Mikill viðbúnaður í túninu heima Magnús Jochum Pálsson skrifar 1. september 2024 14:38 Bæjarhátíðin Í túninu heima fer fram um helgina. mos.is Skipuleggjandi hátíðarinnar Í túninu heima í Mosfellsbæ segir hana farið að mestu leyti vel fram fyrir utan líkamsárás á föstudag þar sem hníf var beitt. Viðbúnaður hafi verið töluverður og gæsla hafi verið aukin til muna eftir stunguárásina á menningarnótt. Í dagbók lögreglu kom fram í morgun að hnífi hefði verið beitt á hátíðinni á föstudag en fórnarlambið hefði sloppið við áverka þó fatnaður hefði skorist. Þá greindi lögregla frá því að gerandi væri enn ófundinn og að lögregla hefði ekki upplýsingar um viðkomandi að svo stöddu. Þess utan hefðu engar alvarlegar líkamsárásir átt sér stað í nótt á hátíðinni þó nokkuð hafi verið um unglingadrykkju og stympingar milli ungmenna. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur lögregla ekki veitt fréttastofu frekari upplýsingar um málið. Fór lítið fyrir árásinni Hilmar Gunnarsson, einn skipuleggjenda, sagði hátíðina hafi farið vel fram til þessa og hann ekki heyrt af líkamsárásinni fyrr en fjallað var um hana í fjölmiðlum. „Ég var síðast að tala við lögregluna klukkan þrjú í nótt fyrir utan ball og þeir báru sig mjög vel miðað við aðstæður,“ segir Hilmar og bætir við að mikið viðbragð hafi verið á hátíðinni. „Heilt yfir hefur þetta farið mjög vel fram. Við lögðum mikla áherslu á öryggi gesta og vorum með mikinn viðbúnað, hvort sem það var gæsla eða barnavernd eða björgunarsveit eða félagsmiðstöð. Það voru bara allir á sömu blaðsíðu með að láta þetta ganga allt saman vel um helgina, sem það gerði í rauninni,“ segir hann. Menningarnótt hafði mikil áhrif Höfðu atburðinir á menningarnótt mikil áhrif? „Það voru allir með það á hreinu að auka gæslu alveg til muna og vera vel sýnileg og ég held að fólk hafi tekið eftir því að gæslan og allir viðbragðsaðilar voru vel sýnilegir hér í Mosfellsbæ,“ segir Hilmar. Hátíðin er þó ekki enn búin og nóg um að vera í dag. „Það er engin rigning í dag, eins og staðan er núna, þannig fólk er á ferli. Það er frítt upp á Gljúfrastein og fólk er hérna í tívolí og hoppuköstulum og það er opið á slökkvistöðinni. Við klárum þetta með stæl í dag og göngum sátt frá borði,“ segir Hilmar. Mosfellsbær Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fleiri fréttir Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sjá meira
Í dagbók lögreglu kom fram í morgun að hnífi hefði verið beitt á hátíðinni á föstudag en fórnarlambið hefði sloppið við áverka þó fatnaður hefði skorist. Þá greindi lögregla frá því að gerandi væri enn ófundinn og að lögregla hefði ekki upplýsingar um viðkomandi að svo stöddu. Þess utan hefðu engar alvarlegar líkamsárásir átt sér stað í nótt á hátíðinni þó nokkuð hafi verið um unglingadrykkju og stympingar milli ungmenna. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur lögregla ekki veitt fréttastofu frekari upplýsingar um málið. Fór lítið fyrir árásinni Hilmar Gunnarsson, einn skipuleggjenda, sagði hátíðina hafi farið vel fram til þessa og hann ekki heyrt af líkamsárásinni fyrr en fjallað var um hana í fjölmiðlum. „Ég var síðast að tala við lögregluna klukkan þrjú í nótt fyrir utan ball og þeir báru sig mjög vel miðað við aðstæður,“ segir Hilmar og bætir við að mikið viðbragð hafi verið á hátíðinni. „Heilt yfir hefur þetta farið mjög vel fram. Við lögðum mikla áherslu á öryggi gesta og vorum með mikinn viðbúnað, hvort sem það var gæsla eða barnavernd eða björgunarsveit eða félagsmiðstöð. Það voru bara allir á sömu blaðsíðu með að láta þetta ganga allt saman vel um helgina, sem það gerði í rauninni,“ segir hann. Menningarnótt hafði mikil áhrif Höfðu atburðinir á menningarnótt mikil áhrif? „Það voru allir með það á hreinu að auka gæslu alveg til muna og vera vel sýnileg og ég held að fólk hafi tekið eftir því að gæslan og allir viðbragðsaðilar voru vel sýnilegir hér í Mosfellsbæ,“ segir Hilmar. Hátíðin er þó ekki enn búin og nóg um að vera í dag. „Það er engin rigning í dag, eins og staðan er núna, þannig fólk er á ferli. Það er frítt upp á Gljúfrastein og fólk er hérna í tívolí og hoppuköstulum og það er opið á slökkvistöðinni. Við klárum þetta með stæl í dag og göngum sátt frá borði,“ segir Hilmar.
Mosfellsbær Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fleiri fréttir Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sjá meira