„Það hafði smá áhrif að það voru engin læti“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 31. ágúst 2024 19:46 Frá Hlíðarenda í dag. Vísir/Lýður Valur vann stórsigur á RK Bjelin Spacva Vinkovci að Hlíðarenda í kvöld í fyrri umspilsleik liðanna um laust sæti í Evrópudeildinni í handbolta í vetur. Óskar Bjarni Óskarsson þjálfari var ekki ánægður með mætingu stuðningsmanna Vals. Valsmenn byrjuðu leikinn afar illa og var staðan 0-6 eftir níu mínútur. Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, segir að byrjunin hafi verið erfið. „Þetta var ansi erfitt. Þetta var 6-0 þarna í byrjun og þeir eru með hraðar og miklar klippingar og skyttur og við bara sátum eftir. Enginn að mæta þeim og í sjálfum sér var ekkert að ganga upp hjá okkur, vörn, sókn, hann var að verja tvö víti og allt þetta. Ég held að ég taki þetta bara að mestu á mig, við höfðum lagt með að vera aðeins of passívir.“ Úlfar Páll Monsi Þórðarson leikmaður Vals.Vísir/Lýður Heide Óskar Bjarni tók leikhlé eftir þessa erfiðu byrjun og breytti til. „Við breyttum aðeins og fórum að vera aðeins agresívari og tókum meira frumkvæði varnarlega. Við vissum að þetta yrði erfitt fyrir þá líka í 60 mínútur, en ég bjóst samt ekki við seinni hálfleiknum svona. Frábær seinni hálfleikur og Bjöggi kom sterkur inn og vörnin góð og allt annað lið í seinni hálfleik.“ Óskar Bjarni ósáttur með mætingu Valsara Óskar Bjarni telur að ómeðvitað hafi lítill áhugi, stuðningur og mæting Valsmanna á leikinn í kvöld haft áhrif á dapran leik liðsins í upphafi. „Ég held að við höfum orðið fyrir smá vonbrigðum. Þetta er Evrópu-dúkurinn og alltaf troðið hús og gaman og svona ómeðvitað þá voru ekki margir í húsinu. Síðast þegar við spiluðum var það til úrslita, úrslitaleikur, og við urðum Evrópumeistarar. Við bjuggumst við aðeins fleirum, en vorum samt aðeins búnir að ræða það. Það hafði svona smá áhrif að það voru engin læti. Svo vorum við líka bara of passívir. Þetta var ekki nógu vel upp lagt hjá okkur þjálfurunum í byrjun og við breyttum þessu svo saman í hálfleik. Það hentar líka Alexander Peterssyni og Róberti Aroni betur að fá aðeins að vaða út og klára þessar hröðu klippingar hjá þeim.“ „Það er alltaf gott að fá veganesti“ Óskar Bjarni á von á betri frammistöðu frá Króötunum í næsta leik eftir viku út í Króatíu. „Mér fannst þeir vera orðnir þreyttir í seinni hálfleik. Mikil ákefð og mikið hlaup. Eins og við vorum lélegir í byrjun þá finnst mér seinni hálfleikurinn vera of mikill munur á liðunum. Þeir voru að ferðast í gær og komu til landsins. Ég held að þeir verði mun betri í 60 mínútur út í Króatíu. Mér fannst þetta aðeins fuðra út hjá þeim í seinni hálfleik.“ Óskar Bjarni er þjálfari Vals.Vísir/Diego Óskar Bjarni er þakklátur fyrir þá níu marka forystu sem liðið fer með sér út. „Það er alltaf gott að fá veganesti, maður þiggur það alltaf. Eins og seinni hálfleikurinn var þá áttum við að vinna með tíu til ellefu mörkum, við slökuðum aðeins á þarna á lokakaflanum. Ég veit að þeir verða öflugir eins og þeir sýndu í fyrri hálfleik, en þetta er gott veganesti og við þurfum bara að spila vel. Svo fáum við ÍBV í fyrsta leik í Olís-deildinni á miðvikudaginn og förum svo út á fimmtudaginn,“ sagði Óskar Bjarni að lokum. Evrópudeild karla í handbolta Valur Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Sjá meira
Valsmenn byrjuðu leikinn afar illa og var staðan 0-6 eftir níu mínútur. Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, segir að byrjunin hafi verið erfið. „Þetta var ansi erfitt. Þetta var 6-0 þarna í byrjun og þeir eru með hraðar og miklar klippingar og skyttur og við bara sátum eftir. Enginn að mæta þeim og í sjálfum sér var ekkert að ganga upp hjá okkur, vörn, sókn, hann var að verja tvö víti og allt þetta. Ég held að ég taki þetta bara að mestu á mig, við höfðum lagt með að vera aðeins of passívir.“ Úlfar Páll Monsi Þórðarson leikmaður Vals.Vísir/Lýður Heide Óskar Bjarni tók leikhlé eftir þessa erfiðu byrjun og breytti til. „Við breyttum aðeins og fórum að vera aðeins agresívari og tókum meira frumkvæði varnarlega. Við vissum að þetta yrði erfitt fyrir þá líka í 60 mínútur, en ég bjóst samt ekki við seinni hálfleiknum svona. Frábær seinni hálfleikur og Bjöggi kom sterkur inn og vörnin góð og allt annað lið í seinni hálfleik.“ Óskar Bjarni ósáttur með mætingu Valsara Óskar Bjarni telur að ómeðvitað hafi lítill áhugi, stuðningur og mæting Valsmanna á leikinn í kvöld haft áhrif á dapran leik liðsins í upphafi. „Ég held að við höfum orðið fyrir smá vonbrigðum. Þetta er Evrópu-dúkurinn og alltaf troðið hús og gaman og svona ómeðvitað þá voru ekki margir í húsinu. Síðast þegar við spiluðum var það til úrslita, úrslitaleikur, og við urðum Evrópumeistarar. Við bjuggumst við aðeins fleirum, en vorum samt aðeins búnir að ræða það. Það hafði svona smá áhrif að það voru engin læti. Svo vorum við líka bara of passívir. Þetta var ekki nógu vel upp lagt hjá okkur þjálfurunum í byrjun og við breyttum þessu svo saman í hálfleik. Það hentar líka Alexander Peterssyni og Róberti Aroni betur að fá aðeins að vaða út og klára þessar hröðu klippingar hjá þeim.“ „Það er alltaf gott að fá veganesti“ Óskar Bjarni á von á betri frammistöðu frá Króötunum í næsta leik eftir viku út í Króatíu. „Mér fannst þeir vera orðnir þreyttir í seinni hálfleik. Mikil ákefð og mikið hlaup. Eins og við vorum lélegir í byrjun þá finnst mér seinni hálfleikurinn vera of mikill munur á liðunum. Þeir voru að ferðast í gær og komu til landsins. Ég held að þeir verði mun betri í 60 mínútur út í Króatíu. Mér fannst þetta aðeins fuðra út hjá þeim í seinni hálfleik.“ Óskar Bjarni er þjálfari Vals.Vísir/Diego Óskar Bjarni er þakklátur fyrir þá níu marka forystu sem liðið fer með sér út. „Það er alltaf gott að fá veganesti, maður þiggur það alltaf. Eins og seinni hálfleikurinn var þá áttum við að vinna með tíu til ellefu mörkum, við slökuðum aðeins á þarna á lokakaflanum. Ég veit að þeir verða öflugir eins og þeir sýndu í fyrri hálfleik, en þetta er gott veganesti og við þurfum bara að spila vel. Svo fáum við ÍBV í fyrsta leik í Olís-deildinni á miðvikudaginn og förum svo út á fimmtudaginn,“ sagði Óskar Bjarni að lokum.
Evrópudeild karla í handbolta Valur Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Sjá meira