„Létum bara vaða og það datt inn í dag“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. september 2024 19:40 Óli Valur mundar skotfótinn fyrr í sumar. Vísir/Diego Óli Valur Ómarsson kom Stjörnumönnum á bragðið með glæsilegu marki eftir tæplega klukkutíma leik í 3-0 sigri Stjörnunnar gegn FH í kvöld. Lengi vel virtist fátt benda til þess að Stjarnan myndi taka stigin þrjú á Kaplakrikavelli í kvöld, en mark Óla Vals gaf Stjörnumönnum byr undir báða vængi. „Þeir byrjuðu mjög þétt og við vorum í erfiðleikum með að brjóta þá. Við komumst í ágætar stöður inn á milli, en náðum ekki að nýta það,“ sagði Óli Valur í viðtali við Vísi í leikslok. „Síðan þegar þeir urðu þreyttir og við héldum meira í boltann þá náðum við að opna meira svæði og þá lak þetta inn.“ Óli Valur kom Stjörnunni yfir með góðu skoti af löngu færi og liðsfélagi hans, Guðmundur Baldvin Nökkvason, skoraði svo keimlíkt mark rúmum tíu mínútum fyrir leikslok. Óli segir að mögulega hafi liðinu einmitt bara vantað gott langskot til að brjóta ísinn. „Við vorum búnir að keyra mikið á þá og áttum bara eftir að klára sóknirnar okkar. Við létum bara vaða og það datt inn í dag.“ Þá segir hann Stjörnuliðið einnig hafa unnið góða varnarvinnu í leik kvöldsins. „Við vorum helvíti þéttir í dag. Þeir komust kannski í eitthvað svona klafs inni í teignum, en fyrir utan það voru engin færi sem ég man eftir þar sem maður var eitthvað skelkaður. Varnarlega gerðum við virkilega vel í dag.“ Að lokum vildi hann svo ekkert gefa fyrir hitann sem færðist í leikinn eftir því sem á leið og vildi frekar einbeita sér að því að Stjarnan á enn nokkuð góðan möguleika á Evrópusæti. „Þetta er bara hluti af leiknum. Það er alltaf gaman að spila þegar eitthvað er undir og þá verður hiti í mönnum. Það var klárlega þannig í dag.“ „Það er allavega möguleiki á Evrópusæti og við erum allavga í topp sex. Það er bara markmiðið eins og staðan er núna að bara vinna þá leiki sem eftir eru,“ sagði Óli að lokum. Besta deild karla Stjarnan FH Mest lesið „Engar svakalegar reglur hér“ Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum Fótbolti „Þetta er svekkjandi“ Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Fótbolti „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Fótbolti Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Sjá meira
Lengi vel virtist fátt benda til þess að Stjarnan myndi taka stigin þrjú á Kaplakrikavelli í kvöld, en mark Óla Vals gaf Stjörnumönnum byr undir báða vængi. „Þeir byrjuðu mjög þétt og við vorum í erfiðleikum með að brjóta þá. Við komumst í ágætar stöður inn á milli, en náðum ekki að nýta það,“ sagði Óli Valur í viðtali við Vísi í leikslok. „Síðan þegar þeir urðu þreyttir og við héldum meira í boltann þá náðum við að opna meira svæði og þá lak þetta inn.“ Óli Valur kom Stjörnunni yfir með góðu skoti af löngu færi og liðsfélagi hans, Guðmundur Baldvin Nökkvason, skoraði svo keimlíkt mark rúmum tíu mínútum fyrir leikslok. Óli segir að mögulega hafi liðinu einmitt bara vantað gott langskot til að brjóta ísinn. „Við vorum búnir að keyra mikið á þá og áttum bara eftir að klára sóknirnar okkar. Við létum bara vaða og það datt inn í dag.“ Þá segir hann Stjörnuliðið einnig hafa unnið góða varnarvinnu í leik kvöldsins. „Við vorum helvíti þéttir í dag. Þeir komust kannski í eitthvað svona klafs inni í teignum, en fyrir utan það voru engin færi sem ég man eftir þar sem maður var eitthvað skelkaður. Varnarlega gerðum við virkilega vel í dag.“ Að lokum vildi hann svo ekkert gefa fyrir hitann sem færðist í leikinn eftir því sem á leið og vildi frekar einbeita sér að því að Stjarnan á enn nokkuð góðan möguleika á Evrópusæti. „Þetta er bara hluti af leiknum. Það er alltaf gaman að spila þegar eitthvað er undir og þá verður hiti í mönnum. Það var klárlega þannig í dag.“ „Það er allavega möguleiki á Evrópusæti og við erum allavga í topp sex. Það er bara markmiðið eins og staðan er núna að bara vinna þá leiki sem eftir eru,“ sagði Óli að lokum.
Besta deild karla Stjarnan FH Mest lesið „Engar svakalegar reglur hér“ Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum Fótbolti „Þetta er svekkjandi“ Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Fótbolti „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Fótbolti Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Sjá meira