Óboðinn gestur truflaði leik í Lengjudeildinni Smári Jökull Jónsson skrifar 31. ágúst 2024 21:47 Hundurinn hljóp nokkra spretti um völlinn. Skjáskot Lið Gróttu og Fjölnis mættust í Lengjudeildinni í knattspyrnu á Seltjarnarnesi í dag. Leikurinn var mikilvægur fyrir bæði lið en töluverða athygli vakti þegar óboðinn gestur varð til þess að stöðva þurfti leik um stundarsakir. Grótta vann mikilvægan sigur á Fjölni í Lengjudeildinni í knattspyrnu í dag og hélt þar með vonum sínum um að halda sæti sínu í deildinni á lífi. Fjölnir varð hins vegar af mikilvægum stigum í toppbaráttu Lengjudeildarinnar en liðið er nú í 2. -3. sæti deildarinnar. Skondið atvik varð í leiknum í dag. Um miðjan síðari hálfleikinn varð að stöðva leikinn um stundarsakir þar sem óboðinn gestur hafði hlaupið inn á völlinn og neitaði að fara útaf. Um var að ræða hund sem sloppið hafði frá eiganda sínum og hljóp afar sáttur um völlinn á meðan leikmenn reyndu að ná honum útaf. Dágóða stund tók að ná hundinum af velli og átti hann nokkra góða spretti upp kantana áður en hann hljóp upp brekku við völlinn á Seltjarnarnesi. Þá var hægt að halda leik áfram og virðist sem innkoma hundsins knáa hafi haft góð áhrif á leikmenn Gróttu sem skoruðu sigurmarkið í leiknum fjórum mínútum síðar. Myndband af atvikinu má sjá hér fyrir neðan. Hundur hljóp inn á völlinn og stoppaði leikinn #fotboltinet pic.twitter.com/b0R5LkEQPf— BinniÓli (@brynjar_oli) August 31, 2024 Lengjudeild karla Grótta Fjölnir Seltjarnarnes Mest lesið Fóru um Ísland, hoppuðu yfir bíla og auglýstu pítsur Körfubolti Benedikt í bann Körfubolti Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Formúla 1 Fór að rífast við áhorfendur eftir leik Enski boltinn Teitur hefði grætt næstum því eina milljón á Lengjunni Körfubolti Valkyrjur ekki bara í verðandi ríkisstjórn Körfubolti Nýtt lið og ný íbúð með litla bróður: „Var svolítið þröngt með mig á sófanum“ Handbolti NFL-stjarnan borgaði risaupphæð fyrir Batman-bílinn Sport „Held að þetta sé ekki algengt á Íslandi“ Fótbolti United fjölskyldan syrgir Kath Phipps en hún þjónaði félaginu í 55 ár Enski boltinn Fleiri fréttir Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira
Grótta vann mikilvægan sigur á Fjölni í Lengjudeildinni í knattspyrnu í dag og hélt þar með vonum sínum um að halda sæti sínu í deildinni á lífi. Fjölnir varð hins vegar af mikilvægum stigum í toppbaráttu Lengjudeildarinnar en liðið er nú í 2. -3. sæti deildarinnar. Skondið atvik varð í leiknum í dag. Um miðjan síðari hálfleikinn varð að stöðva leikinn um stundarsakir þar sem óboðinn gestur hafði hlaupið inn á völlinn og neitaði að fara útaf. Um var að ræða hund sem sloppið hafði frá eiganda sínum og hljóp afar sáttur um völlinn á meðan leikmenn reyndu að ná honum útaf. Dágóða stund tók að ná hundinum af velli og átti hann nokkra góða spretti upp kantana áður en hann hljóp upp brekku við völlinn á Seltjarnarnesi. Þá var hægt að halda leik áfram og virðist sem innkoma hundsins knáa hafi haft góð áhrif á leikmenn Gróttu sem skoruðu sigurmarkið í leiknum fjórum mínútum síðar. Myndband af atvikinu má sjá hér fyrir neðan. Hundur hljóp inn á völlinn og stoppaði leikinn #fotboltinet pic.twitter.com/b0R5LkEQPf— BinniÓli (@brynjar_oli) August 31, 2024
Lengjudeild karla Grótta Fjölnir Seltjarnarnes Mest lesið Fóru um Ísland, hoppuðu yfir bíla og auglýstu pítsur Körfubolti Benedikt í bann Körfubolti Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Formúla 1 Fór að rífast við áhorfendur eftir leik Enski boltinn Teitur hefði grætt næstum því eina milljón á Lengjunni Körfubolti Valkyrjur ekki bara í verðandi ríkisstjórn Körfubolti Nýtt lið og ný íbúð með litla bróður: „Var svolítið þröngt með mig á sófanum“ Handbolti NFL-stjarnan borgaði risaupphæð fyrir Batman-bílinn Sport „Held að þetta sé ekki algengt á Íslandi“ Fótbolti United fjölskyldan syrgir Kath Phipps en hún þjónaði félaginu í 55 ár Enski boltinn Fleiri fréttir Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira