„Ef menn eru að henda sér niður trekk í trekk þá á að gefa spjald“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. september 2024 19:29 Heimir á hliðarlínunni. Vísir/Anton Brink Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, segir að það hafi verið þungt að þurfa að kyngja 3-0 tapi gegn Stjörnunni í kvöld. „Í þessum leik vorum við bara sjálfum okkur verstir. Fyrsta markið er þannig að við opnum svæði á milli varnarinnar sem Stjörnumenn eru góðir að nýta og svo er þetta eitthvað laflaust skot sem fer í markið,“ sagði Heimir í leikslok. „Svo vorum við ekki klárir í öðru markinu í seinni boltana, en við þurfum bara að átta okkur á því að við þurfum að fara að læra. Þetta var leikur sem gat komið okkur í Evrópusæti. Fyrir utan kannski fyrstu 25 mínúturnar þá fannst mér við vera miklu betri. En við töpum leiknum og það eru vonbrigði.“ Þá segir Heimir einfalda ástæðu fyrir því að FH-ingum hafi mistekist að taka forystuna í leiknum, þrátt fyrir að hafa oft og tíðum skapað sér álitlegar stöður. „Ákvarðanatakan á síðasta þriðjungi. Við þurfum bara of mörg færi í hverjum leik til að skora. Við höfum bætt það reyndar frá því í fyrra, en svo erum við að gera einföld mistök og ef þú spólar til baka og ferð í Valsleikinn sem fór 2-2 þá fengu þeir tvö færi og kláruðu þau. Þeir voru klínískir á meðan við þurftum einhver 6-7 færi til að skora tvö mörk. Það er ekki nógu gott og því miður héldum við að við værum búnir að laga þetta, en það er ekki svo.“ „En núna kemur bara landsliðspásan og við þurfum að æfa vel og vera klárir í síðasta leikinn. Í opnum leik sköpuðum við ágætlega mikið af færum og vorum alltaf hættulegir í föstum leikatriðum. Það vantaði bara svona „winning mentality“ og drápseðli. Það vantaði bara að ráðast á þetta þegar boltinn var að detta í teignum. Það var svolítið það sem vantaði í dag.“ „Einhverntíman verður lærdómurinn að koma í ljós“ Eftir tapið í kvöld eru FH-ingar í fjórða sæti, þremur stigum á eftir Valsmönnum í þriðja sæti og þremur stigum fyrir ofan Stjörnuna í sjötta sæti. Pakkinn er því þéttur og baráttan um Evrópusæti hörð. „Fyrsta markmiðið okkar var, og er, að koma okkur í efri hlutann og við höfum einn leik til þess. En við erum búnir að fá nokkuð marga möguleika í sumar til að koma okkur í Evrópusæti og auðvitað er betra að vera í Evrópusæti þegar þú ferð inn í þessa sex liða keppni. Þá færðu mögulega þrjá heimaleiki og tvo útileiki. Við erum búnir að fá fullt af möguleikum á því, en við höfum ekki nýtt þá.“ „Við getum ekki alltaf sagt að við séum að læra. Einhverntíman verður lærdómurinn að koma í ljós og menn stíga upp og klára dæmið.“ Kallar eftir fleiri spjöldum Að lokum var Heimir spurður út í þá hörku sem færðist í leikinn eftir því sem leið á og hann vildi meina að mögulega hefðu einhverjir leikmenn Stjörnunnar átt að fá fleiri en eitt gult spjald í kvöld. „Menn tókust vel á og auðvitað er alltaf þannig að það á, að mínu mati, ef að menn eru að henda sér niður trekk í trekk í leikjum þá á að gefa spjald fyrir það. En það virðist ekki vera gert,“ sagði Heimir að lokum. Besta deild karla FH Stjarnan Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Fleiri fréttir Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Sjá meira
„Í þessum leik vorum við bara sjálfum okkur verstir. Fyrsta markið er þannig að við opnum svæði á milli varnarinnar sem Stjörnumenn eru góðir að nýta og svo er þetta eitthvað laflaust skot sem fer í markið,“ sagði Heimir í leikslok. „Svo vorum við ekki klárir í öðru markinu í seinni boltana, en við þurfum bara að átta okkur á því að við þurfum að fara að læra. Þetta var leikur sem gat komið okkur í Evrópusæti. Fyrir utan kannski fyrstu 25 mínúturnar þá fannst mér við vera miklu betri. En við töpum leiknum og það eru vonbrigði.“ Þá segir Heimir einfalda ástæðu fyrir því að FH-ingum hafi mistekist að taka forystuna í leiknum, þrátt fyrir að hafa oft og tíðum skapað sér álitlegar stöður. „Ákvarðanatakan á síðasta þriðjungi. Við þurfum bara of mörg færi í hverjum leik til að skora. Við höfum bætt það reyndar frá því í fyrra, en svo erum við að gera einföld mistök og ef þú spólar til baka og ferð í Valsleikinn sem fór 2-2 þá fengu þeir tvö færi og kláruðu þau. Þeir voru klínískir á meðan við þurftum einhver 6-7 færi til að skora tvö mörk. Það er ekki nógu gott og því miður héldum við að við værum búnir að laga þetta, en það er ekki svo.“ „En núna kemur bara landsliðspásan og við þurfum að æfa vel og vera klárir í síðasta leikinn. Í opnum leik sköpuðum við ágætlega mikið af færum og vorum alltaf hættulegir í föstum leikatriðum. Það vantaði bara svona „winning mentality“ og drápseðli. Það vantaði bara að ráðast á þetta þegar boltinn var að detta í teignum. Það var svolítið það sem vantaði í dag.“ „Einhverntíman verður lærdómurinn að koma í ljós“ Eftir tapið í kvöld eru FH-ingar í fjórða sæti, þremur stigum á eftir Valsmönnum í þriðja sæti og þremur stigum fyrir ofan Stjörnuna í sjötta sæti. Pakkinn er því þéttur og baráttan um Evrópusæti hörð. „Fyrsta markmiðið okkar var, og er, að koma okkur í efri hlutann og við höfum einn leik til þess. En við erum búnir að fá nokkuð marga möguleika í sumar til að koma okkur í Evrópusæti og auðvitað er betra að vera í Evrópusæti þegar þú ferð inn í þessa sex liða keppni. Þá færðu mögulega þrjá heimaleiki og tvo útileiki. Við erum búnir að fá fullt af möguleikum á því, en við höfum ekki nýtt þá.“ „Við getum ekki alltaf sagt að við séum að læra. Einhverntíman verður lærdómurinn að koma í ljós og menn stíga upp og klára dæmið.“ Kallar eftir fleiri spjöldum Að lokum var Heimir spurður út í þá hörku sem færðist í leikinn eftir því sem leið á og hann vildi meina að mögulega hefðu einhverjir leikmenn Stjörnunnar átt að fá fleiri en eitt gult spjald í kvöld. „Menn tókust vel á og auðvitað er alltaf þannig að það á, að mínu mati, ef að menn eru að henda sér niður trekk í trekk í leikjum þá á að gefa spjald fyrir það. En það virðist ekki vera gert,“ sagði Heimir að lokum.
Besta deild karla FH Stjarnan Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Fleiri fréttir Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Sjá meira