái nýja aðstöðu sem einnig verður í Laugardalnum. Með því að leggja hybrid gras á Laugardalsvöll, og hitunarkerfi undir völlinn, er ætlunin að bregðast við kröfum UEFA og FIFA um að leikir í alþjóðlegum fótboltakeppnum geti farið fram nánast allan ársins hring. Bæði kvenna- og karlalandslið Íslands hafa fundið fyrir því hve illa Laugardalsvöllur dugar sem þjóðarleikvangur stóran hluta ársins. Samkvæmt upplýsingum Vísis stendur til að hybrid grasið verði lagt í október. Ríki og borg leggja hvort um sig allt að 250 milljónir króna til framkvæmdarinnar. Þjóðarleikvangur ehf., sem er í eigu ríkisins, Reykjavíkurborgar og KSÍ, annast verkið. Vinna við nýjan þjóðarleikvang frjálsíþrótta á að hefjast „eins fljótt og kostur er“. Í því samhengi er meðal annars horft til keppni á Smáþjóðameistaramóti á Íslandi 2028 sem og Smáþjóðaleika, fáum árum síðar, segir á vef stjórnarráðsins. Á fundinum í dag sagði Ásmundur Einar Daðason, ráðherra íþróttamála, að allt væri á áætlun varðandi nýja þjóðarhöll fyrir inniíþróttir og búið að semja um fjármögnun vegna hennar. Enn á þó eftir að taka fyrstu skóflustungu fyrir höllina sem rísa mun við Laugardalshöll.
Landslið karla í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Frjálsar íþróttir Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sjá meira